Eru Electric Vehicles framtíðin?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2130
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 341
Staða: Ótengdur

Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf Moldvarpan » Fös 17. Nóv 2023 20:09

Nú var ég að horfa á þátt nýlega, Richard.Hammonds.Workshop.S03E03.A.Brave.New.World

Þar kom hann inná Electrofuel/synthetic fuels sem grænan valkost fyrir eldri ökutæki.

Og gæti því hvaða vél sem er verið jafnvel grænni valkostur en rafbílar.

Nú hef ég aldrei heyrt um þetta áður, hafið þið kynnt ykkur þetta? Er ekki líklegt að þetta verði frekar framtíðin umfram batteríin?


Edit; setti óvart rangan þátt :D
Síðast breytt af Moldvarpan á Fös 17. Nóv 2023 20:23, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5185
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 905
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf appel » Fös 17. Nóv 2023 20:37

Ég held að minni rafmagnsfarartæki séu framtíðin. Held að rafskútur, rafvespur, séu svona byrjunin á þess, en ég held að þetta eigi eftir að þróast meira.

Minni farartæki segi ég, því ástæðan er einfaldlega sú að rafbílar eru alltof dýrir, og bílar almennt, þeir eru stórir, hannaðir fyrir 4-5 farþega, ásamt farangri. Það er alltof mikið miðað við að flest ferðalög eru innanbæjar, stuttar vegalengdir, og þú ert oftast einn í bíl. Þetta sér maður á leið til og frá vinnu.
Kannski eitthvað svona? Tveggja manna smábíll.
Mynd
Mynd
Mynd
mun léttari, þurfa mun minni rafhlöðu, ódýrari þessvegna, en duga flestum.


Kosturinn við rafmagn er að rafmagn er víða lagt, infrastrúktúrinn er til staðar og er þekktur. Auk þess eru rafmagnsbílar mjög einfaldir.
En með framandi eldsneyti þá flækjast málin, bæði hvernig á að nýta orkuna úr orkugjafanum, þarf sérstaka vél í það?
Rafmagn er svo einfalt, enda er það orðið ofan á í dag í raun miðað við alla aðra orkugjafa.
Vetni t.d. er alltof flókið og erfitt að dreifa.
Síðast breytt af appel á Fös 17. Nóv 2023 20:37, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2433
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 201
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf GullMoli » Fös 17. Nóv 2023 21:26

Mér finnst rafmagnsbílar mjög heillandi vegna færri slithluta, minna viðhalds og að geta hlaðið heima á tilturlega hagstæðu verði.

Hinsvegar er framleiðsla á þessum rafhlöðum gífurlega slæm fyrir umhverfið, stórkostlegt jarðrask og annar viðbjóður sem fylgir þessu í þróunarríkjum, en þetta er ekki okkar land svo hverjum er ekki sama! https://www.euronews.com/green/2022/02/ ... ric-future

Bílarnir eru miklu þyngri (og rafhlaðan er alveg jafn þung þó hún sé tóm). Kostar meira að ferja bílana, þeir slíta malbikinu og dekkjum meira (dekk eru 78% orsök örplasts í hafinu, https://www.euronews.com/green/2023/10/ ... rst-of-all).

Svo er rafmagn ennþá framleitt með kolum eða öðrum ó-umhverfisvænum leiðum í mörgum ríkjum.


Þannig að það er frábært ef hægt er að nýta það sem er til nú þegar, og á grænni veg en var áður!


|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 319
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf Tóti » Fös 17. Nóv 2023 21:47

Eru rafmagnsfarartæki framtíðin?
Hvernig væri að tala smá íslensku og reyna að halda henni við.
Bara smá athugasemd.
Síðast breytt af Tóti á Fös 17. Nóv 2023 21:48, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4751
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 808
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf jonsig » Fös 17. Nóv 2023 22:00

Held að raf- og hybrid bílar í dag séu þvílíka beta test -ruslið í dag miðað við hvernig þeir verða eftir nokkur ár.

