Síða 1 af 1

Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Sun 12. Jan 2025 16:05
af lyfsedill
Hæ, nú er það þannig frekar leyðinlegt að í blokk sem vinur minn býr, er einhver alltaf að hrekkja hann með að fara niður í kjallara um nótt og fara í rafmagnsboxið og slá út rafmagninu á hans íbúð bara.
En hann hefur heyrt að það að rafmagn fari af geti skemmt rafmagnstæki, ég spyr því fyrir hann hvernig eru tölvur kringum svona ef þetta er að gerast á hverri nóttu og tölvan í gangi, og rafmagn tekið af getur þetta skemmt tölvuna svo hún fari ekki í gang aftur eða eitthvað?
Um er að ræða um 2-3 ára tölvu.

Einhver? á hann að hafa áhyggjur eða ok að hafa tölvuna í gangi (þarf helst að vera í gangi útaf torrent).
kv

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Sun 12. Jan 2025 16:23
af Viktor
Þá þarf að læsa töflunni með lykli.

Ætti ekki að skemma tölvur þó rafmagnið detti út.

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Sun 12. Jan 2025 16:28
af lyfsedill
Viktor skrifaði:Þá þarf að læsa töflunni með lykli.

Ætti ekki að skemma tölvur þó rafmagnið detti út.


Jamm sagði það líka við hann að það ætti að læsa veit ekki af hverju er verið að hafa svona töflu opna. Er einhver nauðsyn til þess að svo sé í blokkum/stigagöngum?

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Sun 12. Jan 2025 16:38
af playman
Það er yfirleit hættulegast að slá inn rafmagninu fyrir rafmagnstækin, best að taka þau úr sambandi áður en slegið er inn, en rafmagnstækin eru misjafnlega viðkvæm fyrir þessu.

En bara taka myndavél, gopro eða einhvern gamlan síma og ná myndbandi af þessum hálfvita, nú eða bara sitja fyrir honum og grípa hann glóðvolgan.
Þetta er ekki hrekkur ef að þetta er gert trekk í trekk og getur valdið tjóni!

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Sun 12. Jan 2025 17:06
af lyfsedill
[quote="playman"]Það er yfirleit hættulegast að slá inn rafmagninu fyrir rafmagnstækin, best að taka þau úr sambandi áður en slegið er inn, en rafmagnstækin eru misjafnlega viðkvæm fyrir þessu.

En bara taka myndavél, gopro eða einhvern gamlan síma og ná myndbandi af þessum hálfvita, nú eða bara sitja fyrir honum og grípa hann glóðvolgan.
Þetta er ekki hrekkur ef að þetta er gert trekk í trekk og getur valdið tjóni![/quote.f

Jamm held sé erfitt að grípa hann glóðvolgan því þetta er þröngt svæði þar sem rafmagnstaflan er og hann sæi viðkomandi ávallt vera þar niðri og erfitt að koma fyrir myndvel en var í gamla daga myndavélakerfi í húsinu hjá honum og kjallara sem var hægt að sjá í tv en nú sést ekkert í tv og hann veit ekki hvort það sé enn virkt það er taki video meira eða sé í upptöku.
Varðandi tjón þú talar um að sé hættulegast að slá inn rafmagninu fyrir rafmagnstækin, þegar þetta gerist slökknar um leið eðlilega á tölvunni (pc ekki laptop með rafhlöðu). Þannig það er pottþétt slökkt á tölvunni þegar hann kveikir á henni svo ætti þetta þá að hafa lítil áhrif á eða eyðileggja tölvuna?

hvaða rafmagnstæki eyðileggur svona lagað mest, ískápa t.d eða eldavélar, tv ?

kv

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Sun 12. Jan 2025 18:45
af playman
Það er tiltölulega auðvelt að fela þessar myndavélar í dag, sérstaklega síma og GoPro-vélar. Hægt er að smeygja þeim inn í alls konar dót eins og ruslapoka, fatahrúgur, pappakassa og þess háttar.

Ef rafmagnið fer af og svo aftur á, þá getur myndast straumálag eða spennutoppur þegar tækin reyna að kveikja á sér aftur. Þetta getur skemmt viðkvæma íhluti, sérstaklega í tölvum og þá helst aflgjafann, sem getur svo skemmt fleiri hluti í leiðinni. Þar að auki getur kerfið í tölvunni hrunið ef það var t.d. í miðri uppfærslu. Sama gildir um sjónvörp og önnur rafeindatæki sem eru viðkvæm fyrir spennubreytingum.

Stærri tæki eins og ísskápar og frystikistur geta líka lent í vandræðum, því þau þurfa oft mikið afl þegar þau fara í gang aftur. Það stressar mótorana, sem getur flýtt fyrir bilunum. Mótorar eru sérstaklega viðkvæmir þegar þeir eru í miðri vinnslu, þeir hitna og þurfa kælingu, svo að slökkva á þeim í miðjum klíðum er oft ávísun á vandamál.

Varðandi tölvur sem eru í gangi og kveikja ekki á sér sjálfar eftir straumrof, þá skiptir það í raun ekki öllu máli. Rafmagnið nær samt að þeim nema þú hafir slökkt á aflgjafanum aftan á tölvunni. Ef það er gert, ætti ekkert að geta gerst, þar sem þú hefur rofið hana algjörlega frá rafmagninu.

