Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2405
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 282
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf jonfr1900 » Sun 16. Apr 2023 12:56

Það er hægt að mæla það hversu illa fyrirtæki eru stödd þegar það sem einu sinni var ókeypis er skyndilega farið að rukka fyrir það. Ég var að fletta upp í gömlum minningargreinum og núna er Morgunblaðið farið að rukka fyrir þær. Þetta eru minnigreinar sem eru orðnar eldri en fjögurra ára. Ég veit ekki hversu langt þessi rukkun nær en þetta kannski nær til allra minningargreina í dag.

Morgunblaðið rekur K100. Þannig að ef allt fer á hausinn. Þá mun sú útvarpsstöð einnig hverfa.

Það er eitthvað fjallað um þetta hérna.

Stjórnendur Morgunblaðsins farnir að efast um hvort fyrirtækið sé rekstrarhæft til framtíðar (heimildin.is, ágúst 2021)
Rekstrartap útgáfufélags Morgunblaðsins 113 milljónir og skuldir við prentsmiðju jukust (kjarninn.is, júlí 2022)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf GuðjónR » Sun 16. Apr 2023 13:01

Ég hefði haldið að minningargreinar væru eign þeirra sem skrifa þær, frekar ógeðfelt að peningavæða þær með þessum hætti.

Mogginn fer ekki á hausinn, Samherji lætur það aldrei gerast, þeir þurfa að eiga áróðursmiðil Allt væl um annað er bara leið til að sníkja meiri peninga af ríkinu.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf depill » Sun 16. Apr 2023 13:18

jonfr1900 skrifaði:Það er hægt að mæla það hversu illa fyrirtæki eru stödd þegar það sem einu sinni var ókeypis er skyndilega farið að rukka fyrir það. Ég var að fletta upp í gömlum minningargreinum og núna er Morgunblaðið farið að rukka fyrir þær. Þetta eru minnigreinar sem eru orðnar eldri en fjögurra ára. Ég veit ekki hversu langt þessi rukkun nær en þetta kannski nær til allra minningargreina í dag.


Nú er ég ekki fan af Mogganum, enn afhverju hversu illa fyrirtæki er stödd. Ríkið hefur hintað í að það verða gera ívilarnir fyrir áskriftarmiðla. Mogginn hefur histórískt verið áskriftarfjölmiðilinn. Landsprent er dótturfélag Morgunsblaðsins þannig svona ish er þetta bara bókhaldsæfingar.

Kjarninn og stundin.is rukka bæði meira fyrir content á netinu. Visir.is er byrjaður á því sama. Viðskiptablaðið er byrjað að loka meira og meira. Þegar ég bjó í Þýskalandi var Suddeutsche Zeitung sífellt byrjaður að loka meira og það voru sjónvarpstöðvarnar sem hafa alltaf verið ókeypis byrjaðar að gera líka með sínar eigin "streymisveitur".

Ég held að það eigi bara eftir að hraða á þessu að við þurfum að borga meira og meira fyrir fjölmiðlun og held líka að það sé bara eðlilegt.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf GuðjónR » Sun 16. Apr 2023 15:24

depill skrifaði:Kjarninn og stundin.is rukka bæði meira fyrir content á netinu. Visir.is er byrjaður á því sama.

Kjarninn og Stundin sameinuðust undir Heimildin sem eins og hinir miðlarnir rukka fyrir aðgang.
Hef ekki orðið var við að visir.is sé farinn að rukka.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf depill » Sun 16. Apr 2023 16:03

GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:Kjarninn og stundin.is rukka bæði meira fyrir content á netinu. Visir.is er byrjaður á því sama.

Kjarninn og Stundin sameinuðust undir Heimildin sem eins og hinir miðlarnir rukka fyrir aðgang.
Hef ekki orðið var við að visir.is sé farinn að rukka.

visir.is rukkar fyrir Innherja viðskiptafjölmiðilinn sinn :) og fyrir hlaðvörp á tal.is



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf urban » Sun 16. Apr 2023 16:13

depill skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Það er hægt að mæla það hversu illa fyrirtæki eru stödd þegar það sem einu sinni var ókeypis er skyndilega farið að rukka fyrir það. Ég var að fletta upp í gömlum minningargreinum og núna er Morgunblaðið farið að rukka fyrir þær. Þetta eru minnigreinar sem eru orðnar eldri en fjögurra ára. Ég veit ekki hversu langt þessi rukkun nær en þetta kannski nær til allra minningargreina í dag.



Ég held að það eigi bara eftir að hraða á þessu að við þurfum að borga meira og meira fyrir fjölmiðlun og held líka að það sé bara eðlilegt.


Hugsa að þú hafir alveg rétt fyrir með að við séum að fara að borga meira og meira og sjálfsagt er það eðlilegt, en málið er bara að það verður erfiðara að finna fréttir af því sem að gerist sem að ekki þarf að borga fyrir.
Svo kemur áróðursmiðill sem að verður frír og þetta getur þess vegna aukið aðgang af misgáfulegum upplýsingum.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf depill » Sun 16. Apr 2023 16:26

urban skrifaði:Hugsa að þú hafir alveg rétt fyrir með að við séum að fara að borga meira og meira og sjálfsagt er það eðlilegt, en málið er bara að það verður erfiðara að finna fréttir af því sem að gerist sem að ekki þarf að borga fyrir.
Svo kemur áróðursmiðill sem að verður frír og þetta getur þess vegna aukið aðgang af misgáfulegum upplýsingum.


