Síða 1 af 1

Stökkbreyting í menntamálum

Sent: Mið 14. Feb 2024 09:34
af rapport
https://www.visir.is/g/20242529107d/i-s ... ola-gjalda

Persónulega finnst mér að það þurfi að gera iðnmenntun hærra undir höfði, gervigreindin mun ekki leysa verkvit af hólmi.

En þetta er meiriháttar breyting sem mun gera ýmiskonar nám aðgengilegra en um leið þá tapast líklega smá "prestige" hjá þeim sem hafa verið að fara í dýrt og fancy nám, sem nú er komið á "útsölu".

Mér finnst það reyndar geggjað því að ég hef meiri trú á hæfileikafólkinu sjálfu en diplomunni þeirra, diploman er bara formsatriði og skapar ekkert virði nema fólk sé með talent.

En fyrir fólk hér og val um hvar eigi að læra tölvunarfræði.

Ef HÍ og HR eru á sama verði og eina spurningin er um gæði og skipulag námsins... hvert ætti fólk að fara að læra?

Re: Stökkbreyting í menntamálum

Sent: Mið 14. Feb 2024 09:55
af rostungurinn77
Án þess að ég sé sérfræðingur í rekstri HR þá get ég ekki ímyndað mér að þeir hafi verið að glíma við skort á nemendum.

Felli HR niður skólagjöld þá er spurningin hvernig skólinn bregst við aukinni aðsókn og hvaða áhrif það hefur á gæði námsins.

Það er reyndar eitt þarna, ef HR fellir niður skólagjöld. Það er fullt af fólki úti á landi sem færi eflaust í fjarnám í tölvunarfræði/verkfræði/tæknifræði í gegnum "skólasetur. Sambærilegt við námið sem Háskólinn á Akureyri hefur verið að bjóða, sem er bara HR í fjarnámi.

Re: Stökkbreyting í menntamálum

Sent: Mið 14. Feb 2024 10:19
af Njall_L
Er það ekki réttur skilningur hjá mér að þó svo að skólagjöld falli niður eða breytist frá núverandi mynd þá sé ekkert sem stoppi skráningargjald? Þannig að þó að þessi breyting sé að verða sé ekki gefið að nám í HR sem dæmi verði nokkuð ódýrara en núna?

Re: Stökkbreyting í menntamálum

Sent: Mið 14. Feb 2024 10:22
af rapport
Njall_L skrifaði:Er það ekki réttur skilningur hjá mér að þó svo að skólagjöld falli niður eða breytist frá núverandi mynd þá sé ekkert sem stoppi skráningargjald? Þannig að þó að þessi breyting sé að verða sé ekki gefið að nám í HR sem dæmi verði nokkuð ódýrara en núna?


https://www.hi.is/nam/skrasetningargjold

Fréttin virðist tiltaka sömu skráningargjöld og í HÍ fyrir alla háskóla.

Re: Stökkbreyting í menntamálum

Sent: Mið 14. Feb 2024 11:21
af rapport
Ég greinilega las ekki nógu vel... þetta er bara á hugmyndastigi

https://www.visir.is/g/20242529326d/stj ... -as-laugar

Re: Stökkbreyting í menntamálum

Sent: Fös 16. Feb 2024 14:47
af rapport