Síða 1 af 3

ChatGPT

Sent: Fim 16. Mar 2023 20:20
af appel
Hverjir eru byrjaðir að nota þetta?

Þetta er komið í Visual Studio Code (copilot) og maður er að nota þetta í forritun, og þetta er alveg áhugavert fyrir það sem maður er að gera. Á eftir að skoða nánar, en þetta virðist vera einsog leitarvél á sterum. Google hefur klárlega sofið á verðinum.

Enn sem komið er er ég bara búinn að nota þetta í tæpa viku, en þetta gefur svona skemmtilegt "code completion" ábendingar, og endurtekninga/repetition aðstoð, t.d. að klára að útfæra útlistun á línum sem eru þekktar þá hjálpar þetta, t.d. að lista upp stafrófið, þá giskar þetta auðvitað rétt.

En það er langt í land að þetta hugsi alveg fyrir mann, enda skortir "intent" og auðvitað

Forritarar langt í frá að verða atvinnulausir, held að þetta geri þá bara mikilvægari þar sem þeir geta gert öflugri forrit. Sbr eru fleiri forritarar núna heldur en fyrir 10 árum eða 20 árum.

En samt áhugaverð pæling, því lengi hafa menn talið sér trú um að svona "creative" störf yrðu síðust til að verða úreld af gervigreind, en kannski á það eftir að koma í ljós.

Svo má spyrja sig, þessi ChatGPT notast við það sem aðrir hafa búið til, myndir, artwork, texta og hvaðeina. Er þetta ekki allt copyright? Má birta bók sem er samansuða af því sem aðrir hafa skrifað? Má nota myndverk og afskræma það til að búa til nýtt myndverk?

Re: ChatGPT

Sent: Fös 17. Mar 2023 09:24
af gnarr
copilot notar bara opensource kóða af github, svo að copyright er ekki vandamál þar.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 17. Mar 2023 09:35
af wicket
Það er mikil einföldun að halda að Google hafi sofið á verðinum, þau fundu nú upp T-ið í GTP sem er lykilinn að þessu öllu. Google hefur ekki sett sína útgáfu sem þau kalla Bard í loftið því kerfi sem þessi sem enn eru í prófunarfasa geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækisins ,eitthvað sem er erfiðara fyrir stór fyrirtæki að verða fyrir en minni sprotafyrirtæki sem eru bara í „iterate ofen, fail fast“ fasa.

Varðandi höfundarrétt að þá veit ég ekki hvernig það er á Íslandi en í Bandaríkjunum er ekki hægt að fá höfundarrétt á AI generated hluti.

Þetta eru mjög áhugaverðir tíma, en fyrir okkur sem höfum unnið í þessum geira og fylgst með honum lengi að þá er Chat-GTP ekki bylting eða fremsta svona lausnin. Umtalið er aðallega því þetta er fyrsta svona lausnin sem er aðgengileg öllum að prófa.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 17. Mar 2023 09:39
af worghal
wicket skrifaði:Það er mikil einföldun að halda að Google hafi sofið á verðinum, þau fundu nú upp T-ið í GTP sem er lykilinn að þessu öllu. Google hefur ekki sett sína útgáfu sem þau kalla Bard í loftið því kerfi sem þessi sem enn eru í prófunarfasa geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækisins ,eitthvað sem er erfiðara fyrir stór fyrirtæki að verða fyrir en minni sprotafyrirtæki sem eru bara í „iterate ofen, fail fast“ fasa.

Varðandi höfundarrétt að þá veit ég ekki hvernig það er á Íslandi en í Bandaríkjunum er ekki hægt að fá höfundarrétt á AI generated hluti.

Þetta eru mjög áhugaverðir tíma, en fyrir okkur sem höfum unnið í þessum geira og fylgst með honum lengi að þá er Chat-GTP ekki bylting eða fremsta svona lausnin. Umtalið er aðallega því þetta er fyrsta svona lausnin sem er aðgengileg öllum að prófa.

höfundarrétturinn sem um ræðir er sá að ChatGPT er að rippa kóðum sem aðrir hafa hannað og er að reposta þeim sem svörum án þess að benda á hvaðan kóðinn er eða hver skrifaði hann upprunalega.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 17. Mar 2023 10:57
af GuðjónR
Eru margir hérna með plús aðganginn sem kostar $20 á mánuði?
Sá myndband þar sem einhver teiknaði útlit á vefsíðu á servíettu, tók svo mynd af henni og uplodaði, skrifaði smá textalýsingu hver virknin síðunar ætti að vera og búmm út kom kóði af síðu...
Veit ekki hvort þetta var fake eða ekki en ef þetta er framtíðin þá bara holy shit....

