Hvernig virkar þetta kaskotrygging

Allt utan efnis

Höfundur
Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 104
Staða: Ótengdur

Hvernig virkar þetta kaskotrygging

Pósturaf Semboy » Lau 04. Maí 2024 18:17

Ég er með innbúskasko.
Lenti í smá veseni konan sem er að þrífa hjá mér 2vikna fresti
hún var frekar aðeins of hörð á sjónvarpið og nú er varanlegt lina á skjánum.
Þessi lina er ekkert að angra mig mikið en það væri svo ekki vitlaust að fá það bætt ef það er möguleiki
enda eyddi ég sirka 780 þúss í þetta fyrir sirka 3árum.


hef ekkert að segja LOL!


gunni91
Vaktari
Póstar: 2651
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 194
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig virkar þetta kaskotrygging

Pósturaf gunni91 » Lau 04. Maí 2024 19:01

Ég verð mjög hissa ef tryggingarfélag bætir eitthvað tjón eftir þriðja aðila sem er að þrífa í atvinnuskyni.

Þetta er meira hugsað að sjónvarpið detti í gólfið eða þú rekst í sjónvarpið og panel brotnar.

Þá þarf að hafa í huga að tryggingarnar afskrifa raftæki nokkuð hratt og mig minnir að flest tryggingarfélög eru ekki að bæta svona gömul tæki, mismunandi milli félaga.

Myndi heyra í tryggingarfélaginu þínu með þetta.