Og satt best að segja er ekki töff að vera á svona bílum, og fyrir alvöru karlmenn er þetta eins og að vera í háum hælum. (kannski heillandi fyrir z-kynslóðina og 101 plebba.)

En þegar þetta er farið að keyra sig sjálft og hugsa fyrir mann, þá fer mikil gleði úr lífinu.
Það er ekkert sem jafnast á við upplifunina að stýra græjunni sjálfur og vera með road rage að flauta á einhvern froðuheila á miklubrautinni.
Síðast breytt af jonsig á Fös 17. Nóv 2023 22:00, breytt samtals 1 sinni.


Electronic engineering technician.


orn
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf orn » Fös 17. Nóv 2023 22:55

jonsig skrifaði:Og satt best að segja er ekki töff að vera á svona bílum, og fyrir alvöru karlmenn er þetta eins og að vera í háum hælum. (kannski heillandi fyrir z-kynslóðina og 101 plebba.)

:baby

.....
Þetta er eitthvað það undarlegasta sem ég hef heyrt í tengslum við rafbílavæðinguna. Sem og hugmynd þín um "alvöru karlmenn". Og Z-kynslóðina. Og það er ekki eins og það sé ekki af mörgu að taka.
:-kSkjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 788
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 109
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf Hrotti » Fös 17. Nóv 2023 23:27

orn skrifaði:
jonsig skrifaði:Og satt best að segja er ekki töff að vera á svona bílum, og fyrir alvöru karlmenn er þetta eins og að vera í háum hælum. (kannski heillandi fyrir z-kynslóðina og 101 plebba.)

:baby

.....
Þetta er eitthvað það undarlegasta sem ég hef heyrt í tengslum við rafbílavæðinguna. Sem og hugmynd þín um "alvöru karlmenn". Og Z-kynslóðina. Og það er ekki eins og það sé ekki af mörgu að taka.
:-k


Það eru ansi margir af minni kynslóð (Gen-X) með tárin í augunum yfir að "alvöru" bílarnir þeirra séu skyldir eftir í rykinu af tiltölulega ódýrum rafmagnsbílum og finna þeim þess vegna allt til foráttu.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


ABss
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf ABss » Fös 17. Nóv 2023 23:30
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4751
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 808
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf jonsig » Fös 17. Nóv 2023 23:42

Hrotti skrifaði:
orn skrifaði:
jonsig skrifaði:Og satt best að segja er ekki töff að vera á svona bílum, og fyrir alvöru karlmenn er þetta eins og að vera í háum hælum. (kannski heillandi fyrir z-kynslóðina og 101 plebba.)

:baby

.....
Þetta er eitthvað það undarlegasta sem ég hef heyrt í tengslum við rafbílavæðinguna. Sem og hugmynd þín um "alvöru karlmenn". Og Z-kynslóðina. Og það er ekki eins og það sé ekki af mörgu að taka.
:-k


Það eru ansi margir af minni kynslóð (Gen-X) með tárin í augunum yfir að "alvöru" bílarnir þeirra séu skyldir eftir í rykinu af tiltölulega ódýrum rafmagnsbílum og finna þeim þess vegna allt til foráttu.Ég kaupi mér ekki ekki rafmagnsbíl fyrr en ég neyðist til þess. Allavegana ekkert sem ég hlakka til.

Kannski er ég alger vitleysingur fyrir main stream fólkinu.
Þó mér sé slétt sama hvað það hugsar (ef það hugsar yfir höfuð).


Electronic engineering technician.

Skjámynd

Henjo
spjallið.is
Póstar: 469
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf Henjo » Lau 18. Nóv 2023 11:11

Nei, eftir nokkur ár þá mun rafbílar verða mun ódýrari en hefðundir bílar. Svona biofuel eða vetni getur verið sniðugt kannsi á stóra trukka, en einkabílar með hefðbundnar vélar munu deyja út.