Mjög sennileg þróun og samfélagsmiðlar eins og Facebook eru líklegir til að ýta undir þessa þróun enn meira. Facebook er svo mikið krabbamein fyrir fjölmiðla almennt þar sem þeir ræna auglýsingatekjum fjölmiðla og auka "reach" síðan á "fjölmiðlum" eins og frettin.is. Sem ýtir fjölmiðlum út í að verða "click-bate" fjölmiðlar þar sem allt snýst um hversu marga smelli það er verið að fá.

ruv.is verður til dæmis að passa sig á þessari þróun og vonandi koma auglýsinga seint eða aldrei inná þann miðill til að seinka því sem mest að blaðamenn þar fari að elta "smellina" frekar enn innihaldið.

Svo gætu auðvita miðlar eins og heimildin.is og fleira náð fjármagni til að gera nægilega góðar rannsóknir sem væri ekkert nema af hinu góða. Í "gamla daga" þá var það alveg eðlilegt að fólk var áskrifandi að fjölmiðli sem færi eftir þeirra stjórnarmálaflokk. Kannski erum við bara aftur á leiðinni þangað ?




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 604
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf Manager1 » Sun 16. Apr 2023 17:17

Á endanum hættir Morgunblaðið að prenta blaðið, þeir eru örugglega ekki að hafa mikið útúr prentuninni, sennilega bara að gera það af gömlum vana núna.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf GuðjónR » Sun 16. Apr 2023 19:37

Manager1 skrifaði:Á endanum hættir Morgunblaðið að prenta blaðið, þeir eru örugglega ekki að hafa mikið útúr prentuninni, sennilega bara að gera það af gömlum vana núna.

Enda er þessi áróðurssnepill farinn að minna á Þjóðviljann í gamla daga sem var ekki mikið meira en tvær opnur.
Farið hefur fé betra þó þeir hætti þessu enda úrelt form sem fáir lesa.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5487
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1012
Staða: Ótengdur

Re: Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf appel » Sun 16. Apr 2023 21:24

Prentaðar fréttir á blöð er einfaldlega úrelt fyrirbæri. Þessi háttur hefur verið alltof lengi að drepast.
Lengi vel var birtingu frétta á netmiðlum einsog mbl og visir seinkað svo þær komu fyrst fram á prentaða miðlinum, morgunblaðinu og fréttablaðinu, til þess að verja virði prentaðra fréttablaða.
En hefur verið ljóst alveg síðan frá aldamótun að tími prentaðra dagblaða væri að renna út, þannig að það er ekkert sem kemur á óvart að fréttablaðið sem dæmi hafi hætt útgáfu, og morgunblaðið gæti vel ákveðið að hætta útgáfu og einbeita sér frekar að netmiðlinum, eða vera einskonar vikublað þar til það hættir alveg. Kannski verður það að mánaðarblaði, meira einsog bændablaðið.

Svo ertu kominn með gervigreind sem getur útbúið fréttir sjálfvirkt nánast. Þannig að þessir miðlar gætu vel fækkað starfsfólki. Þetta er ekki skemmtileg atvinnugrein til að starfa í þessi misserin.

Svo er RÚV einfaldlega alltof stórt bákn fyrir það sem þeir eru að gera. Tæknin er orðin slík að það þarf ekki allt þetta fólk. Flestar sjónvarpsstöðvar eru orðnar sjálfvirkar, aðeins þarf eina manneskju til að setja saman playlista og setja í útsendingu. Þú þarft ekki allt þetta fólk einsog í gamla daga.

Það að á rás 2 sé enn verið að leyfa fólki að hringja inn og biðja um óskalög... er þetta fólk fast í 80's?
Síðast breytt af appel á Sun 16. Apr 2023 21:25, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Morgunblaðið í fjárhagsvandræðum

Pósturaf pattzi » Mán 17. Apr 2023 13:26

GuðjónR skrifaði:
Manager1 skrifaði:Á endanum hættir Morgunblaðið að prenta blaðið, þeir eru örugglega ekki að hafa mikið útúr prentuninni, sennilega bara að gera það af gömlum vana núna.

Enda er þessi áróðurssnepill farinn að minna á Þjóðviljann í gamla daga sem var ekki mikið meira en tvær opnur.
Farið hefur fé betra þó þeir hætti þessu enda úrelt form sem fáir lesa.



Samt vona það ekki, er sjálfur að lenda í töluverðum tekjumissi eftir að fréttablaðið hætti að dreifast með póstdreifingu um áramótin t.d...dreift því í 6 ár hérna í mínu bæjarfélagi en tók svo moggann að mér í águst 2022... aðalega keyra honum til blaðbera/sjoppur og vera til staðar ef fólk þarf frí/veikindi, einnig borið út einhver hverfi stundum ef ég þarf og vantar peninginn... svo ég vona ekki keyrði fréttablaðinu í blokkir/kassa á ljósastaurum /verslanir og sjoppur í 6 ár eða frá 2017-lok 2022 31 des.... það er að fara hafa mikil áhrif á heimilsisbókhaldið núna næst þegar ég hætti að fá uppsagnarfrestinn greiddann... þetta var bara aukavinna en samt svipað borgað og aðalvinnan

Var snilld þegar ég var með bæði ágúst 2022-jan 2023(31 des fréttablaðið) núna bara mogginn og einhvað annað líka en ekki jafn vel borgað en samt tými ekki að hætta að vinna við þetta enda munar um allt í dag í þessu vaxtaumhverfi sem er þá má maður ekkert lækka neitt...
Síðast breytt af pattzi á Mán 17. Apr 2023 13:27, breytt samtals 1 sinni.