Síða 1 af 2

Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 17. Mar 2023 14:08
af mikkimás
https://www.visir.is/g/20232390799d/opi ... if-stofumc

Er núna búið að endurnefna 'opið skrifstofurými' sem 'verkefnamiðuð vinnuaðstaða'?

Ég sé ekki betur.

Ég hélt að niðurstaðan væri komin varðandi opin skrifstofurými, að þau væru globally hötuð og á undanhaldi.

Er ykkar vinnuaðstaða opin eða lokuð eða bland, og hvernig finnst ykkur?

Sjálfur hef ég unnið í opnu rými með miklu áreiti og það er vibbi.

Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að allir starfsmenn séu með einkaskrifstofu.

En það er eitt að deila rými með þremur og annað að deila rými með þrjátíu manns.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 17. Mar 2023 14:22
af KristinnK
Það sem mér finnst skipta mestu máli er að hver starfsmaður sé með eigið skrifborð. Að vera með eigin skrifstofu er lúxus, en að vera með eigin skrifborð og lítinn skúffuskáp undir því þar sem þú ert með þína hluti og þitt vinnuflæði, það er beinlínis algjör nauðsyn.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 17. Mar 2023 15:30
af rapport
Opið vinnurými = þú sest við sama skrifborðið aftur og aftur og það eru engir veggir

Verkefnamiðað vinnurými = það er fljótandi hverjir sitja saman eftir því hvort þeir séu að vinna saman EN þú ert á sama borði á meðan verkefnið er í gangi.

Hotdesk = Öll borð eru up for grabs í byrjun dags og það getur gerst að það séu fleiri starfsmenn en borð.


Hef unnið við þetta allt og fannst hotdesk best en það var líklega því LSH gerði það svo vel, að hafa nóg af borðum, fundarherbergjum, næðisrýmum og pimpaði matsalinn upp í að vera lounge sem hægt var að nota fyrir spjallfundi.

Verkefnamiðað vinnurými finnst mér líka fínt, mér finnst gott að einhver hreyfing sé á umhverfinu og fólkinu í því.

Opið vinnurými er líka fínt... en að vera með 2-4 saman á skrifstofu var líka fínt...

En mér var einusinni boðið að fá einkaskrifstofu og ég held að ég hefði dáið að geta ekki verið innanum fólk.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Þri 21. Mar 2023 17:01
af JReykdal
Allt þetta hljómar alveg hræðilega. Gæti ekki unnið í alveg opnu rými eða hvað þá hotdesk.

Það ætti að banna stjórnendum að fá hugmyndir.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Þri 21. Mar 2023 19:51
af appel
Þetta veldur fólki streitu, kvíða, óþægindum, getur ekki einbeitt sér, það eru fullt af truflunum þannig að fólk kemur engu í verk. Skil ekki afhverju stjórnendur vilja þetta svona mikið.
Hot-desk er bara fáránleg hugmynd sem hentar engan veginn fyrir sérhæfð störf þar sem fólk þarf t.d. að hafa ýmisskonar búnað og svona.

Held að markmiðið sé að reyna pakka eins mörgum samman á sem fæstum fermetrum, spara húsaleigu, eða að reyna einhvernveginn staðla "starfsmanninn" þannig að allir séu útskiptanlegir einsog menn á færibandi.

Mín upplifun af svona opnum rýmum er að þau bera ekki fleiri en innan við 10 manns, helst 5-7 manns. Um leið og þú ert kominn með fleiri þá er ekki hægt að vinna neitt nema vera með hljóð-cancellandi heyrnartól. Og þá er maður bara búinn að loka sig af þannig að maður gæti alveg eins bara verið heima hjá sér, því nándin við samstarfsmanninn verður engin.
Þannig að ef markmiðið er að "auka samskiptin" þá er það bara djók því það heyrist ekki í hænu í hæsnabúri.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Þri 21. Mar 2023 20:06
af mikkimás
appel skrifaði:Þannig að ef markmiðið er að "auka samskiptin" þá er það bara djók því það heyrist ekki í hænu í hæsnabúri.