Eftir nokkrar áratugi munum við horfa afturábak á þá martröð sem bensín og dísel bílar eru, og hlæja að fólk actually reyndi að halda í þá.Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1772
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf Danni V8 » Lau 18. Nóv 2023 12:57

Rafbílar eru algjörlega framtíðin. Eins svekkjandi og mér finnst það sem algjör petrol head, þá eru þessir bílar bara alveg ótrúlega góðir. Þeir taka allt sem framleiðendur reyna að gera á eldsneytisbílum og gera það betur sjálfkrafa - hratt upptak, hljóðlátir, þæginlegir á allan hátt.

Rafmótorar eru alveg fáránlega góðir í flestum bílum og svo gott sem viðhaldslausir. Það þarf ekki að skipta um olíur og síur fyrir drifbúnaðinn á árs fresti, bara frjókornasíu og bremsuvökva á 2 ára fresti. Tæknin er orðin rosalega góð, og þegar drægnin og hleðsluhraðinn er orðinn það góður að manni er alveg sama um að ná allt að 200km styttra en uppgefnar tölur eru, þá er enginn tilgangur með eldsneytisbílum lengur, annar en að skemmtanagildið sem eigendur fá útúr þeim.

Verðum að horfa á það að það er algengt að dísel bílar sem eru með uppgefna 1200km í drægni komast oftast ekki nema kringum 8-900km, 1000km við bestu aðstæður, en öllum er sama því 1. það er alveg ógeðslega langt á einum tank og 2. það tekur 5 mín að fylla á tankinn. Ef það væri svipað með rafbíla þá væru öllum sama um að ná ekki auglýstri drægni, því það hefur verið venjan frá því að bílar komu út.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 44
Staða: Tengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf Trihard » Lau 18. Nóv 2023 19:38

Í Kína er ódýrara að kaupa nýjan rafmagnsbíl en nýjan eldsneytisbíl, 60% of öllum nýskráðum bílum í Kína árið 2022 ganga fyrir rafmagni, miðað við uþb. 45% nýskráðra fólksbíla á Íslandi ganga fyrir rafmagni fyrir þetta ár skv. tölum frá samgöngustofu.
Þegar það verður hægt að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl á 3 millur með svipaða drægni og model 3 þá getum við talað um að einkareknir eldsneytisbílar séu gleymdir og grafnir hér á landi amk.
Síðast breytt af Trihard á Lau 18. Nóv 2023 19:48, breytt samtals 4 sinnum.Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2294
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 50
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf Gunnar » Lau 18. Nóv 2023 20:04

hybrid bílar eru held ég meiri framtíð. raf-bensín bílar.
Eins og með allt þá þarf að þróa og þetta verður alltaf betra og betra.
Fyrsta kynslóð var með einhverja hlægilegt range á rafmagni(35km eða eitthvað). en þegar þetta verður 200-500km á rafmagni og svo bensínvél með auka 500km sem væri til að hlaða batteri og hita bílinn upp í kaldari löndum eins og hér.
Svo þegar bensínvélin og rafvélin vinna saman til að auka hröðunina en i venjulegum kringumstæðum væri bara rafmagnið að taka af stað og bensínið fyrir lengri vegalengdir eða í upphafi til að hita bílinn.
held að góður bíll sé volvo xc90 sem er í kringum 400 hestöfl en þetta verður kannski möguleiki í ódyrari bílum í framtíðinni á meðan tæknin er að þróast. og vonandi þá líka með lengra range.Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4751
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 808
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf jonsig » Lau 18. Nóv 2023 20:20

Maður hefur tekið eftir að mikið af fólki er einmitt komið á alltof kraftmikla bíla, sem hafa hingað til örugglega bara verið á venjulegum fjölskyldubílum þar til núna.


Electronic engineering technician.

