Síða 1 af 1

Jólamatur 2022

Sent: Lau 24. Des 2022 12:24
af Hausinn
Jæja, hvað ætla menn svo að hafa í matinn í kvöld? Hjá okkur verður hamborgarahryggur og lambakótilettur í raspi. Svo auðvitað malt og appelsín, rauðkál, laufabrauð og fullt af meðlæti með. Er kominn með vatn í munninn þegar. :P :oops:

Re: Jólamatur 2022

Sent: Lau 24. Des 2022 12:30
af jardel
Girnilegt hjá þér.
Hér verður það jólaþorskurinn og meðlæti og auðvitað hátíðarblanda malt og appelsín.

Re: Jólamatur 2022

Sent: Lau 24. Des 2022 12:57
af GuðjónR
Taðreykt Sambandshangikjöt með tilheyrandi þ.e. uppstúf, soðnar kartöflur, rauðkál, grænar baunir og laufabrauð.
Maltesín, bjór og rauðvín í boði hússins.

Re: Jólamatur 2022

Sent: Lau 24. Des 2022 13:52
af peturthorra
Hamborgahryggur, laufabrauð, brún, kartöflur, rauðkál, grænar, makkarónur í tómatsósu (gömul hefð), skolað niður með Malt & Appelsíni

Re: Jólamatur 2022

Sent: Lau 24. Des 2022 13:54
af Climbatiz
jólauppskriftin meðan ég er í Grikklandi, Mynd

Re: Jólamatur 2022

Sent: Lau 24. Des 2022 14:57
af ColdIce
Heill kalkúnn, sykraðar kartöflur, sósa og hitt og þetta meðlæti og toblerone ís í eftirrétt.

Re: Jólamatur 2022

Sent: Lau 24. Des 2022 16:19
af Yaso
Hér verður nautalund með brúnuðum kartöflum, gular og grænar baunir, salat, feta ostur, pipar osta sósa og öllu skolað niður með malt og appelsín.

Re: Jólamatur 2022

Sent: Lau 24. Des 2022 16:23
af zetor
Hér verður ofnbakað schnitzel og svo Herrenkrem í eftirrétt. Ég geri svo hamborgarahryggssamlokur á jóladag.

Re: Jólamatur 2022

Sent: Mán 26. Des 2022 16:29
af emil40
Það var hamborgarahryggur, humarsúpa og konfekt á mínum bæ :)

Re: Jólamatur 2022

Sent: Mán 26. Des 2022 21:15
af beggi702
Það er alltaf bæði villigæs og Hamborgarahryggur á þessu heimili.

Re: Jólamatur 2022

Sent: Mán 26. Des 2022 21:38
af J1nX
2 tegundir af Tartalettum í forrétt (sjávarrétta og svo með skinku), hamborgarahryggur í aðalrétt og svo jólagrautur (grjónagrautur blandað með þeyttum rjóma) með heimagerðri karamellusósu í eftirrétt