Skv. rannsóknum draga opin skrifstofurými úr samskiptum starfsfólk.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Mið 22. Mar 2023 08:20
af rapport
Þetta fer mikið eftir hvernug vinnu er verið að vinna og bvort sú vinba byggist á teymisvinnu þar sem fólk vinnur saman eða teymisvinnu þar sem er endalaust handover milli einstaklinga.

Auðvitað er einhver sparnaðarvinkill en opið vinnurými í rannsóknum er almennt mun stærra og ýktara en gengur og gerist hér á Íslandi. Það er verið að rannsaka cubicles og gluggalausar hæðir með 200-300 manns.

Ef vinnan kallar á næði, þá á fólk að fá næði, en það er ekki hægt að ætlast til að það sé spreðað í fancy aðstöðu sem er svo bara notuð í max 36 klst. á viku, vikan er 168 klst.

Fasteignaverð hefur líka bein áhrif á hvernig fyrirtæki reyna að hagnýta og fá sem mest út úr sinni fjárfestingu í húsnæði.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Mið 22. Mar 2023 23:05
af Danni V8
Opið vinnurými hjá mér.

Sest alltaf við sömu tölvuna og vinn alltaf á sömu starfstöð.
Engir veggir og mikil læti.

En ég er hinsvegar bifvélavirki þannig þetta er sennilega besta fyrirkomulagið :P

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fim 23. Mar 2023 07:18
af Hlynzi
Nú reyndar þarf ég ekki að vinna sjálfur við skrifborð á svona opnum skrifstofum, en er reglulega að vinna í kringum þær (að rafvirkjast) og sé bara vandamál, ég held að þetta sé ein versta hugmynd samtímans og hreinlega mannvonska. Þetta hentar í einhverjum undantekningar tilfellum ("samvinna" og einstaka staðir sem eru með starfsmenn sem þurfa kannski klukkutíma á dag til að græja eitthvað í tölvu en eru annars úti á örkinni), en fyrir venjulega skrifstofustarfsmenn virðist þetta vera algjörlega allt andstæða við það sem "hönnuðir" lofa við þetta.

Það er endalaust verið að eyða peningum í mjög dýr húsgögn, einn sófi með plássi fyrir 2 með upphækkuðu hljóðeinangrandi dæmi kostar 600 þús. kr. nýr, það er mikið um skilrúm, noie cancelling heyrnartól, best af öllu eru símaklefarnir/fundarklefar sem fólk getur farið inní og kosta flestir nálægt 2 milljónum !! Framleiðnin minnkar um 15% sem þýðir að þessir nokkrir veggir eru mjög fljótir að borga sig upp.

We’re 15% less productive, we have immense trouble concentrating and we’re twice as likely to get sick in open working spaces

https://www.bbc.com/worklife/article/20 ... r-memories

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fim 23. Mar 2023 09:32
af Jón Ragnar
Ég hef verið í svona vinnurýmum síðan ég byrjaði í IT fyrir að verða 15 ár.


Þetta er orðið normið í dag, Mjög skrýtið að fara á vinnustaði þar sem eru skrifstofur og það eru aðalega bara lögfræðistöfur og þessháttar.

Ég er í teymi með öðrum sérfræðingum og við fúnkerum gríðarlega vel saman í svona rýmum, enda oft að sækja þekkingu og annað á milli borða.

Þess á milli eru allir með noise canceling heyrnartól og lítil vinnurými fyrir einstaklinga eða litla hópa.

Gæti ekki verið lokaður inni á skrifstofu eins og einhver lúði :)

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fim 23. Mar 2023 12:16
af rapport
Þegar verið er að greiða a.m.k. 1.000 þ. í laun fyrir starfsmann með launatengdum gjöldum, um 150þ. í mánaðarlegt utilities (c.a 6 milljónir í leigu, kaffistöðu, þrif o.þ.h. fyrir aðstöðu fyrir 40)...

Þá eru 50þ. kr. heyrnatól, símaklefar og sófar fyrir 5-6 milljónir ekki dýrt, þetta er í raun það sem tryggir ánægju og framleiðni.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fim 23. Mar 2023 12:21
af urban
Nú vinn ég ekki svona vinnu, þannig að ég get ekki tjáð mig um það hvernig er að vinna svona.