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1548
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 124
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf audiophile » Sun 19. Nóv 2023 09:31

jonsig skrifaði:Maður hefur tekið eftir að mikið af fólki er einmitt komið á alltof kraftmikla bíla, sem hafa hingað til örugglega bara verið á venjulegum fjölskyldubílum þar til núna.


Já skil ekki alveg aflið í sumum af þessum bílum. Nýji Volvo EX30 fjölskyldubíllinn er t.d. til í Dual Mótor útfærslu og er 3.4sek í hundrað. Þetta eru tölur sem sáust bara í ofurbílum fyrir nokkrum árum.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6760
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 933
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf Viktor » Sun 19. Nóv 2023 09:55

orn skrifaði:
jonsig skrifaði:Og satt best að segja er ekki töff að vera á svona bílum, og fyrir alvöru karlmenn er þetta eins og að vera í háum hælum.

:baby

.....
Þetta er eitthvað það undarlegasta sem ég hef heyrt í tengslum við rafbílavæðinguna. Sem og hugmynd þín um "alvöru karlmenn". Og Z-kynslóðina. Og það er ekki eins og það sé ekki af mörgu að taka.
:-k

Ældi smá upp í mig þegar ég las þetta karlremburöfl
Síðast breytt af Viktor á Sun 19. Nóv 2023 09:55, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


orn
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf orn » Sun 19. Nóv 2023 11:12

audiophile skrifaði:
jonsig skrifaði:Maður hefur tekið eftir að mikið af fólki er einmitt komið á alltof kraftmikla bíla, sem hafa hingað til örugglega bara verið á venjulegum fjölskyldubílum þar til núna.


Já skil ekki alveg aflið í sumum af þessum bílum. Nýji Volvo EX30 fjölskyldubíllinn er t.d. til í Dual Mótor útfærslu og er 3.4sek í hundrað. Þetta eru tölur sem sáust bara í ofurbílum fyrir nokkrum árum.

Ég hugsa að þetta tengist því að ná öflugra regen. T.d. er 400 hestafla Tesla Model 3 með akkúrat nægilega öfluga regen bremsun til að geta notað bremsuna ekki nema í neyðarstopp. Það þýðir að orkan nýtist betur.

Það að Volvo séu líka með svona öfluga bíla finnst mér renna stoðum undir þá tilgátu.Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf Hauxon » Sun 19. Nóv 2023 11:46

Voðalega er þetta Útvarp-Sögu kjaftæði þreytt!Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1925
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 241
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf einarhr » Sun 19. Nóv 2023 13:52

jonsig skrifaði:Maður hefur tekið eftir að mikið af fólki er einmitt komið á alltof kraftmikla bíla, sem hafa hingað til örugglega bara verið á venjulegum fjölskyldubílum þar til núna.


Þú ert alltaf sami fýlupúkinn, ef þú hefur ekkert málefnalegt að segja er bara best að halda kjafti.

Ps Þú þarft að láta fylla á Gleðiboxið þitt það virðist algjörlega tómt og allt sem kemur frá þér hér er bara tuð.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Plex i7 6700K 16GB |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4751
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 808
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf jonsig » Sun 19. Nóv 2023 17:40

einarhr skrifaði:Ps Þú þarft að láta fylla á Gleðiboxið þitt það virðist algjörlega tómt og allt sem kemur frá þér hér er bara tuð.


Þegar ég á að halda kjefti


Electronic engineering technician.


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 361
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 62
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf mainman » Sun 19. Nóv 2023 19:03

Ég bý í vogum vatnsleysu og vinn í bænum og er töluvert á ferðinni.
Ég er búinn að kaupa model 3 performance (3.3 sec 100. 540hp) og model Y fyrir konuna.
Hún er að keyra cirka 120km á dag í og úr vinnu.
Set hérna inn hleðslutölfræðina af mínum bíl en hann er kominn í 27 þús á tæpu ári og eldsneytisáætlunin miðast við 7.2L 100 sem var það sem kian mín eyddi.
Þetta er algjör nobrainer að vera á svona bíl.
Þótt þeir setji þetta gjald á þá er það ekki nema um 16 þús á mánuði hjá mér sem er cirka það sem einn tankur kostaði á kiuna og ég fór aldrei með minna en 5 tanka á mánuði.
Viðhengi
Screenshot_20231119_190104_Tesla.jpg
Screenshot_20231119_190104_Tesla.jpg (268.07 KiB) Skoðað 954 sinnumSkjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4751
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 808
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf jonsig » Sun 19. Nóv 2023 19:31

Núna er ég forvitinn, og væri mjög ánægður með upplýst svör við eftirfarandi spurningum.