Mestu hætturnar eru þegar heilu hverfi eða bæir slá út, því þá getur myndast stór spennutoppur. Þessar hættur eru yfirleitt minni þegar þú slekkur á aðalrofa eða sjálfvörum í töflunni heima hjá þér. Þegar rafmagnið fer af hjá mér, slæ ég alltaf út öll sjálfvörum og aðalrofannum. Þegar rafmagnið kemur aftur á, slæ ég þeim einn í einu inn til að minnka líkurnar á t.d. að aðalrofi slái út trekk í trekk.

Þetta snýst svosem ekkert um að vera of varkár eða paranoid, bara að minnka líkurnar á leiðindum. Enginn nennir að díla við bilað dót ef hægt er að komast hjá því.

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Sun 12. Jan 2025 18:48
af Moldvarpan
Hvernig er hann viss um að það sé verið að slá út rafmagninu?

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Sun 12. Jan 2025 19:33
af lyfsedill
Moldvarpan skrifaði:Hvernig er hann viss um að það sé verið að slá út rafmagninu?


Hann getur ekki verið 100 % viss en ólíklegt að það slái út 3 nætur í röð t.d af sjálfu sér.
og öll skiptin hefur hann farið fram á gang og heyrt umgang, eitt skiptið mætir hann einum í húsinu á leið upp tröppurnar sömu stundu eða 2 mín eftir að rafmagn fór af. Næsta skipti opnaði hann hurð um leið og rafmagn fór af og heyrði umgang í kjallaranum og svo fór viðkomandi út bakdyramegin (eins og hann hafi ekki viljað sjá vin minn í hurðinni á leið upp). En jú líkindi en aldrei getur hann verið 100% viss

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Mán 13. Jan 2025 01:03
af russi
Nú spyr ég bara, er félagi þinn að spila tölvuleiki þegar þetta gerist? Og eru jafnvel læti í honum? Meina hann getur alveg verið með heyrnartól og er að spila einhverja leiki og er garga og góla í mækinn og það heyrist kannski vel á milli?

Það er einn svona þar sem ég bý og mér finnst það bara mjög skemmtilegt að heyra stundum í honum, er ekki viss um allir hafi gaman af því.

Þetta bara vangavelta um að kannski er félagi þinn hluti af vandanum, en ef svo er þá á viðkomandi að geta sýnt sóma sinn í því að ræða bara við félaga þinn í stað þess að vera skemma, en eins og við vitum þá er síðasta fíflið ekki fætt

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Mán 13. Jan 2025 03:56
af lyfsedill
russi skrifaði:Nú spyr ég bara, er félagi þinn að spila tölvuleiki þegar þetta gerist? Og eru jafnvel læti í honum? Meina hann getur alveg verið með heyrnartól og er að spila einhverja leiki og er garga og góla í mækinn og það heyrist kannski vel á milli?

Það er einn svona þar sem ég bý og mér finnst það bara mjög skemmtilegt að heyra stundum í honum, er ekki viss um allir hafi gaman af því.

Þetta bara vangavelta um að kannski er félagi þinn hluti af vandanum, en ef svo er þá á viðkomandi að geta sýnt sóma sinn í því að ræða bara við félaga þinn í stað þess að vera skemma, en eins og við vitum þá er síðasta fíflið ekki fætt


skil þig en ekki er það nú málið, hann er frekar róleg persóna og spilar ekki tölvuleiki. Horfir á tv og eini hávaðinn er frá tv en hefur lágt stillt.

eitt skiptið var hann að horfa á tv þegar þetta gerðist hin skiptin var hann sofandi og hálf sofandi. hann sefur laust og verður og hefur vaknað þegar rafmagnið fór af

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Mán 13. Jan 2025 09:28
af Squinchy
Er hann mikið að nota þvottavél eða þurkara á nóttunni? spyr aðalega því ég var með þannig nágranna og var oft kominn á þá pælingu að slá út íbúðinni þar sem samtal við aðilan skilaði engu :roll:

En ef hann hefur áhyggjur af vélinni þá er UPS málið

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Mán 13. Jan 2025 13:05
af lyfsedill
Squinchy skrifaði:Er hann mikið að nota þvottavél eða þurkara á nóttunni? spyr aðalega því ég var með þannig nágranna og var oft kominn á þá pælingu að slá út íbúðinni þar sem samtal við aðilan skilaði engu :roll:

En ef hann hefur áhyggjur af vélinni þá er UPS málið


hæ, nei þvottavélar eru í kjallara, ekki í íbúðum þar sem hann býr .

hvað meinaru með UPS?

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Mán 13. Jan 2025 13:48
af Squinchy
Tæki sem heldur vélinni gangandi í smá tíma ef rafmagnið dettur út og þá hægt að keyra niður vélina eða fara og slá aftur inn ef næginlega stór UPS er valinn og nægur tími til að komast að örygginu
https://kisildalur.is/category/46/products/2587

Re: Tölvur og Rafmagnsvandræði

Sent: Mán 13. Jan 2025 13:56
af Gemini
Hann er að tala um Uninterruptible power supplies (UPS). Þetta oft notað á servera og annan viðkvæman tölvubúnað. Tengir þetta á milli búnaðarinns og innstungunnar. Þetta getur líka haldið búnaðinum í gangi í einhvern tíma þó að rafmagn fari.