Nám á gamalsaldri

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 460
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 44
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Nám á gamalsaldri

Pósturaf falcon1 » Lau 20. Maí 2023 13:19

Eins og þið vitið er ég nýbúinn að missa vinnuna þannig að nú er maður á algjörum krossgötum hvað maður ætlar að gera í lífinu. Vinnan mín var mjög sérhæfð og menntunin þar af mjög sérhæfð líka á tónlistarsviðinu. Sú stétt sem ég tilheyri er því miður að deyja út sýnist manni þannig að maður er svartsýnn á að fá annað svipað starf.

Því miður þá fór ég ekki í framhaldsskóla þegar ég var unglingur og þar af leiðandi að þá er ég ekki með stúdentspróf og aðeins fáar einingar sem ég hef tekið uppí það.
Ef ég ætla að mennta mig á öðru sviði þá hindrar þessi skortur á stúdentsprófi ansi margar leiðir. :(
Ég get farið í NTV/Promennt til að sækja mér einhverja menntun en það er kannski ekki eins mikið virt í atvinnulífinu og menntun úr "hefðbundnum" skólum?
Mér sýnist að það sé eitthvað til sem heitir Menntastoðir og á að tækla svona stöður eins og er uppi hjá mér (reyndar veit ekki ennþá hvort það megi vera í því ef maður er á atvinnuleysisbótum). Hefur einhver reynslu af því, eða þekkið þið einhvern sem hefur farið í gegnum slíkt? Getið sent mér einkaskilaboð ef þið viljið ekki hafa svarið opinbert.

Ég get auðvitað gert eitthvað með tónlistina áfram en mér finnst að ég verði nauðsynlega að hafa líka einhverja aðra menntun sem ég get unnið við ef tónlistin er komin á endastöð eða lítið að gera í henni. Þarf að hafa eitthvað sem skilar mér tryggum tekjum og helst ekki minna en 400 þúsund krónum eftir skatt.

Kannski þyrfti maður að leita til starfs- og/eða námsráðgjafa? Einhver sem þið mynduð mæla með?
Síðast breytt af falcon1 á Lau 20. Maí 2023 13:27, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2072
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 312
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf Moldvarpan » Lau 20. Maí 2023 13:23

Ég byrjaði á tölvunámi, en áttaði mig svo á því að ég hafði ekki áhuga á að vinna alla daga bakvið tölvuskjá.
Er samt mjög ánægður með að hafa þessa þekkingu.

Ég hef verið að vinna meira og minna við akstur síðasta áratuginn, og mér líkar það vel.
Finnst gaman að vera á ferðinni og hitta fólk.Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 743
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 98
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf Baldurmar » Lau 20. Maí 2023 15:36

Ég er 85' módel og fór í Háskólann í Reykjavík 2013, byrjaði í frumgreinanáminu í HR og fór svo í Hugbúnaðarverkfræði, get alveg heilshugar mælt með frumgreinanáminu og bara HR yfir höfuð. Myndi líklega fara í Tölvunarfræði frekar en Hugbúnaðarverkfræði en það er ekki stór munur þar á..
Mátt spyrja hérna eða senda mér einkapóst ef að þú vilta eitthvað meira


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb


sundhundur
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 18:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf sundhundur » Lau 20. Maí 2023 15:46

Nema mér sé að yfirsjást þá nefnirðu ekki iðnnám.
vixby
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 17. Nóv 2020 16:46
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf vixby » Lau 20. Maí 2023 16:08

Stóð í sömu aðstæðum 2020 þegar covid skall á og tók ákvörðun að fara í frumgreinadeildina í HR og er að útskrifast úr tölvunarfræði eftir ár. Get mikið mælt með því að heyra í þeim og athuga hvort þú getir komist inn ef þú hefur áhuga á því að komast í nám. Ég var ekki búinn með mjög mikið úr menntaskóla en fékk samt inngöngu.Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6627
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 835
Staðsetning: www.the.pervert.is
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf rapport » Lau 20. Maí 2023 17:24

Er sjálfur í skóla eftir 15 ára hlé.

Er ekki með stúdent en komst inn í THÍ á sínum tíma á þrefi.

