Síða 1 af 3

Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 00:33
af appel
https://www.bbc.com/news/business-64915616

Þetta er banki sem langflest startup fyrirtæki í Silicone Valley reiða sig á, hann stendur undir um helmingi "venture capitalists" í San Francisco.

Það má segja að nútíma tækni sé upprunin þaðan.

Þýðir þetta einhverskonar endalok þessarar sögu sem hefur átt sér stað í kísildalnum fræga? Eru önnur öfl að taka við og er það orsökin á bakvið þetta bankahrun?

Held þetta hafi nú eitthvað með tech-related hluti að gera og póstaði hér :)

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 11:54
af Hjaltiatla
Þetta er eitthvað til að fylgjast með allavegana. Virðist sem 97,3 % af innistæðu viðskiptavina Silicon Valley Bank hafi ekki verið tryggðar.

https://www.reddit.com/r/wallstreetbets/comments/11nw54y/973_of_svb_deposits_arent_fdic_insured/

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 12:13
af GuðjónR
Here we go again, spurning um að selja þessi fáu hlutabréf í Íslandsbanka áður en fjármálakerfið hrynur aftur...

Þessi banki er bara byrjunin :klessa

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 13:17
af CendenZ
Þetta er svakalegur skellur, bankinn var gríðarlega "woke" og með helling af "woke" liði sem starfaði fyrir sig. Þeir voru mjög sterkir í að fjármagna "woke" startup fyrirtæki og hafði orðsporið að hver sem er með blátt hár gæti gefið út skuldabréf og þrátt fyrir þessa háð gagnvart slíku woke-liði var nefnilega styrkurinn í fjöldanum. Ef nógu margir woke einstaklingar með sitt bláa hár eru í bisness, þá er það styrkur í sjálfu sér. Það þarf bara eitt startup til að meika það til að réttlæta áhættuna og fjármagnið sogast til hinna.

Þetta gékk upp í smástund og í raun alveg þangað til þessir bláu-hárugu woke-istar fóru nefnilega að hætta þessum woke-socialistic pælingum og hugsuðu um sitt eigið rassgat, þá vildi engin taka séns í neinum öðrum - bara hugsað um sitt eigið project/startup og á örfáum vikum féll spilaborgin sem hefði í rauninni gengið.

Mjög mikið 2007 í gangi þarna sem hefði gengið hefði woke-fólkið haft trú á öðru woke-fólki. Startuppinn voru að leggja inn fjármagn - til að auka innistæður - í þeim tilgangi að fá hærri lánalínu. Þannig varstu að auka innistæður bankans en skuldirnar enn fremur. - Slíkar lánalínur trufla eiginfjárhlutföll, trufla eiginfjárkröfur og truflar í raun alla peningastjórnun sem er í gangi.

Það merkilega við þetta allt saman er að menn vissu þetta 100% en tóku þátt í þessu rugli, vitandi hvað kom fyrir 2007 með sömu uppskrift.

Reddit á eftir að fara á hliðina, fáránlegustu project fyrr og síðast voru fjármögnuð af þessum banka og furðuleg startup sem var alveg vitað mál að væru þvæla. Nú mæta sömu woke-liðarnir sem espuðu hvorn annan upp og mötuðu alla með rjómatertum að "við" verðum allir ríkir á að selja custom prentaða T-shirts frá kína með endursölulink á instagram, áskrift að einnota rakvélum og Uber fyrir vatnsdælur svona water-sharing. - Fyrirtæki sem ætluðu að selja 2$ dollara rakvél eða app áskrift en greiða CEO milljón dollara á mánuði. Nú mæta sömu aðilar og benda á hvorn annan og segja að þetta fokkopp sé allt hinum að kenna, öll þessi fáránlega project sem skiluðu engu nema gjaldþroti og svimandi háum launagreiðslum eigendanna. Þetta er í raun hlægilegt og fyrirsjáanlegt þegar vextir og verðbólga eru nánast í sögulegu hámarki.

edit:
Núna er reddit alveg að fyllast af woke-fólki sem viss'itta'sko en ákvað að taka samt séns O:)

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 14:17
af freysio
CendenZ skrifaði:Þetta er svakalegur skellur, bankinn var gríðarlega "woke" og með helling af "woke" liði sem starfaði fyrir sig. Þeir voru mjög sterkir í að fjármagna "woke" startup fyrirtæki og hafði orðsporið að hver sem er með blátt hár gæti gefið út skuldabréf og þrátt fyrir þessa háð gagnvart slíku woke-liði var nefnilega styrkurinn í fjöldanum. Ef nógu margir woke einstaklingar með sitt bláa hár eru í bisness, þá er það styrkur í sjálfu sér. Það þarf bara eitt startup til að meika það til að réttlæta áhættuna og fjármagnið sogast til hinna.

