Frostverja vatnslagnir

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 641
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Frostverja vatnslagnir

Pósturaf falcon1 » Lau 23. Nóv 2024 19:22

Sælir, nú er hugsanlegt að maður missi hitann aftur hérna á Suðurnesjunum. Mér finnst bara þessar "leiðbeiningar" sem hafa verið gefnar út lítið hjálpa manni. Vitið þið um einhverjar góðar og ítarlegar leiðbeiningar um hvernig maður eigi að verjast frostinu ef vatnið fer? Best er auðvitað að fá fagmann en miðað við síðast að þá gæti það orðið mjög erfitt að fá mann í tæka tíð.
Hitakerfið hjá mér er gegnumstreymskerfi, ekki lokað.




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 314
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Frostverja vatnslagnir

Pósturaf B0b4F3tt » Lau 23. Nóv 2024 19:36

Nú veit ég ekki hversu stórt hús þú ert með en þú ættir að geta haldið húsinu frostfríu með þessum 2,5kW sem við fáum að nota í húshitun. Að því gefnu að þú ert ekki með alla glugga galopna :)
En það verður ekkert rosalega hlýtt hjá þér.
Ég er sjálfur í sömu aðstæðum. Mig minnir að hitastigið hafi verið að detta í einhverjar 10-12 gráður hjá mér þegar hraunið rauf hitaveituæðina síðast. Ekkert rosalega hlýtt en frostfrítt.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 641
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frostverja vatnslagnir

Pósturaf falcon1 » Lau 23. Nóv 2024 19:47

Já ég var reyndar heppinn síðast að ég virðist vera í nokkuð þéttu húsnæði þannig að hitinn var lengur að falla hjá mér en hjá mörgum sem ég þekki hérna á svæðinu. En er það nægur varmi til að halda gólfhitakerfinu frostfríu að það sem einhver varmi eftir í húsinu?
Við lentum í því síðast að hitakerfið í útistiganum rústaðist þar sem við náðum ekki að fá mann til okkar nógu snemma, það var ótrúlega fljótt að byrja að frjósa í því kerfi. Náðum samt að bjarga útistéttinni.
Að sjálfsögðu sögðu tryggingarnar bara þvert nei á að taka þátt í að bæta tjónið.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2353
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 60
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Frostverja vatnslagnir

Pósturaf Gunnar » Lau 23. Nóv 2024 20:58

ertu handlæginn?
er hitagrind þar sem þú getur aftengt hverja slaufu fyrir sig eða jafnvel stofninn inná og blásið lofti inní hverja slaufu fyrir sig til að fjarlægja vatnið ur slaufunum?
það má kannski ekki og þú þarft að skipta vatninu út fyrir frostlögur sem er kannski aðeins meira verk, ég hef ekki hugmynd.
google leit eða hringja í pípara til að fá svör við því kannski?
bara koma með hugmyndir




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 314
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Frostverja vatnslagnir

Pósturaf B0b4F3tt » Lau 23. Nóv 2024 22:15

Gunnar skrifaði:ertu handlæginn?
er hitagrind þar sem þú getur aftengt hverja slaufu fyrir sig eða jafnvel stofninn inná og blásið lofti inní hverja slaufu fyrir sig til að fjarlægja vatnið ur slaufunum?
það má kannski ekki og þú þarft að skipta vatninu út fyrir frostlögur sem er kannski aðeins meira verk, ég hef ekki hugmynd.
google leit eða hringja í pípara til að fá svör við því kannski?
bara koma með hugmyndir

Miðað við að hann segist vera með gegnumstreymiskerfi þá er lítið gagn í því að koma frostlegi á kerfið. Væri mögulega hægt að loka fyrir inntakið á heitavatninu og láta svo blása út úr lögnunum. Veit reyndar ekkert hvaða áhrif það hefur á kerfið þegar kemur að því að opna aftur fyrir inntakið.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 92
Staða: Ótengdur

Re: Frostverja vatnslagnir

Pósturaf Manager1 » Lau 23. Nóv 2024 23:57

Mögulega getur þú hækkað á hitanum eins mikið og hægt er, bíða eftir að vatnið hitni almennilega og loka svo fyrir kerfið, það ætti að vera hægt að loka fyrir bæði innstreymið og útstreymið. Þá ertu búinn að hámarka hitann sem þarf að fara úr kerfinu áður en það frýs og kannski kaupa þér einhverja klukkutíma.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Frostverja vatnslagnir

Pósturaf Hrotti » Sun 24. Nóv 2024 00:12

falcon1 skrifaði:Sælir, nú er hugsanlegt að maður missi hitann aftur hérna á Suðurnesjunum. Mér finnst bara þessar "leiðbeiningar" sem hafa verið gefnar út lítið hjálpa manni. Vitið þið um einhverjar góðar og ítarlegar leiðbeiningar um hvernig maður eigi að verjast frostinu ef vatnið fer? Best er auðvitað að fá fagmann en miðað við síðast að þá gæti það orðið mjög erfitt að fá mann í tæka tíð.
Hitakerfið hjá mér er gegnumstreymskerfi, ekki lokað.



Þú ert væntanlega að tala um gólfhitann inni hjá þér. Þá þarftu bara að passa að halda einhverjum hita á húsinu s.s yfir frostmarki með gas eða rafmagnshitun. Ef þú ert að hugsa um snjóbræðslu úti þá þarftu að blása úr rörunum svo þau springi ekki.


Verðlöggur alltaf velkomnar.