Íslensk verðlagning
Sent: Mið 27. Ágú 2025 20:40
Ég er búinn að gefast upp á þessu hugarfari íslendinga um verðlagningu á ódýrum innfluttum hlutum sem flestallt er frá Kína og er hræódýrt og kostar í raun bara hundrað kalla.
Maður fer í ýmsar verslanir og sé algjörlega uppblásið verð fyrir einhvern einfaldan hlut, ómerkilegur kertastjaki í byko 12 þúsund kr, lítill borðlampi 20 þús kr, o.s.frv. Það er ekki verðlagt eftir virði hlutarins, heldur hvað hægt er að fá einhvern til að kaupa það á. Lágmarksverð hvaða hlutar sem er virðist vera a.m.k. 4-6 þús kr, svona grunnverð fyrir einfaldasta hlutinn, svo bara hækkar það.
Svo eru það allar þessar sérvöruverslanir sem þú finnur í ýmsum ómerkilegum hverfum borgarinnar, þar sem verð á einföldu kaffiborði í stofunni gæti verið 200 þús kr, 2x3 gólfmotta kannski 400 þús, hægindastóll 700 þús kr hef ég séð.
En þetta er líka búið að smitast yfir í ómerkilegustu verslunina, Góða Hirðinn, sem er basically bara að selja rusl, eitthvað sem fólk hefur hent. Þar er líka græðgin sem ræður ríkjum.
Þar sé ég ómerkilegan skakkan og sjúskaðan borðlampa á 12.500 kr, ikea borðlampa á 21.500 og tel að nývirðið hafi verið nálægt því,
Það er engin furða að fólk er að versla mikið á vefsíðum einsog temu, shein, aliexpress o.s.frv. Mér dettur ekki lengur í hug að kaupa eitthvað hérna á landi það sem ég get fengið á þessum vefsíðum. Þar er verðið í þessum hundrað köllum, getur keypt hlut þar sem kostar kannski 5 þús kr en kostar 50 þús kr út úr búð hér.
Verst þykir mér hugarfar stjórnvalda að þetta að kaupa af þessum kínversku netverslunum sé eitthvað sem þarf að stoppa. Pósturinn kominn með lágmarksgjald per pakka, og búið að bæta ofan á allskonar aukagjöldum. Stjórnvöld eru með þessar netverslanir til skoðunar. Allt auðvitað vegferð í að koma í veg fyrir að íslenskir neytendur geti keypt þessar vörur á sanngjörnu lágu verði og notað peningana sína í annað þarfara.
Maður fer í ýmsar verslanir og sé algjörlega uppblásið verð fyrir einhvern einfaldan hlut, ómerkilegur kertastjaki í byko 12 þúsund kr, lítill borðlampi 20 þús kr, o.s.frv. Það er ekki verðlagt eftir virði hlutarins, heldur hvað hægt er að fá einhvern til að kaupa það á. Lágmarksverð hvaða hlutar sem er virðist vera a.m.k. 4-6 þús kr, svona grunnverð fyrir einfaldasta hlutinn, svo bara hækkar það.
Svo eru það allar þessar sérvöruverslanir sem þú finnur í ýmsum ómerkilegum hverfum borgarinnar, þar sem verð á einföldu kaffiborði í stofunni gæti verið 200 þús kr, 2x3 gólfmotta kannski 400 þús, hægindastóll 700 þús kr hef ég séð.
En þetta er líka búið að smitast yfir í ómerkilegustu verslunina, Góða Hirðinn, sem er basically bara að selja rusl, eitthvað sem fólk hefur hent. Þar er líka græðgin sem ræður ríkjum.
Þar sé ég ómerkilegan skakkan og sjúskaðan borðlampa á 12.500 kr, ikea borðlampa á 21.500 og tel að nývirðið hafi verið nálægt því,
Það er engin furða að fólk er að versla mikið á vefsíðum einsog temu, shein, aliexpress o.s.frv. Mér dettur ekki lengur í hug að kaupa eitthvað hérna á landi það sem ég get fengið á þessum vefsíðum. Þar er verðið í þessum hundrað köllum, getur keypt hlut þar sem kostar kannski 5 þús kr en kostar 50 þús kr út úr búð hér.
Verst þykir mér hugarfar stjórnvalda að þetta að kaupa af þessum kínversku netverslunum sé eitthvað sem þarf að stoppa. Pósturinn kominn með lágmarksgjald per pakka, og búið að bæta ofan á allskonar aukagjöldum. Stjórnvöld eru með þessar netverslanir til skoðunar. Allt auðvitað vegferð í að koma í veg fyrir að íslenskir neytendur geti keypt þessar vörur á sanngjörnu lágu verði og notað peningana sína í annað þarfara.