Þetta gékk upp í smástund og í raun alveg þangað til þessir bláu-hárugu woke-istar fóru nefnilega að hætta þessum woke-socialistic pælingum og hugsuðu um sitt eigið rassgat, þá vildi engin taka séns í neinum öðrum - bara hugsað um sitt eigið project/startup og á örfáum vikum féll spilaborgin sem hefði í rauninni gengið.

Mjög mikið 2007 í gangi þarna sem hefði gengið hefði woke-fólkið haft trú á öðru woke-fólki. Startuppinn voru að leggja inn fjármagn - til að auka innistæður - í þeim tilgangi að fá hærri lánalínu. Þannig varstu að auka innistæður bankans en skuldirnar enn fremur. - Slíkar lánalínur trufla eiginfjárhlutföll, trufla eiginfjárkröfur og truflar í raun alla peningastjórnun sem er í gangi.

Það merkilega við þetta allt saman er að menn vissu þetta 100% en tóku þátt í þessu rugli, vitandi hvað kom fyrir 2007 með sömu uppskrift.

Reddit á eftir að fara á hliðina, fáránlegustu project fyrr og síðast voru fjármögnuð af þessum banka og furðuleg startup sem var alveg vitað mál að væru þvæla. Nú mæta sömu woke-liðarnir sem espuðu hvorn annan upp og mötuðu alla með rjómatertum að "við" verðum allir ríkir á að selja custom prentaða T-shirts frá kína með endursölulink á instagram, áskrift að einnota rakvélum og Uber fyrir vatnsdælur svona water-sharing. - Fyrirtæki sem ætluðu að selja 2$ dollara rakvél eða app áskrift en greiða CEO milljón dollara á mánuði. Nú mæta sömu aðilar og benda á hvorn annan og segja að þetta fokkopp sé allt hinum að kenna, öll þessi fáránlega project sem skiluðu engu nema gjaldþroti og svimandi háum launagreiðslum eigendanna. Þetta er í raun hlægilegt og fyrirsjáanlegt þegar vextir og verðbólga eru nánast í sögulegu hámarki.

edit:
Núna er reddit alveg að fyllast af woke-fólki sem viss'itta'sko en ákvað að taka samt séns O:)


Hvað eru mörg woke í því? :D

Rauði þráðurinn er að þeir voru með mikið magn af sértryggðum skuldabréfum á lágum vöxtum, sem í raun fáir vildu snerta, skiljanlega þar sem hægt er að fara í bréf með ca 5% vöxtum á meðan þeirra bréf voru á 1,5% vöxtum. Þeir seldu þetta því á miklum afslætti og ætluðu að reyna covera tapið með að auka hlutafé. Það gekk ekki og viðskiptavinir fóru að taka peninga út sem að lokum kom þeim í greiðsluþrot.

Það sem er verst í þessu að það eru margir bankar í sömu stöðu og því verður fróðlegt að sjá hvernig næstu vikur þróast.

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 14:49
af CendenZ
freysio skrifaði:
Það sem er verst í þessu að það eru margir bankar í sömu stöðu og því verður fróðlegt að sjá hvernig næstu vikur þróast.


Nei, nefnilega ekki. Það eru einhverjir bankar búnir að koma sér í þessa stöðu en ekki nægilega margir sem eru í svona stöðu.
Þótt að bréfin voru á 1.5% voru þeir með klásúlu að fá hlutfall af hagnaði félaganna. Svona eins og ef ég myndi stofna ehf með útgáfu á skuldabréfi sem bæri 1,5% því ég trúi sko extra mikið á jafnrétti kynjanna og mun sko ráða kynlausa NB einstaklinga - (því þá er ég betri en aðrir) og allir sem taka þátt í þessu hæpi hjálpa mér og okkar fyrirtækjum með slíkum lánveitingum. Svo meika ég það kannski en þess í stað þarf ég að borga kannski 25% af nettó hagnaði LLC. Mitt fyrirtæki ætlar að lána símahleðslutæki í áskrift, það mun engin dirfast að gagnrýna mig enda er ég svona yndislegur gæi sem ræður ekkert nema minnihlutahópa í vinnu - en ég ætla greiða sjálfum mér 14 milljónir í laun á mánuði fyrir hvað ég er ýkt frábær. (10k usd)
Pressan mín megin er að sjálfsögðu þessi woke-ismi, ef fyrirtæki vill ekki vera í bisness við mig - eru þeir andstæðingar non-binary gender fluid fólks og í raun útmálaðir nasistar.

