Vextir - Snjóhengjan fellur!
-
- Besserwisser
- Póstar: 3117
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Ég myndi festa vextina til 5 ára og halda áfram með óverðtryggt lán. Ég gerði það sjálfur þegar fastvaxtatímabilinu lauk hjá okkur síðasta haust. Greiðslubyrðin jókst soldið en við erum sem betur fer með frekar lágt lán þannig að þetta eru ekki háar upphæðir á mánuði sem munaði. Mánaðarlegur sparnaður við að fara í fasta vexti frekar en beint í þessa breytilegu eru samt alveg nokkrir tíuþúsund kallar, 30-40 þús ef ég man rétt og maður er fljótur að spara fyrir mögulegu uppgreiðslugjaldi þegar (ef) vextir fara að lækka aftur og fara niður fyrir föstu vextina sem okkur buðust. Guð má vita hvenær það gerist. Fljótlega er liðið ár síðan þetta breyttist hjá okkur og við erum því búin að spara c.a hálfa milljón nú þegar á því að hafa tekið fasta vexti til 5 ára og ekki eru vextirnir nú sérstaklega líklegir til að byrja að lækka núna, frekar en síðasta haust þegar við stóðum frammi fyrir þessari ákvörðun.
Svo greiði ég aukalega inná lánið í hverjum mánuði og auk þess fer séreignasparnaður okkar beggja inná lánið líka. Það gengur því bara nokkuð hratt að greiða þetta niður.
Ég sé ekki fyrir mér að fara í verðtryggt lán nokkurntíman aftur.
Svo greiði ég aukalega inná lánið í hverjum mánuði og auk þess fer séreignasparnaður okkar beggja inná lánið líka. Það gengur því bara nokkuð hratt að greiða þetta niður.
Ég sé ekki fyrir mér að fara í verðtryggt lán nokkurntíman aftur.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3139
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 541
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
GuðjónR skrifaði:
Skuld 1. ágúst 2024: 18.890.150 kr.
Festa vexti í 3 ár 9.05% vextir, (1% uppgreiðslugjald ef ég skipti um skoðun - 188.000 kr.)
01.09.2024: Vextir (9.05%): 142.313 kr., Innborgun á höfuðstól: 3.907 kr., Kostnaður: 140 kr., Samtals: 146.360 kr.
Festa vexti í 5 ár 8.75% vextir, (1% uppgreiðslugjald ef ég skipti um skoðun - 188.000 kr.)
01.09.2024: Vextir (8.75%): 137.595 kr., Innborgun á höfuðstól: 3.907 kr., Kostnaður: 140 kr., Samtals: 141.642 kr.
Fastvaxtalán eru bara með uppgreiðslugjald ef meira en 1 milljón er greidd inn á lánið á ári. Þannig að fyrsta milljónin er undanþegin uppgreiðslugjaldi. Ef greitt er meira en milljón þá þarf bara að greiða af þeirri heildarinnágreiðslu að frádreginni milljón.
Allir bankarnir eru með sömu kostnaðaruppbygginguna á uppgreiðslugjaldi, 0,2% af virði lánsins fyrir hvert lán sem er eftir.
Upphæð uppgreiðslugjaldsins er alltaf sama hlutfallið, 0,2% fyrir hvert ár sem er eftir af fastvaxtatímabilinu og aldrei meira en 1% (því fastvaxtatímabil lána er hvort eð er aldrei lengra en 5 ár eða 5x0,2%=1%).
Heimild: https://aurbjorg.is/blog/samanburdur-a-uppgreidslugjoldum-landsbankans-arion-banka-og-islandsbanka--1lxym
Ef þú vilt vera mjög nákvæmur þá er þetta reikniformúlan
18.890.150,- 1.000.000 kr x 0,002 (0,2% eru reiknuð þannig) = 35.780 kr fyrir hvert ár í uppgreiðslugjald.
Annar kostnaður: Lántökukostnaður er frá 50-70 þúsund kr, þinglýsingargjald 2.700 kr., skjalagerð 9.995 kr. & greiðslumat 7.000 kr. Þannig að það má gera ráð fyrir 80.000 - 90.000 kr. sem fara í kostnað vegna endurfjármögnunar.
Flott samantekt hjá þér , ég er einmitt í sömu sporum að endurfjármagna svipaða lánaupphæð og er að meta stöðuna Óverðtryggt með breytilegum vöxtum vs föstum vöxtum.
