Síða 1 af 1

Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mán 06. Nóv 2023 21:02
af Hizzman
Er þetta virkilega mögulegt? Og engin vill taka ábyrgð!

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/11/06/stal_rafraenum_skilrikjum_og_sveik_ut_fe/

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mán 06. Nóv 2023 21:21
af Henjo
Ég þekki tvo aðila sem vinna í banka (tveimur mismunandi bönkum) og ég hef spurt þá í þetta, því ef þú spyrð mig. Þá finnst mér ótrúlega heimskulegt að við höfum eitt alhliða pin númer fyrir alla þessa hluti, þó svo þetta sé falið í símanum þínum.

Það er víst endalaus dæmi um svona. Mjög mikið um að t.d. nákomnir stela pening eða taka lán hjá öðrum án þess að aðilinn átti sig á hvað er í gangi. Veit um eitt dæmi þar sem eiginmaður hafði dottið ofaní fíkniefni, og ekki löngu síðar áttar eiginkonan á sig að hún er allt í einu með lán uppá margar margar milljónir. Þá hafði maðurinn gert þetta með því að nota rafræn skilríki, og "gert bara í appinu" eins og bankarnir vilja núna alltaf að maður geri allt.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mán 06. Nóv 2023 22:06
af hagur
Þarna er mannlegi þátturinn að klikka. Starfsmaður Hringdu klikkar á því að skoða ökuskírteinið til að tryggja að viðkomandi sé sá sem hann segist vera. Ef manneskjan sem sér um útgáfuna á skilríkjnum gerir þessi grundvallarmistök, þá náttúrulega brotnar ferlið allt.

Þegar krafa er gerð um að fólk mæti með ökuskírteini og/eða vegabréf þegar það sækir um/endurnýjar rafræn skilríki, þá þarf auðvitað að skoða þau skilríki vel.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mán 06. Nóv 2023 22:46
af Henjo
En hvernig er það þegar skirtenið er orðið gamalt, einstaklingur orðinn þritugur, kominn með mikið skegg og orðinn feitur kannski. Lítur allt öðruvisi ut en þegar hann var 17 ára?

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mán 06. Nóv 2023 22:47
af appel
Vá hvað þetta er spes. Ég endurnýjaði rafræn skilríki í síðustu viku og ég þurfti að samþykkja með rafrænum skilríkjum. En fannst þetta nokkuð auðvelt. Framvísaði ökuskírteini, því vegabréfið er útrunnið, og ökuskírteinið mitt er síðan 1997 og maður kominn með skegg og fitnað og hvaðeina og alls ekki líkur þessum gaur sem þessi 2cm x 2cm frímerkja washed out mynd sýnir sem er á ökuskírteininu.

En það þarf virkilega að setja betri reglur um þessi rafrænu skilríki, þetta getur stútað fólki fjárhagslega ef eitthvað klikkar þar á bæ.

Held að fjármálastofnanir noti rafræn skilríki til að firra sig af allri ábyrgð. Svo lengi sem menn samþykkja eitthvað með rafrænum skilríkjum þá firrar það fjármálstofnanir af allri ábyrgð, og samþykki með rafrænum skilríkjum er endanlegt samþykki óháð því hvort eitthvað glæpsamlegt hefur átt sér stað.

Það þarf betri inngrip, í allar fjármálatilfærslur, samninga og hvaðeina. Rafræn skilríki á ekki að nota einsog við erum að nota.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mán 06. Nóv 2023 23:02
af rapport
Ef bankinn er duped með stolnum raunverulegum skilríkjum þá er það hans tjón.

En hvernig er það, með virk lög um peningaþvætti í landinu.... af hverju er ekki hægt að finna sökudólga hraðar og betur?

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mán 06. Nóv 2023 23:08
af appel
Það er náttúrulega ótrúlegt að einhver brýst inn í bílinn manns og stelur ökuskírteini að hann geti tæmt bankareikninga viðkomandi, jafnvel stofnað til marga milljón krónna skulda.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Þri 07. Nóv 2023 10:12
af frjáls
Ökuskírteini eru ekki góð skiríki. Ég er með eitt nýlegt, og ljósmyndin sem tekin var hjá sýslumanni er svo léleg að ég get ómögulega þekkt sjálfan mig.
Best væri að notast eingöngu við vegabréf þegar rafræn skilríki eru útbúin.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Þri 07. Nóv 2023 10:37
af appel
Sakna þess líka að það þurfi að aflæsa símanum til að slá inn pin fyrir rafræna auðkenningu. Áður var það þannig að síminn þurfti að vera ólæstur, en núna er hægt að samþykkja þó síminn sé læstur. Það þýðir að hver sem veit pinnið getur samþykkt á síma þó hann sé læstur, t.d. skilinn eftir, á skrifborði í vinnu, heima, í bílnum etc. Snýst bara um auka-lag af öryggi.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Þri 07. Nóv 2023 10:41
af dori
appel skrifaði:Sakna þess líka að það þurfi að aflæsa símanum til að slá inn pin fyrir rafræna auðkenningu. Áður var það þannig að síminn þurfti að vera ólæstur, en núna er hægt að samþykkja þó síminn sé læstur. Það þýðir að hver sem veit pinnið getur samþykkt á síma þó hann sé læstur, t.d. skilinn eftir, á skrifborði í vinnu, heima, í bílnum etc. Snýst bara um auka-lag af öryggi.

