Síða 1 af 1

Þetta andskotans kerfi hérna

Sent: Lau 15. Nóv 2025 09:35
af Moldvarpan
Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessu andskotans heilbrigðiskerfi... Nú getur maður ekki fengið lyfseðla endurnýjaða, nema með þvílíkri bið og vitleysu.

Mig vantaði að endurnýja einfalt astma lyf, Ventolin. En núna ef að óskað er eftir endurnýjun lyfseðla, þá þarf að vera miðlægt lyfjakort svo heilbrigðisgagnasérfræðingurinn geti sent það áfram. Ég er marg sinnis búinn að hringja og reyna tala við þetta lið á heilsuveru, en nú fær maður ekki lengur samband við hjúkrunarfræðing sem talar við lækni fyrir manns hönd, ef þess þarf, til að útvega endurnýjun hratt og örugglega.

Þetta verður sennilega ekkert afgreitt fyrr en á mánudaginn úr þessu, en þá er það 6 daga bið eftir endurnýjun lyfseðils fyrir Ventolin.... WTF???

Hvaða hálfvitum datt í hug að setja VMST.is og TR.is allt undir sömu síðuna,,,,, island.is

Þvílíka catastrófan. Vefsíðan ónýt undan álagi, og þvílíkt leiðinlegt að finna upplýsingar.... Way to go að rústa allri þjónustu við íbúa.

Ég hef þurft að nýta mér þjónustu HSS í 40 ár, en aldrei, aldreiii, hefur þetta verið svona slæm þjónusta. Ég ætla skrá mig á Heilsugæsluna Höfða eftir helgi. Þetta gengur ekki.

Þá væri betra að borga nokkra þúsund kalla og fá einkarekna þjónustu. Til hamingju heimska stjórn,,,, ég ætla kjósa X-D næst.

Já ég er drullu pirraður yfir þessu ógeði sem HSS er. Ógeðslegt kerfi.

Re: Þetta andskotans kerfi hérna

Sent: Lau 15. Nóv 2025 13:09
af DJOli
Þetta er fokking trash og þessu er leyft að gerast þegar sjallar fá að ráða og hagræða.

Re: Þetta andskotans kerfi hérna

Sent: Lau 15. Nóv 2025 17:55
af rapport
Moldvarpan skrifaði:Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessu andskotans heilbrigðiskerfi... Nú getur maður ekki fengið lyfseðla endurnýjaða, nema með þvílíkri bið og vitleysu.

Mig vantaði að endurnýja einfalt astma lyf, Ventolin. En núna ef að óskað er eftir endurnýjun lyfseðla, þá þarf að vera miðlægt lyfjakort svo heilbrigðisgagnasérfræðingurinn geti sent það áfram. Ég er marg sinnis búinn að hringja og reyna tala við þetta lið á heilsuveru, en nú fær maður ekki lengur samband við hjúkrunarfræðing sem talar við lækni fyrir manns hönd, ef þess þarf, til að útvega endurnýjun hratt og örugglega.

Þetta verður sennilega ekkert afgreitt fyrr en á mánudaginn úr þessu, en þá er það 6 daga bið eftir endurnýjun lyfseðils fyrir Ventolin.... WTF???

Hvaða hálfvitum datt í hug að setja VMST.is og TR.is allt undir sömu síðuna,,,,, island.is

Þvílíka catastrófan. Vefsíðan ónýt undan álagi, og þvílíkt leiðinlegt að finna upplýsingar.... Way to go að rústa allri þjónustu við íbúa.

Ég hef þurft að nýta mér þjónustu HSS í 40 ár, en aldrei, aldreiii, hefur þetta verið svona slæm þjónusta. Ég ætla skrá mig á Heilsugæsluna Höfða eftir helgi. Þetta gengur ekki.

Þá væri betra að borga nokkra þúsund kalla og fá einkarekna þjónustu. Til hamingju heimska stjórn,,,, ég ætla kjósa X-D næst.

Já ég er drullu pirraður yfir þessu ógeði sem HSS er. Ógeðslegt kerfi.


Ég er einn af helstu stjórnendum HSS og skelfilegt að heyra af þessari upplifun af okkar þjónustu.

Ekki að ég ætli að reyna telja þér hughvarf um að skipta um stöð en ég mundi vilja heyra í þér hvernig við klúðruðum þessu svo við gætum lært að gera betur.

Re: Þetta andskotans kerfi hérna

Sent: Sun 16. Nóv 2025 20:24
af Moldvarpan
rapport skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessu andskotans heilbrigðiskerfi... Nú getur maður ekki fengið lyfseðla endurnýjaða, nema með þvílíkri bið og vitleysu.

Mig vantaði að endurnýja einfalt astma lyf, Ventolin. En núna ef að óskað er eftir endurnýjun lyfseðla, þá þarf að vera miðlægt lyfjakort svo heilbrigðisgagnasérfræðingurinn geti sent það áfram. Ég er marg sinnis búinn að hringja og reyna tala við þetta lið á heilsuveru, en nú fær maður ekki lengur samband við hjúkrunarfræðing sem talar við lækni fyrir manns hönd, ef þess þarf, til að útvega endurnýjun hratt og örugglega.

