Síða 2 af 2

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 00:16
af jonsig
TheAdder skrifaði:. Ég er ekki á rafbíl sjálfur, drattast um á 7 ára Swift, en stefni líklegast á rafmagnsbíl næst, þegar núverandi hættir að borga sig.



Drattast um ? Það verða komnir flugbílar þegar þín fer að bila. Er sjálfur á 2013 módel sukku til að fara í vinnuna sem á örugglega 10ár eftir.

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 07:42
af Danni V8
jonsig skrifaði:
TheAdder skrifaði:. Ég er ekki á rafbíl sjálfur, drattast um á 7 ára Swift, en stefni líklegast á rafmagnsbíl næst, þegar núverandi hættir að borga sig.



Drattast um ? Það verða komnir flugbílar þegar þín fer að bila. Er sjálfur á 2013 módel sukku til að fara í vinnuna sem á örugglega 10ár eftir.

Vandamálið með Suzuki er ekki að þeir byrja að bila heldur hvað ryðga alveg hrottalega mikið. Ekki eins slæmt og Mazda samt en nálægt því

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 08:26
af Mossi__
Danni V8 skrifaði:
jonsig skrifaði:
TheAdder skrifaði:. Ég er ekki á rafbíl sjálfur, drattast um á 7 ára Swift, en stefni líklegast á rafmagnsbíl næst, þegar núverandi hættir að borga sig.



Drattast um ? Það verða komnir flugbílar þegar þín fer að bila. Er sjálfur á 2013 módel sukku til að fara í vinnuna sem á örugglega 10ár eftir.

Vandamálið með Suzuki er ekki að þeir byrja að bila heldur hvað ryðga alveg hrottalega mikið. Ekki eins slæmt og Mazda samt en nálægt því


Svona upp á forvitnina, en hvernig stendur Toyotan þar?

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 09:38
af jonsig
Danni V8 skrifaði:Vandamálið með Suzuki er ekki að þeir byrja að bila heldur hvað ryðga alveg hrottalega mikið. Ekki eins slæmt og Mazda samt en nálægt því


Okey ? Er á swift ´13,Það er nánast ekkert ryð í minni. Mikið af gömlum swift í umferðinni, algerlega vanhirtir en örugglega ennþá mjög praktískir.
Var á 91" suzuki vitara á tímabili, hann varð 25ára áður en ryðið eyðilagði hann. Fyrri eigandi þreif hann aldrei nema kannski einu sinni á ári.

Mossi__ skrifaði:Svona upp á forvitnina, en hvernig stendur Toyotan þar?


Hún hefur bara ekkert bilað, hef bara skipt um t.d. fjöðrun (50þ.kr) til að hafa allt tip top. Hún er bara meiri ryðhaugur heldur en súkkan, held að toyota sé slæm uppá það. Fór með hann á tesla vottað sprautuverkstæði til að sprauta ryðgaðan topp. Ótrúlegt en satt var bara tveggja vikna biðtími svo ég kæmist að útaf öllum þessum nýlegu teslum sem voru með ryðvandamál.

Allur mengunarvarnarbúnaður tip top. Euro 6 sótsía.
Næstum eyðilagði hann með að fara með hann á smurstöð, ættir að kannast við það mál.


Var að pæla kaupa bíl nr.3 og hafa hann BMW 330 helst ekki hybrid.

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 10:22
af dadik
jonsig skrifaði:Var að pæla kaupa bíl nr.3 og hafa hann BMW 330 helst ekki hybrid.


Ég get selt þér 17 ára gamlan Subaru Legacy (alveg að verða 18!)

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 11:00
af jonsig
dadik skrifaði:
jonsig skrifaði:Var að pæla kaupa bíl nr.3 og hafa hann BMW 330 helst ekki hybrid.


Ég get selt þér 17 ára gamlan Subaru Legacy (alveg að verða 18!)


Var nú að pæla í að eiga einn nýlegan bíl uppá jókið.

En svona back to topic.

Hef mælt með þessum hérna áður. Kannski 10ár síðan, man ekki alveg.
https://www.consumerreports.org/

Fjármagnaðir af lesendum, Debunka allskonar vitleysu, vara við ef einhver framleiðandinn er að taka dýfu í gæðum og real world test á drægni Ev´s.

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 13:12
af JReykdal
jonsig skrifaði:Ég hef ekki sagt orð á þessum þræði samt eru usual suspects mættir til að grenja yfir lyklaborðin hjá sér. :evillaugh

Margrét friðriks, hægri öfgar og útvarp saga ? Er ekki allt í lagi með fólk ? Þetta er rafbílaspjall..

Það eru valid punktar í þessari frétt.
CBS vitnar í Consumer reports sem er ekki hægt að líta framhjá.
Sagan af Hansjörg von Gemmingen sem hefur verið í tíðum útskiptum á dýrum pörtum á bílnum sínum sl.~2 milljón km er ekki tilbúningur. Hvort sem það er tesla sem borgar eða hann að hluta sýnir frammá áreiðanleikavandamál.