Ég hef alltaf miðað 15.000km sem meðal akstur á ári.
þú ert aftur á móti að cycla rafhöðunna amk 2x meira heldur en meðal notandinn með að keyra uþb 30.000km árlega.

Tesla gefa upp 300-500.000 mílur á svona batterí á heimasíðunni (á eftir að sjá það gerast)

Ég gæti trúað að raunhæf ending við Íslenskar aðstæður eru kannski 6-8ár (að því gefnu að ekkert ófyrirsjáanlegt gerist eins og að keyra í poll)

Rafhöðuábyrgðin er "8ár" að því gefnu að þú farir ekki yfir 160.000 km. Og rafhlaðan þarf að vera komin undir 70% ..
Ábyrgðin verður farin hjá þér innan við fimm og hálft ár

Innraviðnám rafhlöðu virðist ekki eiga við rafbíla ,heldur öll önnur raftæki, sem mér finnst mjög forvitnilegt.

Ég gæti trúað að rafhlaða með útskiptum sé eitthvað kringum +3millj króna.
Og ef 160.000km er vegalengdin sem Tesla treystir sér að ábyrgjast, þátt fyrir 300.000mílna yfirlýsinguna, þá er km gjald uþb 19kr

Eitt og sér uþb 600þ.krónur. fyrir 30.000km akstur.

Svo ég er mjög hræddur um að þessi bensínsparnaður breytist í annan kostnað.

Ef ég hef rangt fyrir mér þá endilega leiðrétta mig.
Síðast breytt af jonsig á Sun 19. Nóv 2023 19:36, breytt samtals 2 sinnum.


Electronic engineering technician.


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 361
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 62
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf mainman » Sun 19. Nóv 2023 20:00

Ég ætla mér nú aldrei að eiga þennan bíl meira en 3-4 ár svo ég hef svossem ekki áhyggjur af því.
Rafhlaða í svona bíl er 1.6m svo það munar helming hjá þér í því.
Ég hleð þennan bíl yfirleitt á þriggja daga fresti, 4 daga ef það er lítið snatt hjá mér svo ég er með kanski um 130 hleðslur yfir árið og þessar rafhlöður eiga að endast um 1.500 hleðslur svo það tekur smá tíma að klára batteryin.
Á 27 þús km er ég kominn með 2.1% rýrnun sem ég kalla nú ekki mikið.
Þegar þessi bíll verður kominn í 400 þús km þá verður rafhlaðan að öllum líkindum farin að skríða í 70% rýmd srm þýðir að það er kominn tími á að skipta um hana.
Ég er líka bifvélavirki og hef unnið í 25 ár við það líka og ég veit það alveg að þegar flestar eldsneytisvélar etu komnar það hátt þá er yfirleitt kominn tími á miljón króna vélarupptekningu og samt er búið að eyða um miljón í heildina í smurningar, tímareimar, vatnsdælur oþh viðgerðir og þá er ekki einusinni byrjað að taka saman kostnað við sjálfskiptingar eða gírkassa.
Það er eins og það gleymist alltaf að taka saman allann þennan gríðarlega kostnað sem fylgir eldsneytisbílum á æfi þeirra en þegar kemur að rafmagnsbílum þá er einblínt á hvað nýtt battery kostar þrátt fyrir að það sé í flestum tilfellum ódyrara en rekstrarkostnaður eldsneytisbíla.
Þetta er helmingi skemmtilegra, kraftmeira, áreiðanlegra og allt við þessa rafmagnsbíla er orðið betra í dag.Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4751
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 808
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf jonsig » Sun 19. Nóv 2023 20:46

Fyrst við erum að tala um sparnað :
Hvað ætlaru að gera eftir 3-4ár þá ? kaupa nýjan bíl ?