Þetta verður sennilega ekkert afgreitt fyrr en á mánudaginn úr þessu, en þá er það 6 daga bið eftir endurnýjun lyfseðils fyrir Ventolin.... WTF???

Hvaða hálfvitum datt í hug að setja VMST.is og TR.is allt undir sömu síðuna,,,,, island.is

Þvílíka catastrófan. Vefsíðan ónýt undan álagi, og þvílíkt leiðinlegt að finna upplýsingar.... Way to go að rústa allri þjónustu við íbúa.

Ég hef þurft að nýta mér þjónustu HSS í 40 ár, en aldrei, aldreiii, hefur þetta verið svona slæm þjónusta. Ég ætla skrá mig á Heilsugæsluna Höfða eftir helgi. Þetta gengur ekki.

Þá væri betra að borga nokkra þúsund kalla og fá einkarekna þjónustu. Til hamingju heimska stjórn,,,, ég ætla kjósa X-D næst.

Já ég er drullu pirraður yfir þessu ógeði sem HSS er. Ógeðslegt kerfi.


Ég er einn af helstu stjórnendum HSS og skelfilegt að heyra af þessari upplifun af okkar þjónustu.

Ekki að ég ætli að reyna telja þér hughvarf um að skipta um stöð en ég mundi vilja heyra í þér hvernig við klúðruðum þessu svo við gætum lært að gera betur.


Já ég ætla ekki að eyða meiri orku í þetta, en er bara búinn að lenda í þessu oftar en einu sinni. Þjónustan er orðin minni.

Svo síðustu læknar sem maður hefur lent á, hafa verið langt undir væntingum, hjálpin er lítil sem engin. Gæti fengið nánast betri svör á chatgpt.
Og þeir læknar sem maður vill hitta, að þá er aldrei hægt að panta tíma hjá þeim. Alltaf lokað fyrir bókanir.

Ég nenni þessu ekki. Ég ætla leita annað.

Re: Þetta andskotans kerfi hérna

Sent: Þri 18. Nóv 2025 00:01
af falcon1
rapport skrifaði:Ég er einn af helstu stjórnendum HSS og skelfilegt að heyra af þessari upplifun af okkar þjónustu.

Ekki að ég ætli að reyna telja þér hughvarf um að skipta um stöð en ég mundi vilja heyra í þér hvernig við klúðruðum þessu svo við gætum lært að gera betur.

Ég veit að fjármagnið til HSS hefur engan veginn verið í takt við íbúaþróun þannig að það er kannski meginorsökin fyrir mistækri þjónustu. Ég veit það ekki. Ég hef bæði fengið frábæra þjónustu hjá HSS (faðir minn fær líka mjög góða þjónustu hjá ykkur) en líka hörmulega (fannst ég vera meðhöndlaður eins og algjör dópisti) sem varð til þess að ég færði mig yfir í heilsugæslu í RVK.
Því miður hefur maður líka heyrt af of mörgum sögum í kringum mann um mistök og klúður hjá HSS að traustið hefur borið skaða af - þótt vissulega er líklegra að neikvæðir hlutir berist manni til eyrna en jákvæðir. Það er líka slæmt að það virðist vera (eða allavega var) mikil læknavelta þannig að það er erfitt að hafa bara "sinn" lækni, þótt ég blessunarlega hafi hingað til verið frekar heilsuhraustur og lítið þurft á heilbrigðisþjónustu að halda þannig lagað.
Suma lækna nær maður tengslum við en aðra alls ekki, þannig að það er mjög neikvætt ef það er mikil læknavelta að mínu áliti. Er það orðið betra í dag?
Efast samt ekki um að starfsfólk HSS sé samt að gera sitt besta í líklega erfiðu umhverfi.

Re: Þetta andskotans kerfi hérna

Sent: Þri 18. Nóv 2025 08:08
af rapport
falcon1 skrifaði:
rapport skrifaði:Ég er einn af helstu stjórnendum HSS og skelfilegt að heyra af þessari upplifun af okkar þjónustu.

Ekki að ég ætli að reyna telja þér hughvarf um að skipta um stöð en ég mundi vilja heyra í þér hvernig við klúðruðum þessu svo við gætum lært að gera betur.

Ég veit að fjármagnið til HSS hefur engan veginn verið í takt við íbúaþróun þannig að það er kannski meginorsökin fyrir mistækri þjónustu. Ég veit það ekki. Ég hef bæði fengið frábæra þjónustu hjá HSS (faðir minn fær líka mjög góða þjónustu hjá ykkur) en líka hörmulega (fannst ég vera meðhöndlaður eins og algjör dópisti) sem varð til þess að ég færði mig yfir í heilsugæslu í RVK.
Því miður hefur maður líka heyrt af of mörgum sögum í kringum mann um mistök og klúður hjá HSS að traustið hefur borið skaða af - þótt vissulega er líklegra að neikvæðir hlutir berist manni til eyrna en jákvæðir. Það er líka slæmt að það virðist vera (eða allavega var) mikil læknavelta þannig að það er erfitt að hafa bara "sinn" lækni, þótt ég blessunarlega hafi hingað til verið frekar heilsuhraustur og lítið þurft á heilbrigðisþjónustu að halda þannig lagað.
Suma lækna nær maður tengslum við en aðra alls ekki, þannig að það er mjög neikvætt ef það er mikil læknavelta að mínu áliti. Er það orðið betra í dag?
Efast samt ekki um að starfsfólk HSS sé samt að gera sitt besta í líklega erfiðu umhverfi.