Staðreyndin er að þetta er bara innihaldslaus froða sbr 2007 húsnæðis og bankakrísuna og þessi fyrirtæki hafa komist upp með þetta í allt of langan tíma

Hér áður var talið að um 70-75% af startups í vaxtarfasa væru farin að sýna fram á hagnað innan 3 ára og þegar komið á 3ja stig growth cycle og þá væri byrjað að borga inn á skuldabréfið auk nokkur prósent, 3-4-5% og slíkt hefur verið svona vaninn í startup bisness. SVB voru bara ýkt sáttir við að 20-30% af startups hjá sér væru að sýna fram á hagnað því ávinningurinn var e.t.v. 30%

Það sem er líka einstaklega áhugavert við þetta er að 47% af startups í A hópi eyða $400k eða meira per mánuði og fer meirihlutinn í laun framkvæmdastjóra, CEO, C-level starfsmanna og þegar komið er á C þrep eru það $50 milljón dollarar í sömu hluti

Þetta segir manni að þessi startup bisness er komið í algjört rugl, ef við myndum hér og nú stofna startup fyrirtæki on the side þá værum við aldrei í lífinu að fara borga okkur 60milljónir á mánuði fyrst um sinn af því lánið væri svo ódýrt og við ættum það skilið. Þetta er ekkert nema entitlement sem er í gangi þarna í California

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 15:04
af freysio
CendenZ skrifaði:
freysio skrifaði:
Það sem er verst í þessu að það eru margir bankar í sömu stöðu og því verður fróðlegt að sjá hvernig næstu vikur þróast.


Nei, nefnilega ekki. Það eru einhverjir bankar búnir að koma sér í þessa stöðu en ekki nægilega margir sem eru í svona stöðu.


Það eru margir bankar í sambærilegri stöðu. Næstu dagar / vikur verða áhugaverðir því þetta getur komið af stað keðjuverkun. Þess vegna, því miður einmitt vegna þess sem þú telur upp, er mikilvægt að stoppa í þetta og reyna bjarga þessu - sem að öllum líkindum verður ríkið (í besta falli tekur þá ríkið bara slæmu eignirnar)

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 15:46
af Revenant
Hjaltiatla skrifaði:Þetta er eitthvað til að fylgjast með allavegana. Virðist sem 97,3 % af innistæðu viðskiptavina Silicon Valley Bank hafi ekki verið tryggðar.

https://www.reddit.com/r/wallstreetbets/comments/11nw54y/973_of_svb_deposits_arent_fdic_insured/


Það eru til eignir á móti stórum hluta af þessum innstæðum, þær eru bara ekki auðseljanlegar sem olli falli bankans (s.s. ríkisskuldabréf með lítilli ávöxtun, verðbréf með veði í fasteignum).
Þegar bankinn verður gerður upp þá mega innstæðueigendur(kröfuhafar) búast við að fá stóran hlut sinn greiddann, það bara tekur tíma.

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 15:51
af GuðjónR
CBDC er hangandi yfir okkur.

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 16:55
af CendenZ
Revenant skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Þetta er eitthvað til að fylgjast með allavegana. Virðist sem 97,3 % af innistæðu viðskiptavina Silicon Valley Bank hafi ekki verið tryggðar.

https://www.reddit.com/r/wallstreetbets/comments/11nw54y/973_of_svb_deposits_arent_fdic_insured/


Það eru til eignir á móti stórum hluta af þessum innstæðum, þær eru bara ekki auðseljanlegar sem olli falli bankans (s.s. ríkisskuldabréf með lítilli ávöxtun, verðbréf með veði í fasteignum).
Þegar bankinn verður gerður upp þá mega innstæðueigendur(kröfuhafar) búast við að fá stóran hlut sinn greiddann, það bara tekur tíma.