Rafhlaða í svona bíl er 12-16þ$ í heildsölu.
Vantar nákvæma tölu en í t.d. Jagúar kosta útskiptin 3millj. eftir að eigandinn rak hana undir.

Ég tók bara rafhöðuna sem dæmi. Ef það bilar annar mótorinn í tví mótor samstæðu í þessum bílum þýðir nýja samstæðu sem kostar mikið meira en batteríið.

mainman skrifaði:Þegar þessi bíll verður kominn í 400 þús km þá verður rafhlaðan að öllum líkindum farin að skríða í 70% rýmd srm þýðir að það er kominn tími á að skipta um hana.


Hvernig færðu það út ?

mainman skrifaði:Ég er líka bifvélavirki og hef unnið í 25 ár við það líka og ég veit það alveg að þegar flestar eldsneytisvélar etu komnar það hátt þá er yfirleitt kominn tími á miljón króna vélarupptekningu og samt er búið að eyða um miljón í heildina í smurningar, tímareimar, vatnsdælur oþh viðgerðir og þá er ekki einusinni byrjað að taka saman kostnað við sjálfskiptingar eða gírkassa.


Þú veist þó allavegana hvað bíður þín með bensínbíl. Þetta er flóknara og oft hrikalega dýrt að vera beta tester.
Síðast breytt af jonsig á Sun 19. Nóv 2023 21:19, breytt samtals 1 sinni.


Electronic engineering technician.

Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1925
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 241
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?

Pósturaf einarhr » Sun 19. Nóv 2023 21:06

mainman skrifaði:Ég ætla mér nú aldrei að eiga þennan bíl meira en 3-4 ár svo ég hef svossem ekki áhyggjur af því.
Rafhlaða í svona bíl er 1.6m svo það munar helming hjá þér í því.
Ég hleð þennan bíl yfirleitt á þriggja daga fresti, 4 daga ef það er lítið snatt hjá mér svo ég er með kanski um 130 hleðslur yfir árið og þessar rafhlöður eiga að endast um 1.500 hleðslur svo það tekur smá tíma að klára batteryin.
Á 27 þús km er ég kominn með 2.1% rýrnun sem ég kalla nú ekki mikið.
Þegar þessi bíll verður kominn í 400 þús km þá verður rafhlaðan að öllum líkindum farin að skríða í 70% rýmd srm þýðir að það er kominn tími á að skipta um hana.
Ég er líka bifvélavirki og hef unnið í 25 ár við það líka og ég veit það alveg að þegar flestar eldsneytisvélar etu komnar það hátt þá er yfirleitt kominn tími á miljón króna vélarupptekningu og samt er búið að eyða um miljón í heildina í smurningar, tímareimar, vatnsdælur oþh viðgerðir og þá er ekki einusinni byrjað að taka saman kostnað við sjálfskiptingar eða gírkassa.
Það er eins og það gleymist alltaf að taka saman allann þennan gríðarlega kostnað sem fylgir eldsneytisbílum á æfi þeirra en þegar kemur að rafmagnsbílum þá er einblínt á hvað nýtt battery kostar þrátt fyrir að það sé í flestum tilfellum ódyrara en rekstrarkostnaður eldsneytisbíla.
Þetta er helmingi skemmtilegra, kraftmeira, áreiðanlegra og allt við þessa rafmagnsbíla er orðið betra í dag.


Útvarp Saga er víða !
Síðast breytt af einarhr á Sun 19. Nóv 2023 21:06, breytt samtals 1 sinni.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Plex i7 6700K 16GB |