Síða 1 af 1

Fundu hugsanlega merki um fornt líf

Sent: Fös 05. Apr 2024 14:03
af jonfr1900
Þessi frétt hefur af einhverjum ástæðum farið mjög lágt í umræðunni. Það á eftir að staðfesta þessar niðurstöður sem gæti útskýrt þennan skort á umfjöllun. Það eru merki um það í þeim sýnishornum sem komu til Jarðar frá loftsteininum Bennu að brot af honum séu af plánetu sem var með líf, fullt af vatni og var með virka jarðfræði (eldgos, plötuhreyfingar) og var í kringum stjörnur sem eru fyrir löngu síðan brunnar út.


Laura Helmuth - astroid Bennu - From other planet - svd 30.03.2024.png
Laura Helmuth - astroid Bennu - From other planet - svd 30.03.2024.png (234.94 KiB) Skoðað 2228 sinnum

Re: Fundu hugsanlega merki um fornt líf

Sent: Fös 05. Apr 2024 15:52
af rapport
Give us a link... forkræingátlád!

Re: Fundu hugsanlega merki um fornt líf

Sent: Fös 05. Apr 2024 17:40
af ekkert

Re: Fundu hugsanlega merki um fornt líf

Sent: Fös 05. Apr 2024 19:34
af appel
Hafiði ekki séð The Thing, Life og Andromeda Strain?

En annars held ég að líf sé ansi víða í alheiminum, vex í raun allsstaðar þar sem aðstæður eru fyrir hendi og það gæti verið við ýmsar aðstæður sem okkur dettur ekki í hug. Það er í raun nóg að finna líf (nútíð/fortíð) á einum stað í sólkerfinu okkar til að hægt sé að álykta svo með nokkuð vissum hætti.

Re: Fundu hugsanlega merki um fornt líf

Sent: Fös 05. Apr 2024 21:16
af zetor
appel skrifaði:Hafiði ekki séð The Thing, Life og Andromeda Strain?

En annars held ég að líf sé ansi víða í alheiminum, vex í raun allsstaðar þar sem aðstæður eru fyrir hendi og það gæti verið við ýmsar aðstæður sem okkur dettur ekki í hug. Það er í raun nóg að finna líf (nútíð/fortíð) á einum stað í sólkerfinu okkar til að hægt sé að álykta svo með nokkuð vissum hætti.


The Thing er náttúrulega klassík

Re: Fundu hugsanlega merki um fornt líf

Sent: Fös 05. Apr 2024 21:22
af jonfr1900
rapport skrifaði:Give us a link... forkræingátlád!


Hérna er tengill sem fer framhjá áskriftarkröfunni.