Síða 4 af 8

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 08. Okt 2022 22:11
af appel
ragnarok skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég hef séð (en man ekki hvar) fréttir um að öryggisráð Íslands hefði verið að funda í einhverju öryggisbyrgi sem er í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Eitthvað sem NATO krafðist að væri á Íslandi (mjög líklega). Hef ekki fundið miklar upplýsingar um þetta í fréttum.


Á gömlu herstöðinni í Keflavík voru tvær byggingar sem uppfylltu skilyrði þess tíma, önnur þeirra er nú innan öryggissvæðisins og nýtt sem aðgerðastjórn LHG, hin byggingin er utan öryggissvæðisins (á Ásbrú) og stendur auð enda meira og minna gagnslaus í aðra notkun (var fjarskiptamiðstöðin). Eina byggingin sem ég veit um utan þeirra og var hönnuð m.v. staðla þess tíma er kjallarinn á Bústaðakirkju, en þar voru klókir stjórnarmenn í byggingarnefnd sóknarinnar sem náðu sér í styrk frá ríkinu til þess að kjallarinn væri nýtanlegur sem "kjarnorkubyrgi". Byrgið í kjallaranum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu uppfyllti aldrei neinar kröfur sama hvað menn hafa haldið fram.

Ekki er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona byrgjum, hús á Íslandi eru flest það vel byggð að öllum ætti að duga að vera sem næstu miðju húsi í nokkrar klukkustundir eftir sprengingu.


Það er best að vera í alveg niðurgröfnum kjallara, sem er ekki með neina glugga, og jú steinsteyptu húsi.
Ekki mörg hús sem eru þannig, með alveg lokaðan kjallara.
Þarft að vera í allavega sólarhring, jafnvel lengur, hver veit.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 08. Okt 2022 22:27
af Henjo
appel skrifaði:
ragnarok skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég hef séð (en man ekki hvar) fréttir um að öryggisráð Íslands hefði verið að funda í einhverju öryggisbyrgi sem er í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Eitthvað sem NATO krafðist að væri á Íslandi (mjög líklega). Hef ekki fundið miklar upplýsingar um þetta í fréttum.


Á gömlu herstöðinni í Keflavík voru tvær byggingar sem uppfylltu skilyrði þess tíma, önnur þeirra er nú innan öryggissvæðisins og nýtt sem aðgerðastjórn LHG, hin byggingin er utan öryggissvæðisins (á Ásbrú) og stendur auð enda meira og minna gagnslaus í aðra notkun (var fjarskiptamiðstöðin). Eina byggingin sem ég veit um utan þeirra og var hönnuð m.v. staðla þess tíma er kjallarinn á Bústaðakirkju, en þar voru klókir stjórnarmenn í byggingarnefnd sóknarinnar sem náðu sér í styrk frá ríkinu til þess að kjallarinn væri nýtanlegur sem "kjarnorkubyrgi". Byrgið í kjallaranum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu uppfyllti aldrei neinar kröfur sama hvað menn hafa haldið fram.

Ekki er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona byrgjum, hús á Íslandi eru flest það vel byggð að öllum ætti að duga að vera sem næstu miðju húsi í nokkrar klukkustundir eftir sprengingu.


Það er best að vera í alveg niðurgröfnum kjallara, sem er ekki með neina glugga, og jú steinsteyptu húsi.
Ekki mörg hús sem eru þannig, með alveg lokaðan kjallara.
Þarft að vera í allavega sólarhring, jafnvel lengur, hver veit.


yeaps og síðan eyða næstu sex mánuðum að deyja hægt og rólega

ef til þess kæmi að það kjarnorkustríð yrði að veruleika og slík árás yrði gerð á Íslandi, þá vona ég svo sannarlega að ég fuðri upp samstundis.

mæli með myndinni Threads frá 1984 ef menn hafa áhuga á kjarnorkustríði.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 08. Okt 2022 22:32
af ragnarok
appel skrifaði:Það er best að vera í alveg niðurgröfnum kjallara, sem er ekki með neina glugga, og jú steinsteyptu húsi.
Ekki mörg hús sem eru þannig, með alveg lokaðan kjallara.
Þarft að vera í allavega sólarhring, jafnvel lengur, hver veit.