Re: ChatGPT

Sent: Fös 17. Mar 2023 11:40
af Wintendo
Er sjálfur með GPT+ aðganginn og hef verið að leika mér með hann, samt ekki gert eitthvað svakalegt með honum. Enn þetta með að taka mynd af blaði og fá GPT til að teikna það upp var sýnt í live streaminu: https://youtu.be/outcGtbnMuQ?t=970

Það er líka magnað að sjá hvað fólk er að gera með þessu tóli, bæði frá því að láta það búa til Pong upp í að taka mynd af því sem er til ísskápnum og fá upp hvað er hægt að elda upp úr því.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 17. Mar 2023 13:27
af GuðjónR
Þetta er magnað en á sama tíma svolítið scary. Skynet is born.
Ef við almennignur höfum aðgang að þessu hvað er þá herinn með á sinni könnu?
Og hvert mun það leiða þegar AI fer að þróa AI og hvað gerist ef þetta nær að búa til einhverskonar vitund?

En að öðru, er ekki hægt að nota þetta til að re-fresha lookið á Vaktin.is? Sem er löngu tímabært.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 17. Mar 2023 16:22
af thrkll
GuðjónR skrifaði:Eru margir hérna með plús aðganginn sem kostar $20 á mánuði?
Sá myndband þar sem einhver teiknaði útlit á vefsíðu á servíettu, tók svo mynd af henni og uplodaði, skrifaði smá textalýsingu hver virknin síðunar ætti að vera og búmm út kom kóði af síðu...
Veit ekki hvort þetta var fake eða ekki en ef þetta er framtíðin þá bara holy shit....


Ef ég þarf að nota penna til að forrita þá er þetta ekki fyrir mig :guy

Re: ChatGPT

Sent: Sun 19. Mar 2023 02:17
af cue
Við erum í 386 landi, á leiðinni í 486 og svo DX2/4.
Bylting er rétt við dyrnar hjá okkur, undir 5 ár að ég held.

Re: ChatGPT

Sent: Sun 19. Mar 2023 10:30
af rapport
cue skrifaði:Við erum í 386 landi, á leiðinni í 486 og svo DX2/4.
Bylting er rétt við dyrnar hjá okkur, undir 5 ár að ég held.


Nkl. Þetta er akkúrat tilfinningin sem ég hef fyrir þessu ástandi, GEGGJUÐ samlíking.

Maður man eftir hvað tölvur "úreltust" hratt á þessum tíma... en samt var enginn hugbúnaður til sem gat "harnesshað" þetta CPU power.

Fyrsta tölvan sem ég keypti mér sjálfur, 1993, var á þessum tíma 16Mhz Macintosh Colour Classic fyrir 106.500 kr. 50% cash og 50% 18 mánaða skuldabréf hjá Glitni.

Örstuttu seinna kom 33Mhz LCII og svo DX4 100Mhz og svo Power PC.

1999 keypti ég mér svo fyrstu PC tölvuna á tilboði hjá ELKO á 98.900 kr. 400Mhz - https://timarit.is/page/1941893?iabr#page/n5/mode/2up


En punkturinn er að AI er að þróast svo hratt að tæknin er að þróast hraðar en möguleikarnir til að hagnýta hana og þegar þeir fara að ná sama hraða í þróuninni, þá mun breytingar verða á samfélagsuppbyggingunni, það er ég nokkuð viss um.

Hugsanlega verður þetta eins og í WALL-E þar sem gervigreidnin keyrir skipið og við bara fitnum... Hugsanlega verður þetta eins og í StarTrek þar sem allir prumpa sápukúlum.

EDIT: Fékk ábendingu frá littla bró, við keyptum fyrstu PC vélina þegar ELKO opnaði á 84.900 með prentara - https://timarit.is/page/1899491?iabr=on ... earch/elko

En næsta vél var líklega 400Mhz með ATI rage korti en sú kom úr Tölvulistanum í Nóatúni (rétt skal vera rétt).

Re: ChatGPT

Sent: Sun 19. Mar 2023 10:54
af Tiger
rapport skrifaði:
cue skrifaði:Við erum í 386 landi, á leiðinni í 486 og svo DX2/4.
Bylting er rétt við dyrnar hjá okkur, undir 5 ár að ég held.


Nkl. Þetta er akkúrat tilfinningin sem ég hef fyrir þessu ástandi, GEGGJUÐ samlíking.

Maður man eftir hvað tölvur "úreltust" hratt á þessum tíma... en samt var enginn hugbúnaður til sem gat "harnesshað" þetta CPU power.

Fyrsta tölvan sem ég keypti mér sjálfur, 1993, var á þessum tíma 16Mhz Macintosh Colour Classic fyrir 106.500 kr. 50% cash og 50% 18 mánaða skuldabréf hjá Glitni.

Örstuttu seinna kom 33Mhz LCII og svo DX4 100Mhz og svo Power PC.