Consumer reports eru algerlega fjármagnaðir með lesandaáskrift. Þessi síða er lítið þekkt hérna í Norðri, því þessi síða tekur fyrir 99.9% amerískar vörur til skoðunnar sem eru sjaldan fánlegar á Ísl.

CR hafa gert helling af sniðugum hlutum í þágu neytenda og dæmi sem ég man eftir strax:

Mjög flott og viðamikil tilraun á leigubílum kringum aldamótin sem sýndi frammá að vélarolíu framleiðendur hafa fyllt neytandann af bulli varðandi vélarolíu á bílum og sýndu frammá að gæði voru stór ýkt og tíðni olíuskipta.

Þeir gerðu prófanir á fjöldanum á bílabónum og fundu út að aðeins eitt þeirra verndaði lakkið hugsanlega 3mánuði og restin var í raun gagnslaus.

Sýnt frammá hvernig tryggingar í BNA plokka af manni peninga..

ofl ofl.

Að véfengja CR er bara forheimska eða fólk blindað af staðfestuvillu.

Svo varðandi þessar 8ára ábyrgð bílaframleiðanda.. þetta er örugglega nákvæmlega eins og " 10ára***** " ryðvarnarábyrgðin hjá toyota eða þetta klassíska að X fjöldi kílómetra núllar ábyrgðina.


Það var enginn að gagnrýna CR.

Það var verið að gagnrýna vafasamt take hjá bæði frettin.is og CBS sem drógu fram heimskulegar alhæfingar úr niðurstöðum CR.

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 15:11
af Stuffz
frétt á frettin.is

aldrei séð þetta áður..

ég smellti á ritstjórn:


Ritstjórn
Sendu póst

Netfang: frettin@frettin.is

Sími: 773 8077


EDIT:
kannski við þurfum að hafa fréttalöggur einsog verðlöggur, þótt enginn vilji netlöggur :-k

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 15:14
af vesley
@jonsig

“ Ótrúlegt en satt var bara tveggja vikna biðtími svo ég kæmist að útaf öllum þessum nýlegu teslum sem voru með ryðvandamál.”



Hvaða ryðvandamál á að hafa verið hjá Teslu?

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 15:52
af jonsig
vesley skrifaði:@jonsig

“ Ótrúlegt en satt var bara tveggja vikna biðtími svo ég kæmist að útaf öllum þessum nýlegu teslum sem voru með ryðvandamál.”



Hvaða ryðvandamál á að hafa verið hjá Teslu?


Ekki hugmynd, en þetta er vottað tesla spautu verkstæði og haugur af nýjum tesla þar inni og á bílastæðinu. Alveg örugglega ekki keramik húðun því þeir seldu þann hluta starfseminnar.

Kannski er svarið hérna https://www.carsifu.my/news/teslas-and- ... sters-warn
kannski hægri öfgasíða að vitna í bílaklúbbinn ADAC , GTÜ og Margrét Friðriks að ritstýra.

AutoCenter svo ég taki alla mystík af þessu.

Eina verkstæðið sem ég hef verslað við og getur málað panel í réttum lit. Og jonsig approved.

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 21:16
af Trihard
TLDR: Risaeðlueldsneytisbílar fylla bílastæði risaeðlueldsneytisbifreiðasölumanna á meðan Teslur seljast eins og heitar lummur um allan heim. ](*,)

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 21:47
af rapport
Fyrst að TopGear gaurarnir eru að hætta þá munum við kannski aldrei fá svar við þessu...

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 22:02
af vesley
jonsig skrifaði:
vesley skrifaði:@jonsig

“ Ótrúlegt en satt var bara tveggja vikna biðtími svo ég kæmist að útaf öllum þessum nýlegu teslum sem voru með ryðvandamál.”



Hvaða ryðvandamál á að hafa verið hjá Teslu?


Ekki hugmynd, en þetta er vottað tesla spautu verkstæði og haugur af nýjum tesla þar inni og á bílastæðinu. Alveg örugglega ekki keramik húðun því þeir seldu þann hluta starfseminnar.

Kannski er svarið hérna https://www.carsifu.my/news/teslas-and- ... sters-warn
kannski hægri öfgasíða að vitna í bílaklúbbinn ADAC , GTÜ og Margrét Friðriks að ritstýra.

AutoCenter svo ég taki alla mystík af þessu.

Eina verkstæðið sem ég hef verslað við og getur málað panel í réttum lit. Og jonsig approved.



Þetta er 99% tjónabílar hjá Autocenter.
Tesla er mest seldi bíll landsins undanfarin ár og þeir eru þeir einu sem annast viðgerðir fyrir Tesla hér heima.
Það er ekkert ryðvandamál í gangi hjá Tesla.

Re: Rafbílar koma illa út í könnun

Sent: Fös 08. Des 2023 23:28
af jonsig
Þú ert nú að selja dót í tesla, skrítið að linkurinn sem ég póstaði með tesla vandamálum hafi enga merkingu.