Það er nóg að forðast útveggi og þak, allar aðrar breytur eins og kjallari bæta litlu við hvað varðar geislavirkni. Öðru máli gegnir um að forðast sprengikraftinn en þá gæti kjallari gert björgun mun erfiðari. Muna ekki allir úr eðlisfræði að geislavirkni fylgir tvíveldislögmáli og minnkar hratt með yfir litla fjarlægð?

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 08. Okt 2022 23:25
af Trihard

:fly

Það hitta engar sprengjur Ísland í þessu myndbandi en það virðist sem sprengingin sjálf sé ekki aðalvandamálið... heldur geislavirknin af öllum sprengjunum og geislavirku agnirnar sem munu berast með vind.
Nú var ég ekki fæddur á tímum "kalda stríðsins" svo þetta er nýtt skíta í brækurnar efni fyrir mér. :no

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Sun 09. Okt 2022 00:15
af Henjo
Trihard skrifaði:
:fly

Það hitta engar sprengjur Ísland í þessu myndbandi en það virðist sem sprengingin sjálf sé ekki aðalvandamálið... heldur geislavirknin af öllum sprengjunum og geislavirku agnirnar sem munu berast með vind.
Nú var ég ekki fæddur á tímum "kalda stríðsins" svo þetta er nýtt skíta í brækurnar efni fyrir mér. :no


Fyrir utan það að jafnvel ef Ísland myndi "sleppa" þá myndu skipin og flugvélarnar hætta koma. Matur, lyf, eldsneyti og annað dót myndi hætta að koma. Myndi íslenska samfélagið okkar geta lifað af slíka einangrun?

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Sun 09. Okt 2022 01:40
af Nariur
Trihard skrifaði:
:fly

Það hitta engar sprengjur Ísland í þessu myndbandi en það virðist sem sprengingin sjálf sé ekki aðalvandamálið... heldur geislavirknin af öllum sprengjunum og geislavirku agnirnar sem munu berast með vind.
Nú var ég ekki fæddur á tímum "kalda stríðsins" svo þetta er nýtt skíta í brækurnar efni fyrir mér. :no


Þetta video er algjör niðurgangur, en þau nuke-uðu Nuuk, svo ég er sáttur.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Sun 09. Okt 2022 11:38
af Mossi__
Trihard skrifaði:
:fly

Það hitta engar sprengjur Ísland í þessu myndbandi en það virðist sem sprengingin sjálf sé ekki aðalvandamálið... heldur geislavirknin af öllum sprengjunum og geislavirku agnirnar sem munu berast með vind.
Nú var ég ekki fæddur á tímum "kalda stríðsins" svo þetta er nýtt skíta í brækurnar efni fyrir mér. :no


Iss.

Sterk sólarvörn og góð úlpa og málinu reddað fyrir okkur á Íslandi.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Sun 09. Okt 2022 12:31
af Hizzman
Vonandi springa engar kj spengjur. Það er engin að fara í þetta nema etv örvæntingarfullur Pootin. Líklegast verður hann stoppaður áður en þetta gerist. Ef rússar sprengja svo mikið sem eina sprengju munu þeir verða tættir í sundur!

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Sun 09. Okt 2022 22:45
af jonfr1900
Smá tölfræði um kjarnorkusprengjur í þessu myndbandi sem svarar einnig annari spurningu.


Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Fim 13. Okt 2022 21:26
af appel
Russia's army will be 'annihilated' by the West's non-nuclear military response if Putin uses nukes against Ukraine, warns EU's foreign policy chief Josep Borrell

https://www.dailymail.co.uk/news/articl ... raine.html

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Fös 14. Okt 2022 08:57
af Peacock12
Einhverntíma heyrði ég "það hefur engin dáið við fallið á að hoppa úr 20 hæða byggingu, en margir dáið á því að lenda". Ætli það eigi ekki við með kjarnorkustríð. Við getum öll skriðið flott og fín úr steypukjallaranum og horft í bjarmann að sunnan. Getum jafnvel verið heppinn með vindáttir og geislavirkni verið í lágmarki. Getum samt ekki komist undan því að öll aðföng verða stopp. Lifum á sauðfé og kartöflum í smá stund, en þegar dælubúnaður f. hitaveitu og dreifibúnaður rafmagns fer að bila, stýri- og tölvubúnaður að gefa sig, lyf og vörur klárast… Þá gæti niðurstaðan verið sú að það besta sem er hægt að gera komi til kjarnorkustríðs er að ná í sólstólinn og allt áfengið á heimilinu og halda partý úti á palli og vona bara að þetta taki af sem fyrst.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Fös 14. Okt 2022 15:01
af playman
Peacock12 skrifaði:Einhverntíma heyrði ég "það hefur engin dáið við fallið á að hoppa úr 20 hæða byggingu, en margir dáið á því að lenda".

Ég heyrði þetta reyndar öfuggt, að flest allir deyja í fallinu, þá vegna hjartastopps vegna ofsahræðslu, þar að segja ef að fallið
sé nógu hátt.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Fös 14. Okt 2022 16:24
af Mossi__
Peacock12 skrifaði:Einhverntíma heyrði ég "það hefur engin dáið við fallið á að hoppa úr 20 hæða byggingu, en margir dáið á því að lenda". Ætli það eigi ekki við með kjarnorkustríð. Við getum öll skriðið flott og fín úr steypukjallaranum og horft í bjarmann að sunnan. Getum jafnvel verið heppinn með vindáttir og geislavirkni verið í lágmarki. Getum samt ekki komist undan því að öll aðföng verða stopp. Lifum á sauðfé og kartöflum í smá stund, en þegar dælubúnaður f. hitaveitu og dreifibúnaður rafmagns fer að bila, stýri- og tölvubúnaður að gefa sig, lyf og vörur klárast… Þá gæti niðurstaðan verið sú að það besta sem er hægt að gera komi til kjarnorkustríðs er að ná í sólstólinn og allt áfengið á heimilinu og halda partý úti á palli og vona bara að þetta taki af sem fyrst.


Á meðan Internetið helst uppi, þá er ég bara slakur.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 15. Okt 2022 14:33
af Hjaltiatla
Rússar eru það miklir bjánar að þeir eru að skjóta sjálfa sig í löppina með að nota gas sem vopn í þessu stríði.

Þýskaland (og eflaust fleiri lönd) skoða þá aðra möguleika í stöðunni til að treysta ekki á þessi sauðnaut fyrir sinni orkunotkun í framtíðinni.

Ekki mikið verið að horfa fram á veginn, ef efnahagurinn í Rússlandi er slæmur núna hvernig haldiði að hann verði ef þau geta ekki lengur selt gasið sitt vegna þess að enginn treystir þeim lengur.

https://www.reuters.com/business/sustainable-business/germany-aims-get-100-energy-renewable-sources-by-2035-2022-02-28/

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 15. Okt 2022 15:10
af beggi83
Held að efnahagurinn í Russlandi eigi bara eftir að versna með tímanum. þegar maður hugsar um allar verslanir þjónustur skyndibitistaði sem hafa farið frá Russlandi eftir að þeir hófu stríðið og landið er nær 1990 heldur enn 2022. Þú getur varla fengið þér Samsung eða Apple vörur í landinu hægt að telja endalaust tæknidót sem við notum dagsdaglega..Þú getur ekki fengið þér Coke eða Pepsi með KFC eða Macdonalds hægt að telja endalaust upp varðandi mat. Lada er á boðstólum ef þú vilt kaupa bíll í dag. Fleiri þúsund verslanir skyndibitastaðir hafa lokað starfsemi í Russlandi frá því stríðið hófst ef þeir voga sér að varpa einni Kjarnorkusprengju þá eru þeir að fara aftur til 1970 í lífsgæðum með hluti sem okkur þykir sjálfssagt að nota dags daglega. Efnahagurinn er slæmur fyrir ef þeir varpa Kjarnorkusprengju enn guð miinn góður hvernig ætli lífið verði í Russlandi eftir eina sprengju í 20-40 ár eftir það ? Það er að Verslanir hafa lokað á Russlandi - Evrópa að loka á Gas innflutning sýnir bara hversu steikt landið er rekið að þrjóskast áfram í þessu stríði þar sem endapunkturinn verður alltaf að Landið einangrast og fáar þjóðir vilja eiga viðskiptasamband við það í áratugi eftir á... Getur einhver sagt mér hvernig Russland ætlar að koma út sem land sem þjóðir vilja eiga samskipti eftir gríðarlegt magn af stríðsglæpum nauðgunum barnaránum fjöldagrafir eftir að hafa náð þorpum á sitt vald og bara drepið hægri vinstri fólk... Sá sem mun pull the plug á kjarnorkusprengjunni ef hún verður sett á stað hann er á vissan hátt að ýta á endurlok sitt eigið land eins og það þekkist....

