Síða 1 af 1
Tölvur og Rafmagnsvandræði
Sent: Sun 12. Jan 2025 16:05
af lyfsedill
Hæ, nú er það þannig frekar leyðinlegt að í blokk sem vinur minn býr, er einhver alltaf að hrekkja hann með að fara niður í kjallara um nótt og fara í rafmagnsboxið og slá út rafmagninu á hans íbúð bara.
En hann hefur heyrt að það að rafmagn fari af geti skemmt rafmagnstæki, ég spyr því fyrir hann hvernig eru tölvur kringum svona ef þetta er að gerast á hverri nóttu og tölvan í gangi, og rafmagn tekið af getur þetta skemmt tölvuna svo hún fari ekki í gang aftur eða eitthvað?
Um er að ræða um 2-3 ára tölvu.
Einhver? á hann að hafa áhyggjur eða ok að hafa tölvuna í gangi (þarf helst að vera í gangi útaf torrent).
kv
Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði
Sent: Sun 12. Jan 2025 16:23
af Viktor
Þá þarf að læsa töflunni með lykli.
Ætti ekki að skemma tölvur þó rafmagnið detti út.
Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði
Sent: Sun 12. Jan 2025 16:28
af lyfsedill
Viktor skrifaði:Þá þarf að læsa töflunni með lykli.
Ætti ekki að skemma tölvur þó rafmagnið detti út.
Jamm sagði það líka við hann að það ætti að læsa veit ekki af hverju er verið að hafa svona töflu opna. Er einhver nauðsyn til þess að svo sé í blokkum/stigagöngum?
Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði
Sent: Sun 12. Jan 2025 16:38
af playman
Það er yfirleit hættulegast að slá inn rafmagninu fyrir rafmagnstækin, best að taka þau úr sambandi áður en slegið er inn, en rafmagnstækin eru misjafnlega viðkvæm fyrir þessu.
En bara taka myndavél, gopro eða einhvern gamlan síma og ná myndbandi af þessum hálfvita, nú eða bara sitja fyrir honum og grípa hann glóðvolgan.
Þetta er ekki hrekkur ef að þetta er gert trekk í trekk og getur valdið tjóni!
Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði
Sent: Sun 12. Jan 2025 17:06
af lyfsedill
[quote="playman"]Það er yfirleit hættulegast að slá inn rafmagninu fyrir rafmagnstækin, best að taka þau úr sambandi áður en slegið er inn, en rafmagnstækin eru misjafnlega viðkvæm fyrir þessu.
En bara taka myndavél, gopro eða einhvern gamlan síma og ná myndbandi af þessum hálfvita, nú eða bara sitja fyrir honum og grípa hann glóðvolgan.
Þetta er ekki hrekkur ef að þetta er gert trekk í trekk og getur valdið tjóni
En ef hann hefur áhyggjur af vélinni þá er UPS málið
Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði
Sent: Mán 13. Jan 2025 13:05
af lyfsedill
Squinchy skrifaði:Er hann mikið að nota þvottavél eða þurkara á nóttunni? spyr aðalega því ég var með þannig nágranna og var oft kominn á þá pælingu að slá út íbúðinni þar sem samtal við aðilan skilaði engu

En ef hann hefur áhyggjur af vélinni þá er UPS málið
hæ, nei þvottavélar eru í kjallara, ekki í íbúðum þar sem hann býr .
hvað meinaru með UPS?
Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði
Sent: Mán 13. Jan 2025 13:48
af Squinchy
Tæki sem heldur vélinni gangandi í smá tíma ef rafmagnið dettur út og þá hægt að keyra niður vélina eða fara og slá aftur inn ef næginlega stór UPS er valinn og nægur tími til að komast að örygginu
https://kisildalur.is/category/46/products/2587
Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði
Sent: Mán 13. Jan 2025 13:56
af Gemini
Hann er að tala um Uninterruptible power supplies (UPS). Þetta oft notað á servera og annan viðkvæman tölvubúnað. Tengir þetta á milli búnaðarinns og innstungunnar. Þetta getur líka haldið búnaðinum í gangi í einhvern tíma þó að rafmagn fari.