Tölvutækni.

Skjámynd

Höfundur
Haraldur25
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Tölvutækni.

Pósturaf Haraldur25 » Lau 20. Feb 2021 15:06

Ég keypti notaðann 5600x AMD örgjörva hjá Tölvutækni sem ég fékk leyfi á að skila til þeirra eftir 2 daga því mér fannst hann ekki nógu góður fyrir það sem ég er að gera með minni tölvu.

Kassinn hafði verið opnaður fyrir bios uppfærslu hjá þeim. Ég spurði þá og fékk það staðfest að ég fengi leyfi til að skila honum og hef það skjalfest á messenger.

Núna eru komnar 3 vikur og þeir hafa ekki endurgreitt.

Ég hef sent þeim mörg skilaboð og hringt oft í þá og alltaf fæ ég samu svar sem er " Við náum ekki í eigandann....

Mér finnst þetta orðið frekar loðið. Eru þeir nokkuð að taka Geysir á þetta?

Ég hringdi nú fyrir 2 dögum og spurði út í þetta og fékk "já er þetta Valgeir" sem segjir mér kannski að fleiri eru að lenda í þessu.

Hvað á maður að gera í þessu?


Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Klemmi » Lau 20. Feb 2021 15:56

Þetta er ekki gott að heyra og auðvitað alls ekki eins og það á að vera.

Eigandi Tölvutækni er góður vinur minn, enda unnum við þar saman í mörg ár, og er jafnframt einn sá allra heiðarlegasti. Ég veit ekki betur en að reksturinn gangi alveg ágætlega, fyrir utan auðvitað skort á skjákortum. Þannig að ég myndi ekki vera hræddur um að þessi peningur glatist, þó það sé auðvitað óforsvaranlegt að fá ekki endurgreitt svo vikum skipti.
Líklega er það eins og þegar ég vann þarna, þar sem eigandinn einn hafði aðgang að netbankanum til að klára endurgreiðslur, sem útskýrir svör starfsmannana, en afsakar ekki tafirnar.



Skjámynd

Höfundur
Haraldur25
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Haraldur25 » Lau 20. Feb 2021 17:41

Klemmi skrifaði:Þetta er ekki gott að heyra og auðvitað alls ekki eins og það á að vera.

Eigandi Tölvutækni er góður vinur minn, enda unnum við þar saman í mörg ár, og er jafnframt einn sá allra heiðarlegasti. Ég veit ekki betur en að reksturinn gangi alveg ágætlega, fyrir utan auðvitað skort á skjákortum. Þannig að ég myndi ekki vera hræddur um að þessi peningur glatist, þó það sé auðvitað óforsvaranlegt að fá ekki endurgreitt svo vikum skipti.
Líklega er það eins og þegar ég vann þarna, þar sem eigandinn einn hafði aðgang að netbankanum til að klára endurgreiðslur, sem útskýrir svör starfsmannana, en afsakar ekki tafirnar.


Þannig að maður ætti að vera rólegur bara?


Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf jonsig » Lau 20. Feb 2021 17:46

Fannst voða skrítið að það var bara lokað þarna í heilan dag í síðustu viku. Hvort það var á miðvikudegi eða eitthvað. Kom þarna um morguninn og seinnipartinn.



Skjámynd

Höfundur
Haraldur25
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Haraldur25 » Lau 20. Feb 2021 17:52

jonsig skrifaði:Fannst voða skrítið að það var bara lokað þarna í heilan dag í síðustu viku. Hvort það var á miðvikudegi eða eitthvað. Kom þarna um morguninn og seinnipartinn.


Nú gerir þú mig smeykann :|


Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Klemmi » Lau 20. Feb 2021 18:07

jonsig skrifaði:Fannst voða skrítið að það var bara lokað þarna í heilan dag í síðustu viku. Hvort það var á miðvikudegi eða eitthvað. Kom þarna um morguninn og seinnipartinn.


Ég átti líka leið þangað í hádeginu á miðvikudag, ætlaði að sækja örgjörva sem þeir pöntuðu fyrir mig, en kom að læstum dyrum.
Þeir eru tveir sem vinna þarna núna (eigandi + 1), og voru báðir veikir, en ég var samt ekki nógu ánægður með að það skildi ekki verið græjað skilti á gluggann og/eða sett tilkynning á síðuna/Facebook.