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Fös 23. Jún 2023 22:53
af rapport
https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023- ... ran-386202

Paranoyan hjá Pútín varð loksins nógu mikil, hann mun aldrei treysta þeim sem hafa unnið með Wagner og eru þá einhverjir eftir sem hann getur treyst á?

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Fös 23. Jún 2023 23:40
af snakkop
Þetta er svakalegt styttist í borgarastyrjöld í Rússlandi?


rapport skrifaði:https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-
06-23-russnesk-stjornvold-saka-prigozhin-um-valdaran-386202

Paranoyan hjá Pútín varð loksins nógu mikil, hann mun aldrei treysta þeim sem hafa unnið með Wagner og eru þá einhverjir eftir sem hann getur treyst á?

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 24. Jún 2023 00:20
af appel
rapport skrifaði:https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-06-23-russnesk-stjornvold-saka-prigozhin-um-valdaran-386202

Paranoyan hjá Pútín varð loksins nógu mikil, hann mun aldrei treysta þeim sem hafa unnið með Wagner og eru þá einhverjir eftir sem hann getur treyst á?


Svakalegar fréttir að Wagner hópurinn ætli í byltingu gegn kremlverjum.

Rússland er svakalega óstöðugt land, stjórnað og haldið saman eingöngu með mikilli hörku og blóði.

Líklega mun þetta ekki ganga upp hjá þessum leiðtoga Wagner hóps, og líklega munu þessi wagner liðar drepast flestir og þessi leiðtogi hópsins drepast líka. Þannig er bara rússland.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 24. Jún 2023 06:18
af mikkimás
Sérfræðingar eiga erfitt með að átta sig á því hvað nákvæmlega Prickoshin gengur til.

Hvað sem því líður verður áhugavert að sjá Rússa eiga við Wagner og gagnsókn Úkraínumanna á sama tíma.

Ég er kominn með poppið í hendurnar.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 24. Jún 2023 06:43
af mikkimás
Raunveruleikinn er flóknari, en á yfirborðinu lítur þetta út eins og gíslataka.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 24. Jún 2023 06:53
af mikkimás
Leiðrétting: ef rétt reynist að það sé Wagner herlest (convoy) á leið til Moskvu, þá veit ég ekki hvað þetta á annað að vera en valdarán.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 24. Jún 2023 06:57
af mikkimás
Bólar ekkert á yfirlýsingu Pútíns, sem átti að hafa hafist fyrir klst síðan.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 24. Jún 2023 08:05
af Trihard
Þetta er byrjunin á endanum fyrir gamla Plúton

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 24. Jún 2023 09:06
af rapport
Ég á erfitt með að sjá Wagner með tactical nukes og nota þær ekki.

EDIT: Er þetta ekki bara lygi til að geta kallað herlið til baka án þess að tapa stríðinu?

Í stað þess að sigra í Úkraínu þá sigrar hann og bjargar Rússlandi öðruvísi og endar sem sigurvegari in the end?

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Lau 24. Jún 2023 10:17
af mikkimás
Screenshot 2023-06-24 101651.png
Screenshot 2023-06-24 101651.png (173.53 KiB) Skoðað 3012 sinnum