Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Mán 13. Nóv 2023 21:50

Ég á ekki til um orð um hve mikil satíra þetta er...
https://www.dv.is/fokus/2023/11/13/bil- ... -lifsstil/

Er þetta ekki einsog veganisti að kvarta yfir því að kjöti hafi verið stolið úr frystinum?


*-*


hundur
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf hundur » Mán 13. Nóv 2023 22:23

Vissulega mjög súrrealískt. En þar sem höfuðborgarsvæðið er þannig skipulagt að erfitt er að ferðast alveg án bíls, þó þú vildir, þá þarf kannski ekki að koma á óvart að fólk í þessum samtökum eigi bíl.

Mér hefur sýnst þau benda réttilega á að það eru fleiri ferðamátar til en bíllinn og það er hægt að skipuleggja umhverfið þannig að bíllinn sé ekki einráður í borgarumhverfinu.
Viggi
FanBoy
Póstar: 740
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 112
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Viggi » Mán 13. Nóv 2023 22:28

Tók 2 tilraunir að fatta að bílaus lífstíll er nánast vonlaus á íslandi :lol:


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Mán 13. Nóv 2023 22:29

Voðalega mikið um svona gervi-mótmælendur. Einsog þessir í bretlandi sem leggjast á vegi í nafni "Stop Oil" og stöðva alla umferð, og svo eftir mótmælin setjast þeir upp í bílinn sinn og keyra heim.


*-*

Skjámynd

ekkert
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 73
Staða: Tengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf ekkert » Mán 13. Nóv 2023 22:30

Formaður strætó bs. notar væntanlega ekki strætó. Skrýtinn heimur sem við búum í


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Mán 13. Nóv 2023 22:34

hundur skrifaði:Vissulega mjög súrrealískt. En þar sem höfuðborgarsvæðið er þannig skipulagt að erfitt er að ferðast alveg án bíls, þó þú vildir, þá þarf kannski ekki að koma á óvart að fólk í þessum samtökum eigi bíl.

Mér hefur sýnst þau benda réttilega á að það eru fleiri ferðamátar til en bíllinn og það er hægt að skipuleggja umhverfið þannig að bíllinn sé ekki einráður í borgarumhverfinu.


Þú átt ekki að segja fólki hvernig á að lifa lífi sínu ef þú getur ekki lifað eftir því sem þú prédikar. HRÆSNI á hæsta stigi. Þessi samtök kalla sig "BÍL-LAUS", en samt eru stjórnarmeðlimir á bíl, og segja öðrum að vera ekki á bíl.

Þessi samtök dæma sig algjörlega marklaus.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Mán 13. Nóv 2023 22:35

ekkert skrifaði:Formaður strætó bs. notar væntanlega ekki strætó. Skrýtinn heimur sem við búum í

Starf vs. lífskoðunar/baráttumál.

Ef ég vinn hjá Coca Cola þá drekk ég ekki bara Coke, heldur líka Pepsi. Ekkert að því.

En þarna eru einstaklingar sem segja "Ég drekk bara Coke" en samt drekka þeir Pepsi.


*-*

Skjámynd

ekkert
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 73
Staða: Tengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf ekkert » Mán 13. Nóv 2023 22:54

Það er enginn formaður Coke eða Pepsi að koma fram með drykk keppinautsins í hendi.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Mán 13. Nóv 2023 22:56

ekkert skrifaði:Það er enginn formaður Coke eða Pepsi að koma fram með drykk keppinautsins í hendi.

Strætó hefur aldrei barist fyrir útrýmingu einkabílsins, heldur eingöngu almenningssamgöngum.

Þessi kona berst fyrir útrýmingu einkabílsins, en á einkabíl.


*-*

Skjámynd

ekkert
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 73
Staða: Tengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf ekkert » Mán 13. Nóv 2023 23:05

Strætó bs. er svo óáreiðanlegur og hægur að það er ekki gerlegt að vera án einkabíls. Einn formaðurinn talar fyrir betri almenningssamgöngum, hinn er formaður strætó bs.
Síðast breytt af ekkert á Mán 13. Nóv 2023 23:09, breytt samtals 1 sinni.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Mán 13. Nóv 2023 23:11

ekkert skrifaði:Strætó bs. er svo óáreiðanlegur og hægur að það er ekki gerlegt að vera án einkabíls. Einn formaðurinn talar fyrir betri almenningssamgöngum, hinn er formaður strætó bs.