Í lang lang lang flestum tilfellum eru eignirnar auðseljanlegar (eins og þú skrifar, fasteignir, skuldabréf etc) en startup fyrirtæki með eigið verðmat upp á skrilljónir á pappír er það nefnilega ekki.
Hvernig þeir skilgreindu huglægar eignir er það sem kom þeim í klandrið, algjörlega glórulaus bisness módel.

Eins og ég skrifaði áður, menn voru að framkvæma fáránleg project og taka út fáránlega miklar skuldir út á það. SVB svo með útgefin bréf með veð í milljarða fyrirtækjum sem innihéldu svo eignir upp á nokkrar tölvur - 2007 ;)

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 19:54
af jonfr1900
Mánudagurinn verður mjög áhugaverður. Þetta ætti að ná til Íslands á fimmtudag og föstudag. Ætti ekki að hafa mikil áhrif á banka á Íslandi en væntanlega einhver. Vandræðin verða stærri út í heimi og það mun ná til Íslands, hvernig það kemur fram er eitthvað sem verður bara að koma í ljós.

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 20:38
af CendenZ
jonfr1900 skrifaði:Mánudagurinn verður mjög áhugaverður. Þetta ætti að ná til Íslands á fimmtudag og föstudag. Ætti ekki að hafa mikil áhrif á banka á Íslandi en væntanlega einhver. Vandræðin verða stærri út í heimi og það mun ná til Íslands, hvernig það kemur fram er eitthvað sem verður bara að koma í ljós.


Ég hugsa að mestu áhrifin verði hjá nýríkum tik-tokerum, áhrifavöldum, crypto-investors, app designers osfr.
Það er varlega áætlað að 70% af innistæðum hafi verið lánsfé (sem er svo ekki tryggt enda yfir 250)

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 21:49
af appel
Fullt af þekktum net og tæknifyrirtækjum í viðskiptum þarna.

T.d. Roku.

Roku held approximately $487 million of its $1.9 billion in cash at Silicon Valley Bank, which collapsed Friday and was taken over by the Federal Deposit Insurance Corporation, the streaming technology company disclosed in an SEC filing.

https://edition.cnn.com/2023/03/10/busi ... index.html

Airbnb notar einnig þennan banka.

En flest svona stærri fyrirtæki dreifa áhættunni greinilega með því að vera bara með litla prósentu í hverjum banka.
T.d. er Unity Software með 5% af lausafé sínu hjá þessum banka.
Juniper Networks með 1%.

Það eru aðallega minnstu fyrirtækin sem lenda í veseni því þau eru ekki endilega með svona áhættudreifingu einsog stærri fyrirtæki með hundruðir milljóna eða þúsundir milljóna dollara í lausafé.


Maður hefur alveg smá áhyggjur af keðjuverkun, rétt einsog þegar Lehmans Brothers fór á hausinn. Þetta gæti skapað run-on-the-bank annarsstaðar.

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Lau 11. Mar 2023 22:52
af CendenZ
appel skrifaði:Fullt af þekktum net og tæknifyrirtækjum í viðskiptum þarna.

Maður hefur alveg smá áhyggjur af keðjuverkun, rétt einsog þegar Lehmans Brothers fór á hausinn. Þetta gæti skapað run-on-the-bank annarsstaðar.


Þessi fyrirtæki voru að óbeint kaupa skuldabréf, það virkar þannig að svona stór fyrirtæki vilja ávaxta með að kaupa t.d. einhverskonar úrvaldsskuldabréf, peningabréf, áhættubréf osfr. Þessar "innistæður" voru gagngerðar settar þarna inn til þess eins að verða að start-up lánsfé. Fyrirtæki voru þannig að fá allt í lagi prósentur af háum prósentum. (Bara alveg nákvæmlega það sama og hérna í okkar hruni nema þar voru það einstaklingar sem lögðu inn fáránlegt magn af ævisparnaðinum svo bankinn gæti lánað)

Ég held bara í dag að fjöldi þeirra banka sem starfa í svona fáránlega háu high-risk high-yield formi sé bara teljandi á fingrum annarra handar

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Sun 12. Mar 2023 12:00
af MrIce
Mynd

:guy :guy

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Sun 12. Mar 2023 12:51
af rapport
Hvaða hvaða... er þetta ekki óþarfa panikk?