Fannst þetta ágætis lesning til að hjálpa mér að greina stöðuna: https://www.landsbankinn.is/umraedan/fraedsla/aetti-eg-ad-festa-vextina-a-ibudalaninu-minu
Just do IT
√
√
-
- Besserwisser
- Póstar: 3139
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 541
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Eins og ég les í hlutina miðað við mitt lán sem er í dag hjá Arion banka á föstum vöxtum og færist yfir á breyilega vexti 1.sept 2024.
Afborganir Miðað við 18.500.000 kr óverðtryggt lán til 40 ára.
Landsbankinn:
8,75 % fastir vextir í 5 ár = 139.292 kr afborgun á mánuði.
9,05 % Fastir vextir í 3 ár = 143.554 kr afborgun á mánuði.
Arion:
10,89 % breytilegir vextir = 170.233 kr afborgun á mánuði.
Mín greining hvað það tekur langan tíma að borga sig að taka lán með föstum vöxtum hjá Landsbankanum miðað við mun á afborgun lána fastir vextir vs breytilegir vextir.
260.000 kr kostnaður við að endurfjármagna miðað við 5 ára uppgreiðslu og annan lántökukostnað.
Tekur 8-9 mánuði að borga sig ef vextir standa í stað eða hækka (fastir vextir til 5 ára hjá Landsbankanum).
190.000 kr kostnaður við að endurfjármagna miðað við 3 ára uppgreiðslu og annan lántökukostnað.
Tekur 7-8 mánuði að borga sig ef vextir standa í stað eða hækka (fastir vextir til 3 ára hjá Landsbankanum).
Næstu dagsetningar stýrivaxtaákvarðana seðlabanka Íslands.
https://www.sedlabanki.is/peningastefna/peningastefnunefnd/
21.ágúst
2.október
20.Nóvember
Edit: Það er auðvitað líka auka kostnaður vegna endurfjármögnunar við að færa sig frá sínum viðskiptabanka yfir á fasta vexti hjá Landsbankanum frá breytilegum vöxtum hjá Arion banka sem ég reyndar gleymdi að gera ráð fyrir. Það eru sirka 80-90 þúsund krónur til viðbótar.
Það eru því sirka 3 mánuðir í viðbót að borga sig að færa sig frá breytilegum vöxtum í fasta vexti miðað við ofangreint dæmi.
Afborganir Miðað við 18.500.000 kr óverðtryggt lán til 40 ára.
Landsbankinn:
8,75 % fastir vextir í 5 ár = 139.292 kr afborgun á mánuði.
9,05 % Fastir vextir í 3 ár = 143.554 kr afborgun á mánuði.
Arion:
10,89 % breytilegir vextir = 170.233 kr afborgun á mánuði.
Mín greining hvað það tekur langan tíma að borga sig að taka lán með föstum vöxtum hjá Landsbankanum miðað við mun á afborgun lána fastir vextir vs breytilegir vextir.
260.000 kr kostnaður við að endurfjármagna miðað við 5 ára uppgreiðslu og annan lántökukostnað.
Tekur 8-9 mánuði að borga sig ef vextir standa í stað eða hækka (fastir vextir til 5 ára hjá Landsbankanum).
190.000 kr kostnaður við að endurfjármagna miðað við 3 ára uppgreiðslu og annan lántökukostnað.
Tekur 7-8 mánuði að borga sig ef vextir standa í stað eða hækka (fastir vextir til 3 ára hjá Landsbankanum).
Næstu dagsetningar stýrivaxtaákvarðana seðlabanka Íslands.
https://www.sedlabanki.is/peningastefna/peningastefnunefnd/
21.ágúst
2.október
20.Nóvember
Edit: Það er auðvitað líka auka kostnaður vegna endurfjármögnunar við að færa sig frá sínum viðskiptabanka yfir á fasta vexti hjá Landsbankanum frá breytilegum vöxtum hjá Arion banka sem ég reyndar gleymdi að gera ráð fyrir. Það eru sirka 80-90 þúsund krónur til viðbótar.
Það eru því sirka 3 mánuðir í viðbót að borga sig að færa sig frá breytilegum vöxtum í fasta vexti miðað við ofangreint dæmi.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Lau 03. Ágú 2024 09:25, breytt samtals 3 sinnum.