En þekki líka einn sem fór í svona: https://www.mimir.is/is/radgjof/raunfaernimat

Frumgreinadeildin í HR var með einhver leiðindi að meta þetta en hann flaug inn í tölvunarfræði beint og brilleraði þar.
Síðast breytt af rapport á Lau 20. Maí 2023 17:25, breytt samtals 1 sinni.
Semboy
vélbúnaðarpervert
Póstar: 988
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf Semboy » Lau 20. Maí 2023 17:58

https://missing.csail.mit.edu/ þetta er æðislegt, ef þú nennir


hef ekkert að segja LOL!


Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 460
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 44
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf falcon1 » Lau 20. Maí 2023 18:42

Moldvarpan skrifaði:Ég byrjaði á tölvunámi, en áttaði mig svo á því að ég hafði ekki áhuga á að vinna alla daga bakvið tölvuskjá.
Er samt mjög ánægður með að hafa þessa þekkingu.

Ég hef verið að vinna meira og minna við akstur síðasta áratuginn, og mér líkar það vel.
Finnst gaman að vera á ferðinni og hitta fólk.

Ertu þá að leigubílast? :)
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 460
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 44
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf falcon1 » Lau 20. Maí 2023 18:44

Baldurmar skrifaði:Ég er 85' módel og fór í Háskólann í Reykjavík 2013, byrjaði í frumgreinanáminu í HR og fór svo í Hugbúnaðarverkfræði, get alveg heilshugar mælt með frumgreinanáminu og bara HR yfir höfuð. Myndi líklega fara í Tölvunarfræði frekar en Hugbúnaðarverkfræði en það er ekki stór munur þar á..
Mátt spyrja hérna eða senda mér einkapóst ef að þú vilta eitthvað meira

Er ekki svaka mikil stærðfræði í þessu námi? Ég man að ég átti í dáldnum erfiðleikum með algebruna í gamla daga, kannski er samt auðveldara fyrir mig að skilja hana í dag - hver veit. :D
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 460
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 44
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf falcon1 » Lau 20. Maí 2023 18:46

sundhundur skrifaði:Nema mér sé að yfirsjást þá nefnirðu ekki iðnnám.

Rétt - ég hef samt ekkert á móti iðnnámi. Það væri helst að fara í ljósmyndun en mér sýnist/finnst að sú iðngrein sé svona deyjandi svið líka eins og ég er að koma úr. Hef ekki verið mjög handlaginn hingað til, góður að teikna samt. :)Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2072
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 312
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf Moldvarpan » Lau 20. Maí 2023 19:30

falcon1 skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Ég byrjaði á tölvunámi, en áttaði mig svo á því að ég hafði ekki áhuga á að vinna alla daga bakvið tölvuskjá.
Er samt mjög ánægður með að hafa þessa þekkingu.

Ég hef verið að vinna meira og minna við akstur síðasta áratuginn, og mér líkar það vel.
Finnst gaman að vera á ferðinni og hitta fólk.

Ertu þá að leigubílast? :)


Nei ég hef ekki þolinmæðina í það hehehe.
Byrjaði á vörubíl, svo fór ég á trailer. Núna er það lítil 20 manna starfsmannarúta, mjög þægilegt starf.Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 743
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 98
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf Baldurmar » Lau 20. Maí 2023 23:15

falcon1 skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Ég er 85' módel og fór í Háskólann í Reykjavík 2013, byrjaði í frumgreinanáminu í HR og fór svo í Hugbúnaðarverkfræði, get alveg heilshugar mælt með frumgreinanáminu og bara HR yfir höfuð. Myndi líklega fara í Tölvunarfræði frekar en Hugbúnaðarverkfræði en það er ekki stór munur þar á..
Mátt spyrja hérna eða senda mér einkapóst ef að þú vilta eitthvað meira

Er ekki svaka mikil stærðfræði í þessu námi? Ég man að ég átti í dáldnum erfiðleikum með algebruna í gamla daga, kannski er samt auðveldara fyrir mig að skilja hana í dag - hver veit. :D

Stærðfræði er mjög erfið þegar maður hefur engann áhuga á því að læra :D
Það er talsvert annað að vera í námi fyrir sjálfan sig en þegar maður var 17 ára og "þurfti" að vera í skóla.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb


Semboy
vélbúnaðarpervert
Póstar: 988
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf Semboy » Sun 21. Maí 2023 12:09