Held það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur, en ég er auðvitað ekki opinber talsmaður þeirra, ætla að benda eigandanum á þennan þráð.



Skjámynd

Höfundur
Haraldur25
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Haraldur25 » Lau 20. Feb 2021 18:25

Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:Fannst voða skrítið að það var bara lokað þarna í heilan dag í síðustu viku. Hvort það var á miðvikudegi eða eitthvað. Kom þarna um morguninn og seinnipartinn.


Ég átti líka leið þangað í hádeginu á miðvikudag, ætlaði að sækja örgjörva sem þeir pöntuðu fyrir mig, en kom að læstum dyrum.
Þeir eru tveir sem vinna þarna núna (eigandi + 1), og voru báðir veikir, en ég var samt ekki nógu ánægður með að það skildi ekki verið græjað skilti á gluggann og/eða sett tilkynning á síðuna/Facebook.

Held það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur, en ég er auðvitað ekki opinber talsmaður þeirra, ætla að benda eigandanum á þennan þráð.


Snillingur. Takk fyrir það.


Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2236
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 371
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Moldvarpan » Lau 20. Feb 2021 21:56

Ég pantaði vöru hjá þeim sem þeir tóku greiðslu fyrir, en hef 2 vikum síðar ekki fengið hana afhenta né neinar útskýringar.

Ég þarf að fara ganga í þetta eftir helgi, er alls ekki sáttur.



Skjámynd

stinkenfarten
spjallið.is
Póstar: 471
Skráði sig: Lau 07. Nóv 2020 00:22
Reputation: 36
Staðsetning: Selfoss (Selfoss er ekki til)
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf stinkenfarten » Lau 20. Feb 2021 23:02

Moldvarpan skrifaði:Ég pantaði vöru hjá þeim sem þeir tóku greiðslu fyrir, en hef 2 vikum síðar ekki fengið hana afhenta né neinar útskýringar.

Ég þarf að fara ganga í þetta eftir helgi, er alls ekki sáttur.


same here, pantaði minniskit (sem var ekki á lager, mín villa) og vefsíðan sagði 3-5 virkir dagar (auðvitað ekki satt, tekur ca. viku eða meira að panta erlendis) en eftir viku síðan ég pantaði og millifærði er ég ekki búinn að heyra neitt frá þeim. senti inn tölvupóst og síðan í dag hafa þeir enn ekki svarað. fór til reykjavíkur fyrir 1 eða 2 vikum og fór í heimsókn til þeirra og látti afgreiðslumannin vita af þessu. hann sagði mér að eigandinn eða einhver higher-up myndi segja hvað verður gert, hvort ég fæ endurgreitt eða einhvað þannig. enn er ég ekki búinn að heyra neitt frá þeim og peningurinn minn enn í þeirra höndum. veit ekki hvað ég á að gera í augnablikinu.


með bíla og tölvur á huganum 24/7


Brimklo
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Fös 03. Júl 2020 02:50
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Brimklo » Lau 20. Feb 2021 23:13

Hef líka sent tölvupóst á þá og það var svarað mér mánuði seinna, finnst tölvutækni alveg geta staðið sig betur í ýmsum málum.


Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3800X I GPU: MSI Gaming X Trio 3090 I Case: CoolerMaster NR200P.

PS5

Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.

Skjámynd

Höfundur
Haraldur25
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Haraldur25 » Sun 21. Feb 2021 13:30

Þetta er orðið eitthvað skrítið. Held ég drífi mig til þeirra á morgun og nýti peninginn uppí skjá eða eitthvað,bara til að fá eitthvað fyrir peninginn sem ég á hjá þeim.
Síðast breytt af Haraldur25 á Sun 21. Feb 2021 13:44, breytt samtals 1 sinni.


Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO

Skjámynd

Höfundur
Haraldur25
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Haraldur25 » Sun 21. Feb 2021 23:33

Ég vil taka það fram að Tölvutækni hefur greitt mér.

Frábært að sjá þetta á reikninginum. Klemmi hefur örugglega heyrt í honum og ég þakka honum það. :happy

Nú getið þið hinir þá verið rólegir :megasmile


Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf jonsig » Mán 22. Feb 2021 20:14

Ég er samt að fýla þessa þriggja ára ábyrgð hjá þeim, mér finnst ekkert gaman að kaupa 200k skjákort sem gæti verð dautt á degi 731.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Klemmi » Mán 22. Feb 2021 21:11

jonsig skrifaði:Ég er samt að fýla þessa þriggja ára ábyrgð hjá þeim, mér finnst ekkert gaman að kaupa 200k skjákort sem gæti verð dautt á degi 731.