Just do IT
√
√
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
GuðjónR skrifaði:...
Það er í raun spurning hvort að þú getir hangið á breytilegum vöxtum í einhverja mánuði (þeir munu þá lækka ef stýrivextir lækka) og þegar þú heldur að "time is right", þá festa vextina í 3 eða 5 ár...
Er þetta ekki eina viable game planið EF þú getur staðið undir greiðslunum?
Ef þú getur ekki staðið undir greiðslum á breytilegu vöxtunum þá er eina gameplanið að festa vextina ASAP.
Þetta er í raun enn ein fátæktargildran í þessu skíta samfélagi, að fólk er neytt í óhagstæð lán því það er króað af fjárhagslega með svona fantabrögðum bankanna.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Hjaltiatla skrifaði:
Mín greining hvað það tekur langan tíma að borga sig að taka lán með föstum vöxtum hjá Landsbankanum miðað við mun á afborgun lána fastir vextir vs breytilegir vextir.
260.000 kr kostnaður við að endurfjármagna miðað við 5 ára uppgreiðslu og annan lántökukostnað.
Tekur 8-9 mánuði að borga sig ef vextir standa í stað eða hækka (fastir vextir til 5 ára hjá Landsbankanum).
190.000 kr kostnaður við að endurfjármagna miðað við 3 ára uppgreiðslu og annan lántökukostnað.
Tekur 7-8 mánuði að borga sig ef vextir standa í stað eða hækka (fastir vextir til 3 ára hjá Landsbankanum).
Átta mig ekki alveg á þessari greiningu þinni varðandi kostnað.
Ekkert uppgreiðslugjald er hjá Landsbankanum á láni með breytilegum vöxtum. Kostnaður við að endurfjármagna er 59.900kr og ofan á það bætist 7.900-12.900kr fyrir greiðslumat ef þess er þörf.
Er nýlega búinn að endurfjármagna mitt lán og var því heildarkostnaðurinn 72.800kr. Hafði reyndar mikinn húmor fyrir því að þurfa að fara í greiðslumat þegar ég var að festa vexti á láni sem var hjá sama banka og með því að lækka afborganir mínar um rétt rúmlega 100.000kr á mánuði.
Ég bjó við þann ókost upphaflega að vera með lán hjá lífeyrissjóði sem leyfði ekki að festa vexti á þeim tíma sem stýrivextir fóru að keyra sig upp, hélt fyrst í vonina að háir vextir væru ekki margra ára barátta og þraukaði því í 10.75% um stund þar til ég bara hafði ekki lengur áhuga á að borga 2falt meira.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3139
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 541
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
vesley skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:
Mín greining hvað það tekur langan tíma að borga sig að taka lán með föstum vöxtum hjá Landsbankanum miðað við mun á afborgun lána fastir vextir vs breytilegir vextir.
260.000 kr kostnaður við að endurfjármagna miðað við 5 ára uppgreiðslu og annan lántökukostnað.
Tekur 8-9 mánuði að borga sig ef vextir standa í stað eða hækka (fastir vextir til 5 ára hjá Landsbankanum).
190.000 kr kostnaður við að endurfjármagna miðað við 3 ára uppgreiðslu og annan lántökukostnað.
Tekur 7-8 mánuði að borga sig ef vextir standa í stað eða hækka (fastir vextir til 3 ára hjá Landsbankanum).
Átta mig ekki alveg á þessari greiningu þinni varðandi kostnað.
Ekkert uppgreiðslugjald er hjá Landsbankanum á láni með breytilegum vöxtum. Kostnaður við að endurfjármagna er 59.900kr og ofan á það bætist 7.900-12.900kr fyrir greiðslumat ef þess er þörf.
Er nýlega búinn að endurfjármagna mitt lán og var því heildarkostnaðurinn 72.800kr. Hafði reyndar mikinn húmor fyrir því að þurfa að fara í greiðslumat þegar ég var að festa vexti á láni sem var hjá sama banka og með því að lækka afborganir mínar um rétt rúmlega 100.000kr á mánuði.
Ég bjó við þann ókost upphaflega að vera með lán hjá lífeyrissjóði sem leyfði ekki að festa vexti á þeim tíma sem stýrivextir fóru að keyra sig upp, hélt fyrst í vonina að háir vextir væru ekki margra ára barátta og þraukaði því í 10.75% um stund þar til ég bara hafði ekki lengur áhuga á að borga 2falt meira.