Afhverju fer hún Inga ekki í strætó?
Hættu svo að afvegaleiða umræðuna svona.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Mán 13. Nóv 2023 23:14

Samtökin ættu að kallast "Næstum því bíllaus lífstíll"


*-*

Skjámynd

ekkert
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 73
Staða: Tengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf ekkert » Mán 13. Nóv 2023 23:16

Fyrirgefðu, ég skal hætta að afvegleiða umræðuna edit: fjarlægt
Síðast breytt af ekkert á Þri 14. Nóv 2023 21:43, breytt samtals 1 sinni.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

ekkert
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 73
Staða: Tengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf ekkert » Mán 13. Nóv 2023 23:21

fjarlægt
Síðast breytt af ekkert á Þri 14. Nóv 2023 21:44, breytt samtals 1 sinni.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Mán 13. Nóv 2023 23:29

Það ætti að banna svona öfgahræsnurum að eiga bíl og fljúga um í þotum. Þetta lið er í sama klassa og elítan sem flýgur um á einkaþotum og predikar um gróðurhúsaáhrifin, t.d. vegna flugs. Öfga vinstri bulll fólk sem neitar að gagnrýna 1) Kína fyrir langmestu mengunina 2) Rússland fyrir olíu og gasframleiðslu. Sjáðu Gretu Thunberg :
https://www.youtube.com/shorts/aMK3aae9cU0
Síðast breytt af appel á Mán 13. Nóv 2023 23:29, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 484
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 151
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Sinnumtveir » Mán 13. Nóv 2023 23:29

Hahaha, þetta er of fyndið. Inga þessi er sennilega með formannaveikina á háu stigi.

Hún er formaður Siðmenntar (þar fór allt í bál og brand undir hennar hennar formennsku)
og í stjórn "Bíllauss lífstíls". Ég yrði verulega hissa ef hún er ekki í fleiri stjórnum.

Veit einhver?Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 138
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Baldurmar » Þri 14. Nóv 2023 00:25

Mér finnst þú nú kanski stökkva fullt hratt upp á nef þér appel.

Yfirlýst stefna þessa félagsskap er: "Samtök um bíllausan lífsstíl er hópur fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er."

En ekki:
appel skrifaði:Þessi kona berst fyrir útrýmingu einkabílsins, en á einkabíl.


Snöggt stopp á facebook hópnum þeirra sýnir að þau séu aðallaega að ræða hvernig bæta mætti hjólasamgöngur og strætó og hvað það er mikið svifryk undanfarið...


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Þri 14. Nóv 2023 11:15

Baldurmar skrifaði:Mér finnst þú nú kanski stökkva fullt hratt upp á nef þér appel.

Yfirlýst stefna þessa félagsskap er: "Samtök um bíllausan lífsstíl er hópur fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er."

En ekki:
appel skrifaði:Þessi kona berst fyrir útrýmingu einkabílsins, en á einkabíl.


Snöggt stopp á facebook hópnum þeirra sýnir að þau séu aðallaega að ræða hvernig bæta mætti hjólasamgöngur og strætó og hvað það er mikið svifryk undanfarið...

Kannski...
en það má deila um það hve raunveruleg áhrifin eru af svona baráttusamtökum. Held að svona þrýstihópar hafi á endanum þau áhrif að greið leið einkabílsins sé minni en ella, á endanum vinna þau gegn einkabílnum þó það sé ekki kannski yfirlýst stefna.
En bíllaus lífstíll er og verður áfram um ókomna framtíð óraunhæft markmið, það verður fyrir langflesta ómögulegt að búa hérna án einkabílsins, af ýmsum ástæðum.


*-*

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 138
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Baldurmar » Þri 14. Nóv 2023 11:25

appel skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Mér finnst þú nú kanski stökkva fullt hratt upp á nef þér appel.

Yfirlýst stefna þessa félagsskap er: "Samtök um bíllausan lífsstíl er hópur fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er."

En ekki:
appel skrifaði:Þessi kona berst fyrir útrýmingu einkabílsins, en á einkabíl.


Snöggt stopp á facebook hópnum þeirra sýnir að þau séu aðallaega að ræða hvernig bæta mætti hjólasamgöngur og strætó og hvað það er mikið svifryk undanfarið...