Og sama ábyrgð til fyrirtækja, finnst það hrottaskapur að takmarka ábyrgð til fyrirtækja við 1 ár bara vegna þess að það er ekki lögbundið að veita lengri ábyrgð til fyrirtækja. Tölvubúnaður er almennt í 2-3+ ára ábyrgð frá framleiðanda og mér þykir sjálfsagt að framlengja þeirri ábyrgð til viðskiptavina :fly



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf jonsig » Mán 22. Feb 2021 21:16

Kísillinn veitir samt 2ár til fyrirtækja sem er ágætt.. fyrir fyrirtæki.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Klemmi » Mán 22. Feb 2021 21:38

jonsig skrifaði:Kísillinn veitir samt 2ár til fyrirtækja sem er ágætt.. fyrir fyrirtæki.


Algjört off-topic, en annað hvort þarf ég að fara að vera virkari, eða að hægja einhvernvegin á þér. Ert alveg að ná mér í póstafjölda :sleezyjoe

posts.png
posts.png (33.2 KiB) Skoðað 5603 sinnum




Robotcop10
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Lau 19. Maí 2018 06:47
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Robotcop10 » Mán 22. Feb 2021 21:43

jonsig skrifaði:Kísillinn veitir samt 2ár til fyrirtækja sem er ágætt.. fyrir fyrirtæki.

hvað er ábyrð lengi fyrir einstaklinga á til dæmis skjákortum ?




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1561
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 94
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf ColdIce » Mán 22. Feb 2021 21:53

Robotcop10 skrifaði:
jonsig skrifaði:Kísillinn veitir samt 2ár til fyrirtækja sem er ágætt.. fyrir fyrirtæki.

hvað er ábyrð lengi fyrir einstaklinga á til dæmis skjákortum ?

2 ár


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 14 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Zero 10X | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Sydney » Þri 23. Feb 2021 10:37

Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég er samt að fýla þessa þriggja ára ábyrgð hjá þeim, mér finnst ekkert gaman að kaupa 200k skjákort sem gæti verð dautt á degi 731.


Og sama ábyrgð til fyrirtækja, finnst það hrottaskapur að takmarka ábyrgð til fyrirtækja við 1 ár bara vegna þess að það er ekki lögbundið að veita lengri ábyrgð til fyrirtækja. Tölvubúnaður er almennt í 2-3+ ára ábyrgð frá framleiðanda og mér þykir sjálfsagt að framlengja þeirri ábyrgð til viðskiptavina :fly

Fer rosalega eftir vörunum, enthusiast grade tölvu búnaður er yfirleitt með 2-5 ára ábyrgð frá framleiðanda, en það er fullt af dóti þar sem framleiðandi er bara með 1 árs ábyrgð og þá þarf söluaðili að taka á sig allan þjónustukostnað seinna árið til neytanda. Ég skil vel að í þeim aðstæðum er ekki veitt framlengd ábyrgð til fyrirtækja.

Að vara með framlengda ábyrgð frá framleiðanda en bjóða fyrirtækjum einungis upp á 1 ár er hins vegar annað mál.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Klemmi » Þri 23. Feb 2021 10:45

Sydney skrifaði:Fer rosalega eftir vörunum, enthusiast grade tölvu búnaður er yfirleitt með 2-5 ára ábyrgð frá framleiðanda, en það er fullt af dóti þar sem framleiðandi er bara með 1 árs ábyrgð og þá þarf söluaðili að taka á sig allan þjónustukostnað seinna árið til neytanda. Ég skil vel að í þeim aðstæðum er ekki veitt framlengd ábyrgð til fyrirtækja.

Að vara með framlengda ábyrgð frá framleiðanda en bjóða fyrirtækjum einungis upp á 1 ár er hins vegar annað mál.


Hvaða tölvubúnaður ber einungis 1 árs ábyrgð? Einhverjir jú ef pantað er frá Ameríku, þó megnið sé lengra, en ég veit held að það sé a.m.k. 2 ára á gott sem öllu ef það er pantað frá Evrópu.