Það sem að mér finnst alfurðulegast er þegar að bankar eru með opið vinnurými.
Ég vil ekki að það sé option á því að ég heyri að gunna á horninu eða siggi bakari séu með svona og svona miklar skuldir eða að óla gamla eigi svona margar milljónir þegar að þau fara í "einstaklingsþjónustu"
Skil alveg að gjaldkerar séu í opnum rýmum, þrátt fyrir að það sé hálf asnalegt, en það er út í hött að aðrir séu það líka.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fim 23. Mar 2023 13:54
af Peacock12
Ég starfa hjá stóru hugbúnaðarhúsi þar sem deildin mín er með rými þar sem eru skrifborð fyrir um 80% starfsmanna. Ég hef val um að vinna heima eða á skrifstofunni. Þegar ég mæti get ég valið skrifborð en á þeim öllum er staðlaður stór skjár ásamt öllum tengingum. Lyklaborð og mús er geymt í sérhólfum, ásamt inniskóm eða öðrum einstaklingsmiðuðum hlutum. Ætli ég að vera meira en einn dag á skrifstofunni má ég geyma dótið mitt á borðinu og þannig taka það frá.
Ef svo ólíklega gerist að öll borð eru upptekin má ég fjarlægja af borðum sem eru frátekin en ónotuð eftir 10:00. Hefur aldrei komið til þess samt.

Þetta er að svínvirka hjá okkur. Sjaldnast meira en 50% nýting og almenn ánægja. Ekki síst vegna þess að til að ná 80% borða þurfti að fækka um slatta, og því rýmra en áður.

Til þess að gera þetta þarf þó að gæta að mörgu:
Allir hafa aðgang að hljóðdempandi heyrnartólum. Það er samt ekki gott að vera með þau á sér allan daginn. Það þurfa líka að vera hljóðreglur (t.d. ef þú ert að stýra fundi ferðu í fundaherbergi).
Umhverfið þarf að þola svona starfsemi. Lýsingu var breytt, hljóðdempandi efni á veggjum og annað í þeim dúr.
Það eru prívat símaklefar sem er ekki hægt að bóka en þú getur farið í dettir þú óvænt á hávaðasaman fund eða þarft að tala um einkamál.
Það er nóg af fundaherbergjum.

Vinnuveitandi þarf að leyfa og treysta heimavinnu og skaffa réttu verkfærin.
Það er kannski helst þarna í því síðasta sem vinnuveitendur þurfa að herða sig og veita meiri og betri hlunnindi/styrki til þeirra sem vinna heima. Það er ekki nóg að bjóða fartölvu, skjá, lyklaborð og mús. Þarf að styrkja kaup á borði, stól, fundarsíma (ekki raunhæft að vera með heyrnartól í marga klst).

Ég hef upplifað kost í báðar áttir:
Hef t.d. farið erlendis og unnið „að heiman“ megnið af tímanum.
Hef farið á skrifstofuna og í kaffipásu fengið svar við vandamáli frá kollega sem ég á í jafnaði lítil samskipti við.
Ég held að þetta sé framtíðin og vildi sjálfur síst af öllu fara aftur í eigið skrifborð í stóru rými.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fim 23. Mar 2023 19:40
af axyne
Sem verktaki hef verið að vinna á mörgum vinnustöðum í opnu rými, fannst þetta óþæginlegt til að byrja með en núna finnst mér þetta virka vel og það að hafa "aðgang" að öðru fólki og fá skjót svör vera mjög þæginlegt fyrirkomulag. Ef þörf er á lengri umræðum þá er bara stokkið í fundarherbergi og málið klárað þar. Og ég er hvort er að blasta tónlist með heyrnatólum allan daginn hvort sem er svo hávaði í öðru fólki truflar mig lítið.
Það sem mér dettur helst neikvætt í hug er að lenda hliðina á spjallara, það getur verið rosalega þreytandi.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 24. Mar 2023 00:08
af appel
axyne skrifaði:Sem verktaki hef verið að vinna á mörgum vinnustöðum í opnu rými, fannst þetta óþæginlegt til að byrja með en núna finnst mér þetta virka vel og það að hafa "aðgang" að öðru fólki og fá skjót svör vera mjög þæginlegt fyrirkomulag. Ef þörf er á lengri umræðum þá er bara stokkið í fundarherbergi og málið klárað þar. Og ég er hvort er að blasta tónlist með heyrnatólum allan daginn hvort sem er svo hávaði í öðru fólki truflar mig lítið.
Það sem mér dettur helst neikvætt í hug er að lenda hliðina á spjallara, það getur verið rosalega þreytandi.