Dæmin miðuðust við að færa sig yfir í Landsbankann frá Arion í hagkvæmari fasta vexti og þá er að sjálfsögðu lántökukostnaður við að flytja sig yfir og ef maður ákveður að færa sig aftur yfir í breytilega vexti ef stýrivextir snarlækka og maður vill færa sig úr föstum vöxtum (líkt og GuðjónR var að pæla í upphaflegu innleggi , fyrir utan það að Guðjón er nú þegar hjá Landsbankanum).
Síðast breytt af Hjaltiatla á Lau 03. Ágú 2024 12:20, breytt samtals 1 sinni.
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16440
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2081
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Eftir miklar umræður og mörg jákvæð og hjálpleg svör ásamt viðtali við ráðgjafa Landsbankans var ákvörðun tekin: ég festi vextina í 8.75% til fimm ára. Þetta virðist vera besta lausnin í þessu flókna dæmi. Ég hafði val um að bíða til 20. ágúst til að sleppa við greiðslumat, sem kostar 12.900 kr. fyrir hjón, en með því að byrja ferlið strax byrja lægri vextir að tikka fyrr og trompa kostnað við greiðslumatið.
Greiðslumat er í raun formsatriði og kemur sjaldan í veg fyrir að banki neiti viðskiptavini sínum um skuldbreytingu í hagstæðari lán, samkvæmt þjónustufulltrúanum. Kostnaðurinn við ferlið er 12.900 kr. fyrir greiðslumat, 19.900 kr. fyrir viðaukagjald (breyta forsendum lánsins) og svo 2.700 kr. þinglýsingargjald of hugsanlega einhver smá auka bankakostnaður. Heildarkostnaðurinn er því tæplega 40.000 kr. Ef ég væri að fá nýtt lán eða fara milli lánastofnana bættist við 59.000 kr. lántökugjald.
Ég ákvað að bíða ekki því vextirnir sem eru í boði núna, 8.75%, gætu hækkað fyrirvaralaust. Almennt hafa fastir vextir verið hærri en breytilegir, en nú er það öfugt og ekki sjálfgefið að það haldist þannig. Þegar Seðlabankinn lækkar vexti hefur það strax áhrif á breytilega vexti, en föstu vextirnir eru geðþáttavextir bankanna og þeir geta breytt þeim hvenær sem er, jafnvel eftir helgi.
Í ljósi þess að verðbólga er á uppleið og líkur á vaxtalækkun eru litlar sem engar, og fastir vextir eru lægri en stýrivextir Seðlabankans, fannst mér engin ástæða til að bíða. Það er ekkert skrítið að við almenningur eigum erfitt með að spá í spilin þegar okkar bestu sérfræðingar gætu alveg eins verið að giska á lottótölur eins og að spá fyrir um stýrivexti. Samkvæmt spá þeirra ættu stýrivextir að vera á milli 4 og 5.5% núna (en eru 9.25%) og komnir í 4% um áramót. (sjá viðhengi)
Greiðslumat er í raun formsatriði og kemur sjaldan í veg fyrir að banki neiti viðskiptavini sínum um skuldbreytingu í hagstæðari lán, samkvæmt þjónustufulltrúanum. Kostnaðurinn við ferlið er 12.900 kr. fyrir greiðslumat, 19.900 kr. fyrir viðaukagjald (breyta forsendum lánsins) og svo 2.700 kr. þinglýsingargjald of hugsanlega einhver smá auka bankakostnaður. Heildarkostnaðurinn er því tæplega 40.000 kr. Ef ég væri að fá nýtt lán eða fara milli lánastofnana bættist við 59.000 kr. lántökugjald.
Ég ákvað að bíða ekki því vextirnir sem eru í boði núna, 8.75%, gætu hækkað fyrirvaralaust. Almennt hafa fastir vextir verið hærri en breytilegir, en nú er það öfugt og ekki sjálfgefið að það haldist þannig. Þegar Seðlabankinn lækkar vexti hefur það strax áhrif á breytilega vexti, en föstu vextirnir eru geðþáttavextir bankanna og þeir geta breytt þeim hvenær sem er, jafnvel eftir helgi.
