Síða 1 af 1

Eyrnatappar fyrir flug

Sent: Fös 23. Sep 2022 23:55
af falcon1
Ég er að fara í flug í næsta mánuði og er að pæla í að nota eyrnatappa til að dempa flugvélahljóðið. Ég sé á netinu að það eru seldir sérstakir eyrnatappar fyrir flug en veit einhver hvort það sé hægt að fá slíkt hérlendis?
Eruð þið kannski að nota bara venjulega foam eyrnatappa, þ.e. ef þið notið heyrnarvörn?

Re: Eyrnatappar fyrir flug

Sent: Lau 24. Sep 2022 00:02
af Viggi
Færð þetta á klink í næsta apóteki bara

Re: Eyrnatappar fyrir flug

Sent: Lau 24. Sep 2022 00:05
af ragnarok
Eyrnatappar fyrir flug eru vanalega ekki til að dempa hljóð heldur eru þeir með þrýstijafnara til að minnka þrýsting á hljóðhimnuna vegna hæðarbreytinga.

Re: Eyrnatappar fyrir flug

Sent: Lau 24. Sep 2022 00:05
af falcon1
Viggi skrifaði:Færð þetta á klink í næsta apóteki bara

Veit að maður getur fengið foam eyrnatappana þar en er verið að selja tappa sem eru sérstaklega gerðir fyrir þennan tilgang? :)

Re: Eyrnatappar fyrir flug

Sent: Lau 24. Sep 2022 00:12
af codemasterbleep
Mér hefði dottið þau hjá heyrn.is í hug, þau eiga allskonar eyrnatappa en virðast samt ekki vera með svona flugtappa.

Re: Eyrnatappar fyrir flug

Sent: Lau 24. Sep 2022 02:14
af ChopTheDoggie

Re: Eyrnatappar fyrir flug

Sent: Lau 24. Sep 2022 07:44
af Viktor