1999 keypti ég mér svo fyrstu PC tölvuna á tilboði hjá ELKO á 98.900 kr. 400Mhz - https://timarit.is/page/1941893?iabr#page/n5/mode/2up


En punkturinn er að AI er að þróast svo hratt að tæknin er að þróast hraðar en möguleikarnir til að hagnýta hana og þegar þeir fara að ná sama hraða í þróuninni, þá mun breytingar verða á samfélagsuppbyggingunni, það er ég nokkuð viss um.

Hugsanlega verður þetta eins og í WALL-E þar sem gervigreidnin keyrir skipið og við bara fitnum... Hugsanlega verður þetta eins og í StarTrek þar sem allir prumpa sápukúlum.


Djöfull væri ég ti í þenann Nokia 5510 þarna á 17.900kr......MEÐ tösku.

Re: ChatGPT

Sent: Mán 20. Mar 2023 15:50
af JReykdal
Mér finnst þetta alveg ótrúlegt.

Kann varla neitt í python og þannig en ég get spurt ChatGPT einfaldra spurninga og fengið út nothæf kóðasnippets sem ég get svo unnið áfram.
Það er líka mjög þægilegt að maður getur spurt svo framhaldsspurninga á mannamáli og fengið svör sem hafa samhengi við það sem áður var búið að ræða.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 18:50
af GuðjónR

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 19:13
af cue
GuðjónR skrifaði:Bakslag, frestun á Skynet?
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... vigreindar

Þetta er ömurlegasta hugmynd sem "þeir" hafa fengið. kötturinn er laus.
Það verður þá einhver annar sem gerir þetta. Ef Skynet er málið, þá myndi ég vilja hafa okkar eigið AI til að mæta vondu gaurunum.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 19:33
af GuðjónR
Ohh nooo it's REAL!!
http://www.skynet.is

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 19:40
af appel
Get ekki beðið eftir AI Super Intelligence sem tekur yfir stjórn á mannkyninu. Allt er betra en þessi sirkus sem er búinn að vera í gangi í mörg þúsund ár.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 19:53
af GuðjónR
appel skrifaði:Get ekki beðið eftir AI Super Intelligence sem tekur yfir stjórn á mannkyninu. Allt er betra en þessi sirkus sem er búinn að vera í gangi í mörg þúsund ár.

Held þú þurftir ekkert að bíða voðalega lengi.
Spurning um að horfa á Terminator einu sinni enn...

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 20:02
af rapport
Ég veit ekkert í hvað ég á að nota AI...

Búinn að fá álit á allskonar vinnutengt, sumt meikar smá sens annað ekki.

Reyndi að fá info fyrir skólann en AI-ið gat ekki skaffað áreiðanleg gögn og því var ekki hægt að ræða við hana.

Capture.JPG
Capture.JPG (121.64 KiB) Skoðað 3737 sinnum

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 20:08
af cue
appel skrifaði:Get ekki beðið eftir AI Super Intelligence sem tekur yfir stjórn á mannkyninu. Allt er betra en þessi sirkus sem er búinn að vera í gangi í mörg þúsund ár.

Þetta er svo hræðilegt sem þú ert að segja. Held það sé alveg borðleggjandi að þú áttar þig ekki á að við búum á besta tímabili mannkyns frá upphafi.

En viltu sem sagt fórna því litla frelsi sem við höfum fyrir AI sem þú veist ekkert hvað myndi gera (Skynet eða Eden), vegna þess að það getur ekki verið verra en "þessi sirkus" sem meðal annars kom þér á legg?

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 20:43
af appel
cue skrifaði:
appel skrifaði:Get ekki beðið eftir AI Super Intelligence sem tekur yfir stjórn á mannkyninu. Allt er betra en þessi sirkus sem er búinn að vera í gangi í mörg þúsund ár.

Þetta er svo hræðilegt sem þú ert að segja. Held það sé alveg borðleggjandi að þú áttar þig ekki á að við búum á besta tímabili mannkyns frá upphafi.

En viltu sem sagt fórna því litla frelsi sem við höfum fyrir AI sem þú veist ekkert hvað myndi gera (Skynet eða Eden), vegna þess að það getur ekki verið verra en "þessi sirkus" sem meðal annars kom þér á legg?


Þetta er nú meira bara svona pæling frekar en einhver alvara.

En spurning, afhverju er þetta "AI super intelligence" alltaf litið hornauga? Kannski er þetta bjargvættur mannkyns? Finnur lækningar við öllum sjúkdómum. Tryggir alheimsfrið. Að allir fái tækifæri. Algjörlega hluthlaus aðili án hagsmuna.

