Síða 1 af 1

micro sd vandamál

Sent: Þri 22. Nóv 2022 16:08
af emil40
Sælir félagar.

Ég keypti mér tvö 1 tb micro sd minniskort.

https://www.aliexpress.com/item/1005004 ... 18027j85h9

Það er samt eitthvað vesen að fá það til að tengjast tölvunni, það fylgdi með lesari sem ég set kortið í og er með usb 2.0 hinum megin ég hef séð það koma inn í smá stund en detta svo aftur út. Getið þið látið ykkur detta í hug hvað þetta gæti verið ? Öll hjálp væri vel þegin :)

Re: micro sd vandamál

Sent: Þri 22. Nóv 2022 18:30
af Frussi
Þetta er pottþétt fake kort. Ég á allavega mjög erfitt með að trúa að 1Tb kort kosti 10 dollara og fyrir utan það þá finn ég hvergi 1tb mSD kort frá Sony

Re: micro sd vandamál

Sent: Þri 22. Nóv 2022 18:41
af Viggi
Segi það sama. Fake. Original SanDisk eru að fara á 200 dollara á ali

Re: micro sd vandamál

Sent: Þri 22. Nóv 2022 19:04
af emil40
þetta á samt að koma inn sem kort hvort sem að þau eru original eða ekki, diskurinn kemur inn í smá stund og dettur svo út er búinn að prófa mismunandi kortalesara.

Re: micro sd vandamál

Sent: Þri 22. Nóv 2022 20:57
af Roggo
Það bendir allt til þess að þetta sé fake, því miður. Það er bara óskhyggja og tímaeyðsla að reyna að láta þetta virka.

emil40 skrifaði:þetta á samt að koma inn sem kort hvort sem að þau eru original eða ekki, diskurinn kemur inn í smá stund og dettur svo út

Þótt að hann komi upp í einhverja stund þýðir það alls ekki að þetta virki. Sjáðu t.d. þetta myndband frá Linus https://youtu.be/J-D6tYBX8vE?t=467