Ekki mín reynsla.

Hef margoft upplifað svona 4-5 fundi (person talking to person) í nokkurra metra radíus. Þegar ég segi margoft, þá er þetta eiginlega bara reglan. Þetta er stundum einsog að vinna á Hell's Kitchen.
Þetta verður oft að fuglabjargi og maður eiginlega bara labbar bar út úr rýminu til að fá sér vatn eða kaffi eða eitthvað til að komast í burtu.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 24. Mar 2023 00:09
af Lexxinn
Þeir ætla sér að láta lækna á nýja landspítalanum vinna við þessi "verkefnamiðuðu vinnuaðstöðu" í staðin fyrir að hafa skrifstofur. Áhugavert í ljósi persónuverndarlaga um sjúklinga og þeirra heilsufar. Mikil óánægja sem ríkir um þetta þar.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 24. Mar 2023 00:11
af appel
Lexxinn skrifaði:Þeir ætla sér að láta lækna á nýja landspítalanum vinna við þessi "verkefnamiðuðu vinnuaðstöðu" í staðin fyrir að hafa skrifstofur. Áhugavert í ljósi persónuverndarlaga um sjúklinga og þeirra heilsufar. Mikil óánægja sem ríkir um þetta þar.


Það er auðvitað bara sturlun.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 24. Mar 2023 07:36
af rapport
appel skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Þeir ætla sér að láta lækna á nýja landspítalanum vinna við þessi "verkefnamiðuðu vinnuaðstöðu" í staðin fyrir að hafa skrifstofur. Áhugavert í ljósi persónuverndarlaga um sjúklinga og þeirra heilsufar. Mikil óánægja sem ríkir um þetta þar.


Það er auðvitað bara sturlun.


Ég hef ekki verið á LSH í nokkur ár en þekki þessa pælingu.

Læknar munu ekki taka viðtöl við fólk í opnu rými, bara vinna skristofuverkin í opnu rými.

Þetta er þekkt á ýmsum sjúkrahúsum erlendis og hámarkar afköst aðstöðunnar. Aðilar sbr. LogisP sérhæfa sig í þessu og gera í raun ekkert annað en að sérhanna leiðir til að hámarka afköst og hafa gert þetta á miklu stærri stofnunum en LSH.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 24. Mar 2023 14:18
af JReykdal
Læknar munu ekki taka viðtöl við fólk í opnu rými, bara vinna skristofuverkin í opnu rými.


Sumsé bara vinna við sjúkragögn í opnu rými?

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 24. Mar 2023 14:50
af rapport
JReykdal skrifaði:
Læknar munu ekki taka viðtöl við fólk í opnu rými, bara vinna skristofuverkin í opnu rými.


Sumsé bara vinna við sjúkragögn í opnu rými?


Opnu rými þar sem allir starfsmenn eru bundnir sama þagnareið skv. lögum og allflestir með aðgang að sömu gögnunum.


Er ekki öruggara að þetta sé í opnu vinnurými þar sem það sést klárlega ef einhver er að sýna einhverjum óviðkomandi eitthvað sem hann ætti ekki að vera sýna?