Ekki sjálfgefið að þetta verði af hinu vonda, þó scifi bíómyndir hafi það þannig.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 20:58
af Semboy
Eg vinn mikid a landspitala undan farna daga og eg var bara hissa ad sja hvad laeknar googla mikid til ad fa svar vid einhverju.
Eg bara dumbfunded, enda hef eg aldrei farid uppa spitala vegna heilsuna mina. Eg helt laeknar vissu bara svorin xD.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 21:14
af appel
Semboy skrifaði:Eg vinn mikid a landspitala undan farna daga og eg var bara hissa ad sja hvad laeknar googla mikid til ad fa svar vid einhverju.
Eg bara dumbfunded, enda hef eg aldrei farid uppa spitala vegna heilsuna mina. Eg helt laeknar vissu bara svorin xD.

Ímyndaðu þér ef þeir hefðu ekki google. Álasa þeim ekki. Allir nota google við vinnu sína ef það er hægt. Forritarar auðvitað, gerir þá ekki að slæmum forriturum. Ekki frekar að stærðfræðingar þurfi að nota reiknivélar.
Svona gervigreind gæti virkilega hraðað á greiningu. Allir læknar yrðu að House.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 21:53
af cue
Semboy skrifaði:Eg vinn mikid a landspitala undan farna daga og eg var bara hissa ad sja hvad laeknar googla mikid til ad fa svar vid einhverju.
Eg bara dumbfunded, enda hef eg aldrei farid uppa spitala vegna heilsuna mina. Eg helt laeknar vissu bara svorin xD.

Arthur C clarke sá þetta fyrir í Odyssey 3001.
Söguhetjan var svo hissa hvað enginn vissi neitt sem hann var að spyrja um en gátu bent honum á hvar hann gat fundið upplysingarnar.

Re: ChatGPT

Sent: Fös 31. Mar 2023 22:10
af appel
Jafnvel í Star Trek Voyager þá var hologram læknirinn að spyrja tölvuna um leiðbeiningar. Tölva að biðja tölvu um leiðbeiningar. Tja...

Re: ChatGPT

Sent: Lau 01. Apr 2023 11:44
af natti
Er sammála því að við séum að horfa framá töluverðar breytingar á næstu 2-5 árum með þetta allt saman.

Vandamálið núna er að þetta er ennþá samt svo óttalega vitlaust.
Ef þú ert að leita eftir aðstoð við algeng forritunarmál, þá getur þetta verið frábært í að hjálpa manni en þetta vinnur enga vinnu fyrir mann ef maður veit ekki hvað maður er að gera, því þú verður bæði að vita hvernig þú átt að spyrja og að geta spottað þegar það koma "vitlaus" svör.
Og ég hef séð að þetta getur verið frábært þegar krakkar/unglingar átta sig á að þetta getur hjálpað þeim að komast af stað í forritun.

Ef þú ert svo að leita eftir upplýsingum um virkni á closed-source hugbúnaði eða kerfum, eða vantar aðstoð við config eða uppsetningu, þá er hjálpin mjög oft takmörkuð við tiltölulega einfalda hluti, en það stoppar þetta AI ekki í að koma með svör við flóknari hlutum, bara röng svör sett fram á nógu confident hátt að þú getur ekki áttað þig á hversu röng þau eru nema að þekkja viðfangsefnið.
Hef spurt fullt um aðstoð við config á t.d. Cisco, Fortinet og Palo Alto netbúnaði til að prufa, og þó að svörin geti stundum leitt mann áfram að ef þú værir novice þá væri þetta ekki að leysa nein verkefni fyrir þig því svörin eru stundum blatantly vitlaus.
Jafnvel það að fá aðstoð við frekar almennan hugbúnað, eins og PostgreSQL, þá gat ChatGPT komið mér 80% áleiðis, en ég þurfti samt á google að halda til að finna "rétt" svör þegar ChatGPT gaf vitlausar/ónothæfar leiðbeiningar í 20% tilfella.

Ef þú ert svo að leita eftir almennum upplýsingum, þá heyrir það til undantekninga að það komi rétt svör. Þvílíka vitleysan sem kemur þegar spurt er um fyrirtæki, stofnanir, ferla, staðla, landsvæði, menningu, public figures...

What is the website vaktin.is ? skrifaði:Vaktin.is is an Icelandic news website that provides news and information about various topics related to Iceland, including politics, business, sports, culture, and more. The website publishes articles in Icelandic language and covers both national and international news. Additionally, Vaktin.is also features opinion pieces, interviews, and analysis of current events in Iceland.



Ég held að við séum á þeim tímamótum að við erum að uppgvöta nýja möguleika og tækni, en þú ert ekkert að fara að treysta á þetta neitt strax.
En þangað til þá, þá er hægt að nýta þetta í allsskonar skemmtun.

Sure, here's a short poem about Vaktin.is: skrifaði:Oh Vaktin.is, you newsy gem,
With stories that make us say "huh" and "ahem",
From politics to puffins, you cover it all,
And your humor and wit, make us stand tall,
So keep it up, Vaktin.is, we're having a ball.