https://www.bankrate.com/banking/list-of-failed-banks/

Capture.PNG
Capture.PNG (35.35 KiB) Skoðað 3104 sinnum


Áhlaup á bankann, "histería" Skv. Wikipedia - https://en.wikipedia.org/wiki/Silicon_Valley_Bank

According to CNBC, "Brex received billions of dollars in deposits from Silicon Valley Bank customers" on March 9, 2023. "JPMorgan Chase, Morgan Stanley and First Republic also saw heightened inflows".[32] Venture capital funds including "Founders Fund, Union Square Ventures and Coatue Management [...] advised companies in their portfolios to move their funds out of SVB to avoid the risk of being caught up in the potential failure of the bank."[33] According to Bloomberg, "Founders Fund withdrew all its funds from Silicon Valley Bank" by the morning of March 9th. Journalist Ryan Hogg with Business Insider noted "Thiel's Founders Fund is thought to have propped up several startups that banked with SVB".[34]

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Sun 12. Mar 2023 13:09
af Tbot
Þetta er veruleika fyrrt lið.

https://www.dailymail.co.uk/news/articl ... ssues.html

Því miiður er þetta ekkert einsdæmi.

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Sun 12. Mar 2023 14:35
af GuðjónR

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Sun 12. Mar 2023 15:24
af MrIce
Jæja, næsti farinn.. Silvergate : https://www.cnbc.com/2023/03/08/silverg ... -bank.html

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Sun 12. Mar 2023 16:10
af CendenZ
ég rambaði inn á tiktok eftir linkinn frá Guðjóni,

Þetta vídjó er eiginlega betra: https://www.tiktok.com/@morningbrew/vid ... 2846967086

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Sun 12. Mar 2023 17:04
af jonfr1900
Þetta er frétt hjá CNN núna. Það á ekki að bjarga þessum banka eða nokkrum öðrum.

Screenshot_20230312_175455_Chrome.png
Screenshot_20230312_175455_Chrome.png (543.27 KiB) Skoðað 2912 sinnum

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Sun 12. Mar 2023 17:36
af GuðjónR
Fyrst við erum farnir að henda inn TikTok linkum þá úrskýra þessir tveir linkar fall bankans á einfaldan hátt:

https://vm.tiktok.com/ZMYmDACma/
https://vm.tiktok.com/ZMYmDYGAJ/

Og þetta skýrir ástandið í stærra samhengi.
https://vm.tiktok.com/ZMYmDyhmM/

Þegar yfir 80% Dollara í umferð eru prentaðir eftir 2020 þá er nokkuð ljóst að það er ekki innistæða fyrir þeim. Þá brestur á verðbólga og siðan hrun.
Og þegar Bandaríkin hnerra þá fær heimurinn kvef.

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Sun 12. Mar 2023 18:36
af Mossi__
Ég er tilbúinn með búsáhöldin.

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Sun 12. Mar 2023 22:34
af Baldurmar
Mossi__ skrifaði:Ég er tilbúinn með búsáhöldin.

Ég ætla að for-beygla nokkra potta fyrir þessa umferð...

Re: Silicon Valley Bank gjaldþrota... hvaða þýðingu hefur það?

Sent: Mán 13. Mar 2023 06:37
af Hjaltiatla
Áhugavert.

Verið að bjarga "Flestum" innistæðueigendum (líka þeim sem eiga meira en 250.000$ í innistæðu og FDIC trygging náði ekki til).
Talað um að Hluthafar og sumir ótryggðir kröfuhafar munu ekki njóta "verndar".

The Treasury Department designated both SVB and Signature as systemic risks, giving it authority to unwind both institutions in a way that it said “fully protects all depositors.” The FDIC’s deposit insurance fund will be used to cover depositors, many of whom were uninsured due to the $250,000 cap on guaranteed deposits.

Along with that move, the Federal Reserve also said it is creating a new Bank Term Funding Program aimed at safeguarding institutions affected by the market instability of the SVB failure.



A joint statement from the various regulators involved said there would be no bailouts and no taxpayer costs associated with any of the new plans. Shareholders and some unsecured creditors will not be protected and will lose all of their investments.


Source: https://www.cnbc.com/2023/03/12/regulators-unveil-plan-to-stem-damage-from-svb-collapse.html?__source=androidappshare