Í ljósi þess að verðbólga er á uppleið og líkur á vaxtalækkun eru litlar sem engar, og fastir vextir eru lægri en stýrivextir Seðlabankans, fannst mér engin ástæða til að bíða. Það er ekkert skrítið að við almenningur eigum erfitt með að spá í spilin þegar okkar bestu sérfræðingar gætu alveg eins verið að giska á lottótölur eins og að spá fyrir um stýrivexti. Samkvæmt spá þeirra ættu stýrivextir að vera á milli 4 og 5.5% núna (en eru 9.25%) og komnir í 4% um áramót. (sjá viðhengi)
- Viðhengi
-
- IMG_9007.jpeg (625.48 KiB) Skoðað 3636 sinnum
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Er búinn að vera þessum skítakjörum í langan tíma núna. Held að þessi þráður hafi sannfært mig um að fara og festa vextina, einnig.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16440
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2081
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Hausinn skrifaði:Er búinn að vera þessum skítakjörum í langan tíma núna. Held að þessi þráður hafi sannfært mig um að fara og festa vextina, einnig.
Ég mæli með því að þú skoðir það sem í boði er og dragir ekki lappirnar með það.
Að því sögðu, endilega haldið þessum þræði lifandi og póstið hingað pælingum varðandi vexti og lán.
Ég vona að þessi þráður hjálpi fleirum en mér.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 624
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 67
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Skynsamlegt hjá þér GuðjónR.
Á sínum tíma var ég mikið að hugsa hvað ég ætti að gera í þessum málum en á endanum var niðurstaðan sú að það hefur aldrei verið hægt að treysta neinu varðandi fjármál á Íslandi og almenningur alltaf tekinn í þurrt og mér þótti alveg þess virði að þess vegna borga hærri vexti fyrir öryggið. Þess vegna tók ég fasta vexti í 5 ár á sínum tíma og sé ekki eftir því núna þar sem ég er safe með sömu kjör til 2026.
Þessi ákvörðun er búin að margborga sig núna.
Ég vildi samt að það væri hægt að hafa þetta í stöðugum málum eins og er víða erlendis en það eru engar líkur á því að það verði til langs tíma á Íslandi.
Á sínum tíma var ég mikið að hugsa hvað ég ætti að gera í þessum málum en á endanum var niðurstaðan sú að það hefur aldrei verið hægt að treysta neinu varðandi fjármál á Íslandi og almenningur alltaf tekinn í þurrt og mér þótti alveg þess virði að þess vegna borga hærri vexti fyrir öryggið. Þess vegna tók ég fasta vexti í 5 ár á sínum tíma og sé ekki eftir því núna þar sem ég er safe með sömu kjör til 2026.
Þessi ákvörðun er búin að margborga sig núna.
Ég vildi samt að það væri hægt að hafa þetta í stöðugum málum eins og er víða erlendis en það eru engar líkur á því að það verði til langs tíma á Íslandi.
-
- Vaktari
- Póstar: 2343
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 57
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Að festa vextina er ekki fyrir alla.
Juju lægri vextir en ég borgaði upp minna lánið hja mér upp i fyrra og þurfti ekki að borga neitt uppgreiðslugjald.
Og svo er ég buinn að borga meira en miljón inná stærra lánið nuna á innan við ári.
Og þar er ég buinn að lækka hjá mér greiðslubyrgði helling.
þetta er af sjálfsögðu ekki i boði fyrir alla. en ef maður lifir "rétt" þá er lítið mál að lifa á bara % af inkomunni og nýta afganginn í greiðslur inná lán.
Juju lægri vextir en ég borgaði upp minna lánið hja mér upp i fyrra og þurfti ekki að borga neitt uppgreiðslugjald.
Og svo er ég buinn að borga meira en miljón inná stærra lánið nuna á innan við ári.
Og þar er ég buinn að lækka hjá mér greiðslubyrgði helling.
þetta er af sjálfsögðu ekki i boði fyrir alla. en ef maður lifir "rétt" þá er lítið mál að lifa á bara % af inkomunni og nýta afganginn í greiðslur inná lán.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3833
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 149
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
nidur skrifaði:KaldiBoi skrifaði:Það er ekki séns að vextir haldist óbreyttir út árið.