Ef einhver ætlar að brjóta reglurnar þá mun viðkomandi brjóta reglurnar, ef hann er með skrifstofu þá fær hann bara meira næði til þess.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 24. Mar 2023 19:26
af Tesli
Þetta umræðuefni triggerar mig. Ég hef unnið á skrifstofu í um 15ár og prófað flestar uppsetningar á vinnurýmum. Mér finnst vera vinnufriður að vinna í rými með allt að 10 manns ef maður er með stór skilrúm sem loka mann af í svona cubicle. Ég var að vinna á stórum vinnustað með svona cubicles þar sem allir voru sáttir, við fluttum svo í nýtt húsnæði þar sem mannauðssviðið valdi að hafa opið vinnurými á nýja staðnum. Ótrúlegt að svona extrovertar á mannauðssviðum með enga útselda vinnu leyfi sér að velja lausnir sem henta þeim, yfir allan mannskapinn. Engin skilrúm, 50 manns í hverju rými, þetta var bara martröð sem 80% af starfsfólki þoldi ekki að vinna við. Framleiðni minnkar um 20-30% við allt áreitið, þá er ég ekki að tala bara um hávaðann heldur líka sjónrænu truflunina að sjá fólk standa upp og vera með útsýni yfir fullt af fólki á meðan maður er að reyna að vinna.
Það er ekkert auðveldara að vinna teymisvinnu í svona mikið opnu rými, í raun bara verra því kliðurinn verður svo mikill.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 24. Mar 2023 19:52
af appel
Tesli skrifaði:Þetta umræðuefni triggerar mig. Ég hef unnið á skrifstofu í um 15ár og prófað flestar uppsetningar á vinnurýmum. Mér finnst vera vinnufriður að vinna í rými með allt að 10 manns ef maður er með stór skilrúm sem loka mann af í svona cubicle. Ég var að vinna á stórum vinnustað með svona cubicles þar sem allir voru sáttir, við fluttum svo í nýtt húsnæði þar sem mannauðssviðið valdi að hafa opið vinnurými á nýja staðnum. Ótrúlegt að svona extrovertar á mannauðssviðum með enga útselda vinnu leyfi sér að velja lausnir sem henta þeim, yfir allan mannskapinn. Engin skilrúm, 50 manns í hverju rými, þetta var bara martröð sem 80% af starfsfólki þoldi ekki að vinna við. Framleiðni minnkar um 20-30% við allt áreitið, þá er ég ekki að tala bara um hávaðann heldur líka sjónrænu truflunina að sjá fólk standa upp og vera með útsýni yfir fullt af fólki á meðan maður er að reyna að vinna.
Það er ekkert auðveldara að vinna teymisvinnu í svona mikið opnu rými, í raun bara verra því kliðurinn verður svo mikill.


Nákvæmlega mín reynsla og upplifun. 10 manns er hámarkið. Því það eru miklar líkur jú á að fólk sé að tala saman, og með því að halda því undir 10 þá er oftast aldrei fleiri en kannski 2-3 að blaðra í einu í smá tíma og svo hættir það og þá er friður í mestan tímann.

En þegar þú ert með 50 manns, þá gætir þú verið með fimmfaldann þann fjölda að blaðra, 10-15 manns. Ég hef margoft upplifað þetta, kannski 3 mismunandi fundir í gangi, jafnvel með utanaðkomandi öðru starfsfólki, þannig að á einum fundi geta verið 4 manns, og 2-3 á hinum. En verst er að ef það eru of margir saman í rými þá er nær aldrei stund þegar enginn fundur er.

Maður tók vel eftir þessu í COVID, þegar það var settur hámarksfjöldi á hve margir gætu verið í rýminu á sama tíma, hámarkið 10, og það var miklu rólegra umhverfi og meiri vinnufriður, en jafnframt var meiri nánd við vinnufélagana því maður var ekki búinn að loka sig af með noise cancelling headphones.

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fim 30. Mar 2023 15:16
af rapport
ca6851286e6b36ed915ba6dee28ccb0e--office-plan-open-office.jpg
ca6851286e6b36ed915ba6dee28ccb0e--office-plan-open-office.jpg (43.66 KiB) Skoðað 2327 sinnum

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 14. Apr 2023 21:06
af appel
Nýju höfuðstöðvar Landsbankans
Martröð introvertsins?
Aldrei fá sjónarmið introvertsins að ráða, enda eru allir stjórnendur í eðli sínu extrovertar sem halda að allir séu líka extrovertar og taka ekkert tillit til introverta.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... aediaugad/

Re: Hvað er 'Verkefnamiðuð Vinnuaðstaða' annað en 'Opið skrifstofurými'?

Sent: Fös 14. Apr 2023 21:44
af rapport
Landsbanki... welcome to the open office club.

First rule of open office club... NO beans in the company lunch.