Ný heimtaug

Allt utan efnis

Höfundur
Sætúnið
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 25. Okt 2024 15:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ný heimtaug

Pósturaf Sætúnið » Fös 25. Okt 2024 19:37

Er að byggja bílskúr
Er að hugsa hvort einhver viti hvort væri ódýrara að taka nýa heimtaug í bílskúrinn
eða fá úr heima töflu í húsinnu?



Skjámynd

Langeygður
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 32
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Ný heimtaug

Pósturaf Langeygður » Fös 25. Okt 2024 22:12

Þarftu þá ekki að leygja annan mælir?
Ef þú tengir við húsið, muna að leggja net með.
Síðast breytt af Langeygður á Fös 25. Okt 2024 22:13, breytt samtals 1 sinni.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Ný heimtaug

Pósturaf Manager1 » Fös 25. Okt 2024 22:40

Heimtaugar eru dýrar, kostar sennilega 250.000+ að fá nýja heimtaug. Ættir að geta séð verðskrá yfir heimtaugar hjá orkuveitunni þinni.



Skjámynd

rostungurinn77
has spoken...
Póstar: 185
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Ný heimtaug

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 25. Okt 2024 23:03


Rafmagn - sérákvæði

Viðbótarheimtaug fyrir rafbílahleðslu:

Þrátt fyrir grein 4.1.7 í Tæknilegum tengiskilmálum rafveitna (TTR), samþykkja Veitur að leggja eina viðbótarheimtaug eða sérheimtaug inn á lóð vegna rafbílahleðslu þar sem eru fleiri en eitt húsnúmer. Þetta er aðeins heimilt ef núverandi heimtaugar hafa ekki nægilegt afl eða stækkun þeirra er mjög óhagkvæm.

Þetta á við um sameiginleg bílastæði þar sem heimtaug er tengd í viðurkenndan móttökuskáp notanda eða sameiginlegan bílakjallara.

Aldrei má leggja fleiri en eina heimtaug í sama inntaksrýmið eða sama húsnúmer. Rafverktaki ber ábyrgð á merkingu og afmörkun milli heimtauga innan húss.



Veitufyrirtæki leggja almennt bara eina heimtaug inn á hverja lóð þannig að þú yrðir að láta færa inntakið milli húsa. Ef þetta er eldra hús eða gömul heimtaug þá kann veitufyrirtækið að vilja endurnýja sjálfa heimtaugina samhliða framkvæmdunum.

Verðskrá heimtauga á bara við í nýbyggingarsvæðum. Það er frekar dýrt að leggja lagnir í frágengnum hverfum þannig að kostnaður við nýja heimtaug gæti verið nær milljón en 250k. Oftar en ekki ertu rukkaður um raunkostnað við framkvæmdina, erfitt að gera fast verð á svona framkvæmd.

Mögulega hægt að lækka kostnaðinn ef þú sérð um alla jarðvegsvinnuna sjálfur.

En þú færð aldrei neitt nema getgátur hér. Verður bara að hafa samband við veitufyrirtækið og fá uppgefið hvað er hægt að gera og hver líklegur kostnaður er.




Semboy
1+1=10
Póstar: 1142
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Ný heimtaug

Pósturaf Semboy » Lau 26. Okt 2024 00:18

Bara setja aðra töflu sem kemur frá húsinu alla daga.
Og á leiðini koma ljósleiðara þar inni frá húsinu.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Ný heimtaug

Pósturaf CendenZ » Lau 26. Okt 2024 12:19

Mikið auðveldara að setja upp töflu og leggja streng úr húsinu. Færð rafvirkja til að segja þér og skipuleggja… Ef þú ert að byggja bílskúr sjálfur geturðu sjálfur lagt fyrir lögninni þótt þú fáir ekki að tengja sjálfan strenginn eða kaplana




EinnNetturGaur
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ný heimtaug

Pósturaf EinnNetturGaur » Lau 26. Okt 2024 14:34

ef heimtaugin styður tengingu fyrir bílskúr þá hiklaust koma rafmagni og ljósleiðara á milli.