Ég held að kreppan sem byrjaði á seinasta ári sé að koma núna og býst við aukningu verðbólgu á næstu mánuðum, ef maður skoðar verðbólgu breytingar á milli mánaða fyrir 12 mánuðum þá myndi ég giska á sirka 0,2 hækkun á mánuði næstu 3 mánuði, verður komin aftur í 7% í nóvember ;(
Vonandi ekki samt.
Ef mánaðarhækkun næstu 4 mánuði verður 0,2% þá verður ársverðbólgan (12 mánaða verðbólgan) í nóvember 5,3% . 0,2% mánaðarverðbólga næstu 3-4 mánuði væri lækkun miðað við sömu mánuði í fyrra. Vonum það besta!
Svo er gott að muna líka að þó maður sé með lán með ákveðinni greiðsluáætlun þá er allt í lagi að búa sér til sína eigin greiðsluáætlun, sem sagt borga alltaf meira inn á lánið. Það eykur manns eigin sveigjanleika (að geta án samskipta við lánastofnun lækkað greiðslubyrði tímabundið) og getur líka verið hagstæðara en aðrir lánamöguleikar.
Það má t.d. taka verðtryggt lán og ef maður borgar alltaf verðbólguþáttinn í hverjum mánuði ætti höfuðstóllinn að þróast svipað og sambærilegt óverðtryggt lán.
-
- FanBoy
- Póstar: 754
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
- Reputation: 12
- Staðsetning: 104
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Nariur skrifaði:GuðjónR skrifaði: Eina eignamyndunin sem varð á þeim tíma var hækkun á fasteignaverði.
Segir hann eins og það hafi ekki verið tugir milljóna.
Ég hef aldrei skilið grunnhyggjuna hjá þjóðfélaginu að halda að hækkun fasteignamats (án framkvæmda) sé eignamyndun eða að einhver sé að "græða". Húsið þitt breyttist ekkert, það þarf bara fleiri krónur til þess að eignast sama hús. Þ.a.l. það eina sem hefur gerst er að krónan hefur verið rýrð.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Saber skrifaði:Nariur skrifaði:GuðjónR skrifaði: Eina eignamyndunin sem varð á þeim tíma var hækkun á fasteignaverði.
Segir hann eins og það hafi ekki verið tugir milljóna.
Ég hef aldrei skilið grunnhyggjuna hjá þjóðfélaginu að halda að hækkun fasteignamats (án framkvæmda) sé eignamyndun eða að einhver sé að "græða". Húsið þitt breyttist ekkert, það þarf bara fleiri krónur til þess að eignast sama hús. Þ.a.l. það eina sem hefur gerst er að krónan hefur verið rýrð.
Vinsamlegast ekki sparka í liggjandi þjóð.
-
- /dev/null
- Póstar: 1445
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Daz skrifaði:Ef mánaðarhækkun næstu 4 mánuði verður 0,2% þá verður ársverðbólgan (12 mánaða verðbólgan) í nóvember 5,3% . 0,2% mánaðarverðbólga næstu 3-4 mánuði væri lækkun miðað við sömu mánuði í fyrra. Vonum það besta!
Já ég var einmitt að meina 0,2% meira á mánuði en var.
En já vonin, hún heldur okkur á floti, sama með sumarið hérna, góða veðrið fer að koma.
-
- /dev/null
- Póstar: 1445
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Saber skrifaði:Nariur skrifaði:GuðjónR skrifaði: Eina eignamyndunin sem varð á þeim tíma var hækkun á fasteignaverði.
Segir hann eins og það hafi ekki verið tugir milljóna.
Ég hef aldrei skilið grunnhyggjuna hjá þjóðfélaginu að halda að hækkun fasteignamats (án framkvæmda) sé eignamyndun eða að einhver sé að "græða". Húsið þitt breyttist ekkert, það þarf bara fleiri krónur til þess að eignast sama hús. Þ.a.l. það eina sem hefur gerst er að krónan hefur verið rýrð.
Nákvæmlega þetta er bara veiking gjaldmiðilsins. Sem betur fer fyrir þá sem eru búnir að fjárfesta í fasteignum þá eru fasteignaverð á íslandi að halda í verðbólgu það er ekki svoleiðis alstaðar.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3139
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 541
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
nidur skrifaði:Saber skrifaði:Nariur skrifaði:GuðjónR skrifaði: Eina eignamyndunin sem varð á þeim tíma var hækkun á fasteignaverði.