Baldurmar skrifaði:
falcon1 skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Ég er 85' módel og fór í Háskólann í Reykjavík 2013, byrjaði í frumgreinanáminu í HR og fór svo í Hugbúnaðarverkfræði, get alveg heilshugar mælt með frumgreinanáminu og bara HR yfir höfuð. Myndi líklega fara í Tölvunarfræði frekar en Hugbúnaðarverkfræði en það er ekki stór munur þar á..
Mátt spyrja hérna eða senda mér einkapóst ef að þú vilta eitthvað meira

Er ekki svaka mikil stærðfræði í þessu námi? Ég man að ég átti í dáldnum erfiðleikum með algebruna í gamla daga, kannski er samt auðveldara fyrir mig að skilja hana í dag - hver veit. :D

Stærðfræði er mjög erfið þegar maður hefur engann áhuga á því að læra :D
Það er talsvert annað að vera í námi fyrir sjálfan sig en þegar maður var 17 ára og "þurfti" að vera í skóla.


Calculus 3 er bara viðbjóður


hef ekkert að segja LOL!


orn
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf orn » Sun 21. Maí 2023 12:21

falcon1 skrifaði:Er ekki svaka mikil stærðfræði í þessu námi? Ég man að ég átti í dáldnum erfiðleikum með algebruna í gamla daga, kannski er samt auðveldara fyrir mig að skilja hana í dag - hver veit. :D

Jú og nei. Ekki eins mikið og í *verkfræði.

FWIW átti ég erfitt með stærðfræðina þegar ég var í menntaskóla og fór svo í tölvunarfræði þegar ég var 29 ára. Ég þurfti að hafa slatta fyrir stærðfræðinni, en það var mun auðveldara eftir að ég var orðinn eldri og var í náminu á mínum eigin forsendum. Khan Academy var algjör snilld og reddaði mér mikið.

Ef þú telur þig hafa áhuga á tölvunarfræði myndi ég hiklaust mæla með að prófa. Persónulega myndi ég velja HÍ þ.s. það kostar mjög lítið í samanburði og ég hef ekki enn séð neina kosti við HR námið umfram HÍ eftir að hafa aðstoðað nokkra í því námi.
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 460
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 44
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf falcon1 » Sun 21. Maí 2023 14:06

Baldurmar skrifaði:Stærðfræði er mjög erfið þegar maður hefur engann áhuga á því að læra :D
Það er talsvert annað að vera í námi fyrir sjálfan sig en þegar maður var 17 ára og "þurfti" að vera í skóla.

Það er rétt. Bara verst að skólagangan mín bjó til hræðslu við stærðfræði. Mér gekk frábærlega í stærðfræði þangað til algebran kom þá hrundu einkanirnar hjá mér, eftir það hef ég eiginlega ekki litið stærðfræði réttum augum.
En eflaust er kannski bara kominn tími á að face'a óttann við stærðfræði :D
Gustaf
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf Gustaf » Sun 21. Maí 2023 14:22

Ég mæli sterklega með því að nota khan academy til þess að æfa sig. Það sem mér fannst gott að gera í greiningu I-IV var að skoða raunverulega notkun á efninu sem fjallað var um til að tengja efnið við raunheiminn.Skjámynd

Le Drum
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf Le Drum » Mán 22. Maí 2023 08:38

Án þess að ég viti það 100% þá held ég að þú megir taka framhaldsskólanám á bótum. Lánshæft nám er ekki í boði að taka á atvinnuleysisbótum.


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.


Semboy
vélbúnaðarpervert
Póstar: 988
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Nám á gamalsaldri

Pósturaf Semboy » Þri 23. Maí 2023 16:52

https://store.steampowered.com/app/1444 ... _Complete/
það er leikur byggður í kringum samþættan hringrás.
þannig að leikurinn fær þig til að taka grunnhlutana (í rauninni bara NAND hlið) og byggja upp tölvu sem virkar, í skrefum auðvitað.


edit:

http://www.nandgame.com er lika eins.
Ég er núna fastur við að smíða flip-flop
Síðast breytt af Semboy á Þri 23. Maí 2023 17:06, breytt samtals 1 sinni.


hef ekkert að segja LOL!