Kannski...
en það má deila um það hve raunveruleg áhrifin eru af svona baráttusamtökum. Held að svona þrýstihópar hafi á endanum þau áhrif að greið leið einkabílsins sé minni en ella, á endanum vinna þau gegn einkabílnum þó það sé ekki kannski yfirlýst stefna.
En bíllaus lífstíll er og verður áfram um ókomna framtíð óraunhæft markmið, það verður fyrir langflesta ómögulegt að búa hérna án einkabílsins, af ýmsum ástæðum.


Aukið aðgengi að öðrum ferðamátum en bílum er í raun eina leiðin til að greiða úr umferð bíla, að fækka bílum er að greiða leið þeirra sem kjósa eða verða að vera á bíl.

Mjög margir munu kjósa áfram að eiga bíl, en nota þá sjaldnar ef það er auðvelt að fara á strætó eða hjóli í og úr vinnu t.d.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf jericho » Þri 14. Nóv 2023 11:38

Einkabíllinn er eini ferðamátinn sem hefur verið í fókus í marga áratugi. Það er bara gott og hollt að jafna leikinn fyrir aðra ferðamáta.5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


ABss
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf ABss » Þri 14. Nóv 2023 11:55

Vil endilega benda á þetta: https://www.visir.is/g/20232487262d/ven ... bil-stjora

Ég er alls ekki bíllaus. Ég mun ekki lifa bíllausum líffstíl á næstunni. Það er ekki mitt markmið. En ég og konan mín eigum vel búin rafmagnshjól og hjólum til og frá vinnu allt árið. Ég er einnig með börn á leikskóla. Það er ekkert vandamál.

Nei, það hentar ekki öllum af ýmsum ástæðum. En það er vel geranlegt fyrir miklu fleiri, miklu oftar.

Á góðu rafmagnshjóli og hlífðarfötum er veðrið ekkert vandamál. Það er meira að segja miklu skemmtilegra að hjóla i vondu veðri, vel búinn, en að blóta því, og öllu öðru, fastur í umferð.

Að því sögðu, þá er þetta hriklega fyndin frétt =)

(Vonandi endurheimtir hún bílinn og aðrar eigur í lagi)Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16356
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2055
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf GuðjónR » Þri 14. Nóv 2023 12:15

Þetta er svo kaldhæðnislegt.
Sé fyrir mér aðra sambærilega fyrirsögn:

Brotist var inn hjá formanni íslenskra grænkera og öllu kjöti úr frystikistunni hans stolið.Skjámynd

Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 23
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Le Drum » Þri 14. Nóv 2023 12:18

Sá fyrsti sem var tekinn fyrir of hraðan akstur innanbæjar í 250 Garður eftir að formaður umferðarnefndar lét fjölga hraðahindrunum var… sjálfur formaður umferðarnefndar :)


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.

Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf jericho » Þri 14. Nóv 2023 12:35

GuðjónR skrifaði:Þetta er svo kaldhæðnislegt.
Sé fyrir mér aðra sambærilega fyrirsögn:

Brotist var inn hjá formanni íslenskra grænkera og öllu kjöti úr frystikistunni hans stolið.


Ég sé ekki vandamálið. Þótt einhver aðhyllist ákveðinn lífstíl (grænkeri, bíllaus, bara-nota-vörur-frá-apple), þá þýðir það ekki að viðkomandi þurfi að vera all-in í þeim lífstíl. Það er gott að borða meira af grænmeti þótt þú útrýmir ekki kjötáti. Það er gott að nota einkabílinn minna, þótt þú farir einstaka ferðir á bíl.

[edit] typos
Síðast breytt af jericho á Þri 14. Nóv 2023 13:25, breytt samtals 1 sinni.5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 203
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Henjo » Þri 14. Nóv 2023 12:41

Fólk lifir innan þessa kerfis sem það reynir að bæta, það geta verið ýmsar ástæður að hún er með bíll. Grunar að hún noti bifreiðina talsvert minna en flestir Íslendingar. Sem flestir treysta sér ekki útur húsi nema þeir séu í tveggja tonna kassa á hjólum, vælandi um hvað umferðin er þung. Og hvað göturnar eru lélegar. Á meðan þeir sjálfir eru á naggladekkjum, sem stúta götunum og eyðileggja loftæði.

Ahverju getum við ekki farið út að leika í dag? Spurði fimm ára strákurinn á leiksólanum. Já, það er útaf stóri karlinn þarna á Land Cruiserinum þorir ekki að keyra nema hann sé með uþb 700 nagla undir bílnum sagði leikskólakennarinn.