Ósamræmi í tækjatryggingu

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ósamræmi í tækjatryggingu

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Okt 2022 22:45

Hvort virkar tryggingin á rakaskemmdir eða ekki?
Hef einu sinni keypt svona tryggingu, það var hjá ELKO, þeir eru með svipaða skilmála og Tölvulistinn en svo er spurning hvort tryggingafyrirtækið sé með allt aðra skilmála eins og virðist vera hérna.
Viðhengi
ósamræmi.PNG
ósamræmi.PNG (666.54 KiB) Skoðað 1530 sinnum



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 38
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ósamræmi í tækjatryggingu

Pósturaf gRIMwORLD » Mið 02. Nóv 2022 13:54

Væntanlega vísað í skilmálana sem eru á síðunni. Það þarf samt að vera með þessa hluti á hreinu.

Þegar fyrirtæki eins og TL eru að endurselja trygginar þá er það ekki trygginarfélagið sem metur skemmdina.
Trygginarfélaginu er alveg sama, ef TL sendir inn kröfu á trygginguna með skýrslu þá greiðir trygginarfélagið hana bara út til TL.

Var með case í sumar þar sem fartölva með tækjatryggingu hjá Origo fór í gólfið, kaskótrygging.
Þó hún hafi bara verið ársgömul þá áttu þeir hana ekki til og vildu fá pening á milli fyrir sambærilega (en var samt nýrri og betri)
Btw ég borgaði á milli, endaði á að fá fínan díl sem kom vel út.

Ef þetta hefði verið innbúskaskó þá hefði tryggingarfélag bara afhent sambærilega vöru án athugasemda, en þarna voru einmitt tvær línur í skilmála að stangast á, "vara bara tryggð fyrir sömu fjárhæð og þegar hún var keypt...." & "ef ekki er hægt að skipta út fyrir samskonar þá skal afhenda sambærilega vöru..."

Happy hunting!

"...að lesa tryggingaskilmála er góð skemmtun"


IBM PS/2 8086