Peningar og að græða í verðbólgu

Allt utan efnis
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf appel » Fös 05. Maí 2023 19:52

Fyrir þá sem eru ekki komnir inn á fasteignamarkað þá er eftirfarandi algjört lykilatriði að skilja:

TÍMASETNINGIN ÞARF AÐ VERA RÉTT

Ekki glepjast til að fara inn á fasteignamarkað bara afþvíbara án þess að skoða umhverfið.

Besti tíminn er að fara inn á markaðinn þegar fyrirsjáanlegt er að verðbólga er á niðurleið og vextir eru að lækka og munu lækka og áður en markaðurinn er búinn að taka við sér.

Eftir hrunið 2008 þá varð algjört frost á fasteignamarkaði í um 3 ár. Besti tíminn var að fara inn á fasteignamarkað c.a. 2010-2011.
Þar áður, eftir dotcom bustið 2000 og efnahagslægð 2000-2002, þá var besti tíminn c.a. 2002-2004.

Í dag er besti tíminn c.a. eftir 1 ár kannski. Þegar verðbólga verður farinn að lækka og seðlabankinn slakar á vöxtum, og áður en allir eru búnir að fatta það.

Þetta gerist á c.a. 7 ára fresti þegar koma svona réttar tímasetningar. Þetta er einsog að ná öldu á strandbretti, þú ferð langt og hátt ef þú gerir það rétt.
En ef þú gerir það á röngum tíma, þá gætir þú eyðilagt fyrir þér alla fjárhagslega stöðu til frambúðar, allt þitt líf.
Síðast breytt af appel á Fös 05. Maí 2023 19:53, breytt samtals 1 sinni.


*-*


absalom86
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Mán 28. Jan 2019 15:32
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf absalom86 » Lau 06. Maí 2023 01:01

appel skrifaði:Fyrir þá sem eru ekki komnir inn á fasteignamarkað þá er eftirfarandi algjört lykilatriði að skilja:

TÍMASETNINGIN ÞARF AÐ VERA RÉTT

Ekki glepjast til að fara inn á fasteignamarkað bara afþvíbara án þess að skoða umhverfið.

Besti tíminn er að fara inn á markaðinn þegar fyrirsjáanlegt er að verðbólga er á niðurleið og vextir eru að lækka og munu lækka og áður en markaðurinn er búinn að taka við sér.

Eftir hrunið 2008 þá varð algjört frost á fasteignamarkaði í um 3 ár. Besti tíminn var að fara inn á fasteignamarkað c.a. 2010-2011.
Þar áður, eftir dotcom bustið 2000 og efnahagslægð 2000-2002, þá var besti tíminn c.a. 2002-2004.

Í dag er besti tíminn c.a. eftir 1 ár kannski. Þegar verðbólga verður farinn að lækka og seðlabankinn slakar á vöxtum, og áður en allir eru búnir að fatta það.

Þetta gerist á c.a. 7 ára fresti þegar koma svona réttar tímasetningar. Þetta er einsog að ná öldu á strandbretti, þú ferð langt og hátt ef þú gerir það rétt.
En ef þú gerir það á röngum tíma, þá gætir þú eyðilagt fyrir þér alla fjárhagslega stöðu til frambúðar, allt þitt líf.


takk fyrir þetta innlegg, er búin að vera að leita að rétta tímanum til að hoppa inn, ætla ekki að taka á mig vextina sem eru núna.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3091
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 06. Maí 2023 15:23

appel skrifaði:Fyrir þá sem eru ekki komnir inn á fasteignamarkað þá er eftirfarandi algjört lykilatriði að skilja:

TÍMASETNINGIN ÞARF AÐ VERA RÉTT

Ekki glepjast til að fara inn á fasteignamarkað bara afþvíbara án þess að skoða umhverfið.

Besti tíminn er að fara inn á markaðinn þegar fyrirsjáanlegt er að verðbólga er á niðurleið og vextir eru að lækka og munu lækka og áður en markaðurinn er búinn að taka við sér.

Eftir hrunið 2008 þá varð algjört frost á fasteignamarkaði í um 3 ár. Besti tíminn var að fara inn á fasteignamarkað c.a. 2010-2011.
Þar áður, eftir dotcom bustið 2000 og efnahagslægð 2000-2002, þá var besti tíminn c.a. 2002-2004.

Í dag er besti tíminn c.a. eftir 1 ár kannski. Þegar verðbólga verður farinn að lækka og seðlabankinn slakar á vöxtum, og áður en allir eru búnir að fatta það.

Þetta gerist á c.a. 7 ára fresti þegar koma svona réttar tímasetningar. Þetta er einsog að ná öldu á strandbretti, þú ferð langt og hátt ef þú gerir það rétt.
En ef þú gerir það á röngum tíma, þá gætir þú eyðilagt fyrir þér alla fjárhagslega stöðu til frambúðar, allt þitt líf.


Áhugaverðar pælingar.

Það var örugglega leiðinlegt að koma inná fasteignamarkaðinn í kringum 2006-2008 og taka há lán og í kringum 2010-2011 þá hafði fasteignaverð lækkaði um 15-20%.
Hefði verið gott að koma inná markaðinn rétt eftir hrun og sjá mikla eignamyndun og síðan stækka við sig á fyrstu mánuðum Covid áður en þessi mikla fasteignaverðs hækkun átti sér stað aftur.

Erfitt að sjá þetta fyrir og oft kallað kynslóðalottó hvenær maður kemur inná Fasteignamarkaðinn.


Just do IT
  √