Segir hann eins og það hafi ekki verið tugir milljóna.
Ég hef aldrei skilið grunnhyggjuna hjá þjóðfélaginu að halda að hækkun fasteignamats (án framkvæmda) sé eignamyndun eða að einhver sé að "græða". Húsið þitt breyttist ekkert, það þarf bara fleiri krónur til þess að eignast sama hús. Þ.a.l. það eina sem hefur gerst er að krónan hefur verið rýrð.
Nákvæmlega þetta er bara veiking gjaldmiðilsins. Sem betur fer fyrir þá sem eru búnir að fjárfesta í fasteignum þá eru fasteignaverð á íslandi að halda í verðbólgu það er ekki svoleiðis alstaðar.
Smá innlegg inní umræðuna, get tekið mína íbúð sem dæmi.
Þegar ég kaupi íbúð
Fasteignamat 2018: 30.800.000 kr
Söluverð 2018: 32.900.000 KR
Fasteignamat 2024: 50.950.000 Kr
Fasteignamat 2025: 53.550.000 Kr
Fasteignasali gaf upp að hann myndi mæla með að ég myndi setja 56-58 miljónir á íbúðina mína ef ég myndi ákveða að selja í dag.
Held það sé nokkuð rétt miðað við eignir seldar í mínu hverfi þegar ég fletti upp á https://keldan.is/Fasteignir/Leit#Kaupsamningar
Alveg hægt að reikna verðlag 2018 hvernig það lítur út í dag.
https://www.hagstofa.is/verdlagsreiknivel
Það er rétt að krónan er að veikjast töluvert en það hefur líka verið töluverð raunhækkun á fasteignaverði seinustu ár en það er ekki hægt að eingöngu reikna krónu á móti krónu 2018 Vs 2024 sem dæmi þá þarftu að nota verðlagsreiknivél til að fá réttari mynd.
Edit: Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þessi formúla virkar hvernig Fasteignamat er reiknað En eðlilega þarf að uppfæra Fasteignamat yfir í nútímann frá því sem fyrir var.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mán 05. Ágú 2024 10:54, breytt samtals 2 sinnum.
Just do IT
√
√
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Íslandsbanki er með svokallað verðþak þar sem þeir reikna eitthvað ákveðið verð þak á mánaðarlegar greiðslur. Þú borgar nánast bara vexti og mismunur á greiðslunni og þeirri sem þú ættir að greiða fara beint á höfuðstólinn. Jú, þetta virðist vera eins og verðtryggt lán, en það er ekki svoleiðis, þetta er mun skárri kostur og lækkaði greiðslubyrgðina mína rúmlega 150k á mánuði, ég veit ég borga þetta allt á endanum, en ég get keypt mat og aðrar nauðsynjar. Þegar greiðslur hækka rúmlega tvöfalt, úr fáránlega miklu yfir í "ertu geðveikur", þá er þetta fín lausn.
Skársta lausnin væri klárleg að koma sér af þessu skeri, aftur, en það er ekki möguleiki
Skársta lausnin væri klárleg að koma sér af þessu skeri, aftur, en það er ekki möguleiki
-
- /dev/null
- Póstar: 1445
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Hjaltiatla skrifaði:Það er rétt að krónan er að veikjast töluvert en það hefur líka verið töluverð raunhækkun á fasteignaverði seinustu ár en það er ekki hægt að eingöngu reikna krónu á móti krónu 2018 Vs 2024 sem dæmi þá þarftu að nota verðlagsreiknivél til að fá réttari mynd.
Edit: Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þessi formúla virkar hvernig Fasteignamat er reiknað En eðlilega þarf að uppfæra Fasteignamat yfir í nútímann frá því sem fyrir var.
Það eru aðrar breytur sem hafa áhrif á fasteigna verð og seinustu tvö ár þá hafa allar ákvarðanir sem yfirvöld hafa tekið bara aukið þrýsting á hækkun fasteigna, og þetta er fyrst að koma fram núna og næstu 3 ár líklega. Örugglega 30% hækkun sem bíður í kerfinu.
Breyturnar:
Mjög lítið framboð á lóðum. (gerir það sem er í boði dýrara, uppboð og slíkt).
Hár vaxtakostnaður á lánum/fjármögnun.