Þú þurftir þess þannig séð aldrei. Það var bara mælt með því af því að sumir símar útfærðu þetta illa þannig að það virkaði ekki ef síminn var læstur.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Þri 07. Nóv 2023 12:18
af slapi
appel skrifaði:Sakna þess líka að það þurfi að aflæsa símanum til að slá inn pin fyrir rafræna auðkenningu. Áður var það þannig að síminn þurfti að vera ólæstur, en núna er hægt að samþykkja þó síminn sé læstur. Það þýðir að hver sem veit pinnið getur samþykkt á síma þó hann sé læstur, t.d. skilinn eftir, á skrifborði í vinnu, heima, í bílnum etc. Snýst bara um auka-lag af öryggi.


Það á að aftengja þessi skilríki við simkort/símanúmer og færa allt yfir í appið.
Þar þarftu að aflæsa símanum áður en auðkenning á sér stað.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Þri 07. Nóv 2023 12:42
af Mossi__
Aleigan er bara PIN away.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mið 08. Nóv 2023 10:26
af vatr9
slapi skrifaði:
appel skrifaði:Sakna þess líka að það þurfi að aflæsa símanum til að slá inn pin fyrir rafræna auðkenningu. Áður var það þannig að síminn þurfti að vera ólæstur, en núna er hægt að samþykkja þó síminn sé læstur. Það þýðir að hver sem veit pinnið getur samþykkt á síma þó hann sé læstur, t.d. skilinn eftir, á skrifborði í vinnu, heima, í bílnum etc. Snýst bara um auka-lag af öryggi.


Það á að aftengja þessi skilríki við simkort/símanúmer og færa allt yfir í appið.
Þar þarftu að aflæsa símanum áður en auðkenning á sér stað.


Ekki þarf ég að aflæsa til að auðkenna í appinu.
Auðkenning þar virkar án aflæsingar.
Hefði gjarnan viljað að opna þyrfti símann.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mið 08. Nóv 2023 11:35
af slapi
vatr9 skrifaði:
slapi skrifaði:
appel skrifaði:Sakna þess líka að það þurfi að aflæsa símanum til að slá inn pin fyrir rafræna auðkenningu. Áður var það þannig að síminn þurfti að vera ólæstur, en núna er hægt að samþykkja þó síminn sé læstur. Það þýðir að hver sem veit pinnið getur samþykkt á síma þó hann sé læstur, t.d. skilinn eftir, á skrifborði í vinnu, heima, í bílnum etc. Snýst bara um auka-lag af öryggi.


Það á að aftengja þessi skilríki við simkort/símanúmer og færa allt yfir í appið.
Þar þarftu að aflæsa símanum áður en auðkenning á sér stað.


Ekki þarf ég að aflæsa til að auðkenna í appinu.
Auðkenning þar virkar án aflæsingar.
Hefði gjarnan viljað að opna þyrfti símann.


Ég er á iPhone og þarf að aflæsa símanum til að auðkenna

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mið 08. Nóv 2023 11:50
af vatr9
slapi skrifaði:
vatr9 skrifaði:
slapi skrifaði:
appel skrifaði:Sakna þess líka að það þurfi að aflæsa símanum til að slá inn pin fyrir rafræna auðkenningu. Áður var það þannig að síminn þurfti að vera ólæstur, en núna er hægt að samþykkja þó síminn sé læstur. Það þýðir að hver sem veit pinnið getur samþykkt á síma þó hann sé læstur, t.d. skilinn eftir, á skrifborði í vinnu, heima, í bílnum etc. Snýst bara um auka-lag af öryggi.


Það á að aftengja þessi skilríki við simkort/símanúmer og færa allt yfir í appið.
Þar þarftu að aflæsa símanum áður en auðkenning á sér stað.


Ekki þarf ég að aflæsa til að auðkenna í appinu.
Auðkenning þar virkar án aflæsingar.
Hefði gjarnan viljað að opna þyrfti símann.


Ég er á iPhone og þarf að aflæsa símanum til að auðkenna


Ok, er á Android (Samsung). E.t.v. munur þar á.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mið 08. Nóv 2023 13:39
af thorhs
Ertu viss að síminn sé ekki sjálfkrafa að aflæsast með face recognition þegar þú sérð innskráningarbeiðnina? Það gerist amk hjá mér á iPhone ef ég nota auðkenningaröpp.

Re: Rafrænum skilríkjum stolið.

Sent: Mið 08. Nóv 2023 14:26
af vatr9
thorhs skrifaði:Ertu viss að síminn sé ekki sjálfkrafa að aflæsast með face recognition þegar þú sérð innskráningarbeiðnina? Það gerist amk hjá mér á iPhone ef ég nota auðkenningaröpp.


Nei, er ekki með andlitsaflæsingu virka hjá mér.
Eldri auðkenningarleið með SMS virkaði eins, ekki þurfti að aflæsa.
Flest öpp virka ekki þegar skjárinn er læstur hjá mér, en ekki með auðkenninguna.
Eina vörnin hjá mér er þetta 4 stafa pin sem þarf að nota með appinu.