Held að nýr forstjóri sé sannarlega að leiða stofnunina inn í nýja tíma.

Það sem hefur gerst síðan ég byrjaði:

- Allir læknar ráðnir, hringl með verktakalækna hætt EN þar sem HSS er kennslustofnun þá eru læknanemar oft á Heilsugæslu, sérstakleag á síðdegisvakt.

- HSS er eina heilsugæslan sem ég veit um sem er að bjóða, tímapantanir á síðdegisvakt = hringir og pantar tíma og um 90% líkur á að þú fáir tíma samdægurs. Þegar það var 4 klst. röð á Læknavaktinni í bænum þá prófaði aðili í familíunni að hringja í HSS um kl.18, fékk tíma kl. 20 og keyrði svo bara í rólegheitunum til KEF til að hitta lækni, var komin aftur heim um 22 búin að fara í bílaapótek og þurfti ekki að bíða við ömurlegar aðstæður.

- Við erum með slysa og bráðamóttöku sem er að höndla um 16-18.000 komur á ári

- Við sinnum blóðtökum og blóðrannsóknum fyrir alla íbúa á Suðurnesjum (sama á hvaða heilsugæslu þeir eru)

- Mæðra og ungbarnavernd er til fyrirmyndar + hér fæðast um 50-80 börn á ári.

- Við sinnum allri skólaheilsugæslu á Suðurnesjum

- Held að allir íbúar Suðurnesja sem hafa þurft að leggjast inn á Landspítala og hafa getað og viljað færa sig á Sjúkradeild HSS hafi verið fluttir til okkar (hlutverk okkar er líka að létta undir LSH + veita okkar fólki tækifæri til að fá þjónustu í sínu sveitafélagi)

- Við erum með mjög flotta dagdeild lyfjagjafa og sinnum MS og krabbameinslyfjagjöf a.m.k. tvisvar í viku.

- Við erum að skora mjög hátt í þjónustukönnunum núna og erum almennt að finna uppgang og aukið traust frá fólki.


EN

Við erum greinilega ekki að gera allt rétt, það eru enn einhverjir boltar sem við erum að missa sbr. OP.

Það er samt svo mikilvægt að fá að heyra það þegar svona klikkar svo það sé hægt að ráðast í að laga það.

Re: Þetta andskotans kerfi hérna

Sent: Þri 18. Nóv 2025 13:20
af falcon1
Ég er hjá Heilsugæslunni í Salahverfi og þar er hægt að panta tíma á síðdegisvaktina hjá þeim, ég hef yfirleitt fengið tíma samdægurs ef ég hef náð að hringja nógu snemma. :)
Ég man ekki hvort ég kom eða hringdi í HSS en mér var einu sinni vísað frá (ætli sé ekki svona 1-2 ár síðan) þar sem ég er skráður í Salahverfið, endaði á Læknavaktinni í það skiptið.
En það er mjög gott að heyra að staðan hafi lagast hjá HSS enda mun hentugra að þurfa ekki að fara í RVK eftir þjónustu ef það er möguleiki.

Re: Þetta andskotans kerfi hérna

Sent: Mán 24. Nóv 2025 17:19
af Orri
Moldvarpan skrifaði:Til hamingju heimska stjórn,,,, ég ætla kjósa X-D næst.

Og þar með er markmiði XD náð, enda nákvæmlega það sem þau lögðu upp með. Mergsjúga innviði þangað til þeir brotna, og fólk kýs einkavæðingu í staðinn. Borgar jafn mikið í skatta en færð svo að borga einkavæddu vinum auðvaldsins restina af aurunum þínum.

Svo þegar þau óhjákvæmilega missa völdin, þá er þolinmæðin fyrir að þrífa upp drullumallið þeirra sirkabát eitt kjörtímabil, og við endum á að kjósa þessa vitleysu yfir okkur aftur.

Það tekur enga stund að skíta út herbergi, töluvert lengur að þrífa það. Við getum verið ósammála um hvernig sé best að þrífa og taka til, en í guðanna bænum getum við sleppt því að kjósa fólkið sem heldur á skítadreifara.

Re: Þetta andskotans kerfi hérna

Sent: Mán 24. Nóv 2025 20:50
af rapport
https://island.is/s/hss/frett/hss-til-fyrirmyndar

Það eru nokkur þúsund svör þarna að baki.

En það skiptir okkur mjög miklu máli að heyra um það sem klikkar svo það vetði lagað og gerist ekki aftur.

Í ár höfðum við engan titil að verja, næsta ár verður miklu strembnara því nú hefur fólk meiri væntingar til okkar.