Byggingarefni og vinna dýrari.
Endurgreiðsla virðisaukaskatts á vinnu var minnkuð í 35% (bara þessi liður hækkar verð á nýbyggingum um 5%).
Mikil eftirspurn eftir húsnæði. (almennt, grindavík, hlutdeildarlán, félagsíbúðir og fl.)
Eftirspurn á svo eftir að aukast þegar stýrivextirnir lækka.
Fasteignamatið var hækkað til að vera nær "markaðsvirði" en í rauninni vantaði sveitarfélögum bara meiri skatttekjur.
Það er líka auðveldara að fá hærra lán fyrir fasteigninni.
Á íslandi þá eru hverfin yfirleitt bara reiknuð miðað við fermetraverð. Aldur, ástand og fl. skiptir ekki jafn miklu máli og maður heldur.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16440
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2081
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
nidur skrifaði:Það eru aðrar breytur sem hafa áhrif á fasteigna verð og seinustu tvö ár þá hafa allar ákvarðanir sem yfirvöld hafa tekið bara aukið þrýsting á hækkun fasteigna, og þetta er fyrst að koma fram núna og næstu 3 ár líklega. Örugglega 30% hækkun sem bíður í kerfinu.
Breyturnar:
Mjög lítið framboð á lóðum. (gerir það sem er í boði dýrara, uppboð og slíkt).
Hár vaxtakostnaður á lánum/fjármögnun.
Byggingarefni og vinna dýrari.
Endurgreiðsla virðisaukaskatts á vinnu var minnkuð í 35% (bara þessi liður hækkar verð á nýbyggingum um 5%).
Mikil eftirspurn eftir húsnæði. (almennt, grindavík, hlutdeildarlán, félagsíbúðir og fl.)
Eftirspurn á svo eftir að aukast þegar stýrivextirnir lækka.
Fasteignamatið var hækkað til að vera nær "markaðsvirði" en í rauninni vantaði sveitarfélögum bara meiri skatttekjur.
Það er líka auðveldara að fá hærra lán fyrir fasteigninni.
Á íslandi þá eru hverfin yfirleitt bara reiknuð miðað við fermetraverð. Aldur, ástand og fl. skiptir ekki jafn miklu máli og maður heldur.
Þetta er líklega rétt, og til viðbótar endar níu af hverjum tíu seldum fasteignum í leigufélögum eða fyrirtækjum sem geta borgað uppsett verð eða yfirboðið. Margar eignir eru leigðar til ferðamanna. Og svo heitir kartaflan, hvað eru margir flóttamenn á Íslandi í dag? Þeir búa ekki á götunni.
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
https://en.as.com/latest_news/why-did-w ... e-stock-n/
https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024- ... siu-419009
Er eitthvað að gerast sem maður hefur ekki áttað sig á?
Vona að þetta gangi fljótt yfir hvað sem þetta er...
https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024- ... siu-419009
Er eitthvað að gerast sem maður hefur ekki áttað sig á?
Vona að þetta gangi fljótt yfir hvað sem þetta er...
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16440
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2081
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
rapport skrifaði:https://en.as.com/latest_news/why-did-warren-buffett-sell-half-of-his-apple-stock-n/
https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024- ... siu-419009
Er eitthvað að gerast sem maður hefur ekki áttað sig á?
Vona að þetta gangi fljótt yfir hvað sem þetta er...
Þetta boðar ekki gott; ef Bandaríkin hnerra, þá fær heimurinn kvef.
Þvílíkur léttir að vera búinn að festa vexti. Þetta er ávísun á að hrun sé yfirvofandi með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum.
Eina góða sem gæti komið út úr þessu er ef fasteignaverð hrynur.
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Með tilkomu AI þá mun atvinnuleysi aukast í nokkur ár áður en jafnvægi næst...
Just saying, þetta ástand gæti versnað til muna áður en það batnar.
Just saying, þetta ástand gæti versnað til muna áður en það batnar.
-
- /dev/null
- Póstar: 1445
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!
Ætli þeir séu ekki hættir að fiffa tölurnar í usa fyrst að biden ætlar ekki að bjóða sig fram.
The Latest Job Report Numbers Are Out, and they don't Look Good. A much weaker job report than expected was announced for the month of July, coupled with an increasing unemployment rate, which is promoting fears of a recession.