Það að Tölvutækni geti boðið a.m.k. 2 ára ábyrgð á öllu til fyrirtækja, og á sama tíma verið með einna lægstu verðin, finnst mér sýna að þetta sé þjónusta sem hægt er að bjóða án mikils tilkostnaðar.



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Sydney » Þri 23. Feb 2021 10:58

Klemmi skrifaði:
Sydney skrifaði:Fer rosalega eftir vörunum, enthusiast grade tölvu búnaður er yfirleitt með 2-5 ára ábyrgð frá framleiðanda, en það er fullt af dóti þar sem framleiðandi er bara með 1 árs ábyrgð og þá þarf söluaðili að taka á sig allan þjónustukostnað seinna árið til neytanda. Ég skil vel að í þeim aðstæðum er ekki veitt framlengd ábyrgð til fyrirtækja.

Að vara með framlengda ábyrgð frá framleiðanda en bjóða fyrirtækjum einungis upp á 1 ár er hins vegar annað mál.


Hvaða tölvubúnaður ber einungis 1 árs ábyrgð? Einhverjir jú ef pantað er frá Ameríku, þó megnið sé lengra, en ég veit held að það sé a.m.k. 2 ára á gott sem öllu ef það er pantað frá Evrópu.

Það að Tölvutækni geti boðið a.m.k. 2 ára ábyrgð á öllu til fyrirtækja, og á sama tíma verið með einna lægstu verðin, finnst mér sýna að þetta sé þjónusta sem hægt er að bjóða án mikils tilkostnaðar.

Man ekki nákvæmlega hvaða framleiðandi það var, en ég hef lent í því að geta ekki claimað bilaðan hlut til birgja í Evrópu vegna þess að varan var orðin eldra en eins árs og nóta var stíluð á fyrirtæki.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1977
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 252
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf einarhr » Mið 24. Feb 2021 08:44

Klemmi skrifaði:
Sydney skrifaði:Fer rosalega eftir vörunum, enthusiast grade tölvu búnaður er yfirleitt með 2-5 ára ábyrgð frá framleiðanda, en það er fullt af dóti þar sem framleiðandi er bara með 1 árs ábyrgð og þá þarf söluaðili að taka á sig allan þjónustukostnað seinna árið til neytanda. Ég skil vel að í þeim aðstæðum er ekki veitt framlengd ábyrgð til fyrirtækja.

Að vara með framlengda ábyrgð frá framleiðanda en bjóða fyrirtækjum einungis upp á 1 ár er hins vegar annað mál.


Hvaða tölvubúnaður ber einungis 1 árs ábyrgð? Einhverjir jú ef pantað er frá Ameríku, þó megnið sé lengra, en ég veit held að það sé a.m.k. 2 ára á gott sem öllu ef það er pantað frá Evrópu.

Það að Tölvutækni geti boðið a.m.k. 2 ára ábyrgð á öllu til fyrirtækja, og á sama tíma verið með einna lægstu verðin, finnst mér sýna að þetta sé þjónusta sem hægt er að bjóða án mikils tilkostnaðar.



í mörgum tilvikum er það innfluttningsaðili sem er að spara sér nokkrar krónur með því að kaupa inn vörur með 1 árs ábyrgð, þekki þetta sjálfur frá því að ég var að vinna í þessu áður. Það er bókstaflega allt gert til að hámarka gróðann.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf hagur » Fim 12. Ágú 2021 14:35

Aftur lokað hjá þeim í dag? Hafa a.m.k ekkert svarað síma í dag.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf Tbot » Fim 12. Ágú 2021 15:05

hagur skrifaði:Aftur lokað hjá þeim í dag? Hafa a.m.k ekkert svarað síma í dag.


Hafa þeir ekki bara skellt sér í ísbúð í góða veðrinu. :happy




gunni91
Vaktari
Póstar: 2567
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 192
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni.

Pósturaf gunni91 » Fim 02. Sep 2021 14:14

Veit einhver hvað er málið með þessa búð?

Hringdi fjórum sinnum í gær og búinn að hringja tvisvar í dag út.. engin svörun.

Einnig eru þeir ekki að svara á Facebook og sendi ég þeim tölvupóst fyrir meira en 24 klst.
Síðast breytt af gunni91 á Fim 02. Sep 2021 14:33, breytt samtals 1 sinni.