Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
daaadi
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Lau 12. Okt 2019 16:57
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf daaadi » Fös 05. Mar 2021 22:26

Hvert er best að fara með reiðhjól sem þarfnast minniháttar lagfæringa?
Er með tvö hjól sem þarf að fara yfir bæði geymd í garðkofa seinustu ár smá rið, bremsur og gíra, + skipta um bremsuvír á öðru hjólinu.
Taka reiðhjólaverkstæði við týpum hjólum sem þeir eru ekki að selja og veit einhver hvað svona kostar í dag?



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1977
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 252
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf einarhr » Fös 05. Mar 2021 22:46

Alltaf hjá þessum meistara, var búin að fara með hjólið mitt annað sem dæmdu drifið ónýtt en það var bara tannhjólið sem var orðið slitið :)

https://www.reidhjolaverzlunin.is/


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 654
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 107
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf Televisionary » Fös 05. Mar 2021 22:52

Ef þetta eru mjög ódýr hjól er ekki víst að verkstæðisheimsókn borgi sig sérstaklega ef um stærri fyrirtæki er að ræða.
Prófaðu að heyra í Hugi Jónsson, s. 888 2896 hann er með hjólaverkstæði í Hafnarfirðinum og getur örugglega gefið þér einhverja verðhugmynd. / https://www.facebook.com/hjolaverkstaedi

Einnig er örugglega gott að eiga við Berlín eins og Einar nefnir hér að ofan. Ég fékk svaka góða þjónustu þar um daginn þrátt fyrir að hafa sagt að ég væri ekki að fara að kaupa neitt.

Ég er alveg ótengdur Huga, ég gaf honum eitthvað af dóti á Facebook um daginn og hann sagðist vera að opna verkstæði.

daaadi skrifaði:Hvert er best að fara með reiðhjól sem þarfnast minniháttar lagfæringa?
Er með tvö hjól sem þarf að fara yfir bæði geymd í garðkofa seinustu ár smá rið, bremsur og gíra, + skipta um bremsuvír á öðru hjólinu.
Taka reiðhjólaverkstæði við týpum hjólum sem þeir eru ekki að selja og veit einhver hvað svona kostar í dag?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf jonsig » Fös 05. Mar 2021 23:38

Best að gera þetta sjálfur. Þá almennilega.



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1977
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 252
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf einarhr » Lau 06. Mar 2021 01:53

jonsig skrifaði:Best að gera þetta sjálfur. Þá almennilega.


Sumir bara kunna það ekki og því er mjög gott að hafa einstaklinga til að gera það gegn gjaldi ef maður getur það. Veit að þetta er ekki lögvernduð grein a'ð laga hjól en það væri fáranlegt að ég færi að fika í rafmagni heima hjá mér þar sem það er "Best að gera þetta sjálfur . Þá almennilega."


:guy
:guy
:guy
Síðast breytt af einarhr á Lau 06. Mar 2021 01:54, breytt samtals 1 sinni.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf appel » Lau 06. Mar 2021 02:07

Líklega best að kaupa bara nýtt reiðhjól frá kína frekar en að láta einhvern íslending smyrja gírana, þannig er kostnaðurinn.

100 þús fyrir flott nýtt reiðhjól, 20 þús fyrir að láta yfirfara gamalt reiðhjól. Þannig er raunveruleikinn.


*-*

Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1977
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 252
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf einarhr » Lau 06. Mar 2021 10:10

appel skrifaði:Líklega best að kaupa bara nýtt reiðhjól frá kína frekar en að láta einhvern íslending smyrja gírana, þannig er kostnaðurinn.

100 þús fyrir flott nýtt reiðhjól, 20 þús fyrir að láta yfirfara gamalt reiðhjól. Þannig er raunveruleikinn.


Ég sé ekki eftir þessum 17 þúsund sem það kostaði að skipta um tannhjól og yfirfara það. Ég er með svolítið sérstakt hjól og alveg þess virði að gera við það, sambærilegt hjá á myndinni

Mynd
Síðast breytt af einarhr á Lau 06. Mar 2021 10:11, breytt samtals 1 sinni.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf jonsig » Lau 06. Mar 2021 10:24

Útlitið var ekki bjart þegar ég skrifaði þennan
póst í fyrra. Ég er búinn að spara mér örugglega tugi þúsunda með að gera þetta sjálfur og panta parta og dekk að utan.
Ég og konan hjólum allt árið í öllum veðrum og ef ég gæti ekki lagað þau sjálfur væri þetta ekki auðvelt.

Ég er ekki í einhverjum flóknum viðgerðum heldur bara hreinsa keðju,smyrja, stilla gíra og laga keðjur. Að skipta um kasettu er frekar stupid líka, ég hef bara gert það til að hreinsa hana almennilega. Þessar dýru "þjónustu yfirhalningar" eru bara BS. Þetta eru bara common sens athuganir, þá aðallega litast um eftir einhverjum skemmdum í stellinu. Það ætti að vera nóg að taka hjólin af og nota augun til að sjá hvort það sé eitthvað óeðlilegt slit í gangi eða eitthvað farið að gliðna.

Ég fékk mér ódýran hjólastand sem ég festi á vegg af ebay á 7k innflutt + 8-10k tool set af ebay sem er yfirdrifið nóg.
500kr dekkja viðgerðar kit í verkfærahúsið eða djönk sölunni þarna í smáralindinni.. Nóg til að laga 10 göt á slöngu og fylgja með spennur til að ná pain in the ass dekkjum af.

Þetta er sársaukafullt í fyrsta skiptið (30min) . 3 mánuðum seinna geri ég þetta hjólandi. (gíra stilling)
https://www.youtube.com/watch?v=UkZxPIZ1ngY
Síðast breytt af jonsig á Lau 06. Mar 2021 10:30, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf jonsig » Lau 06. Mar 2021 10:32

PS
þetta er eins og tölvuhobbýið fyrir mér, það varð ekki alvöru skemmtilegt fyrr en maður fór að gera custom hluti eins og vatnsloopur, breyta kössunum,Ryzen dram calculator og tweeka fan curves og eitthvað annað random rugl :) Mér er alveg sama þótt ég sé ekki með RTX3090 eða 6900XT hitt er svo mikið skemmtilegra að mínu mati.
Síðast breytt af jonsig á Lau 06. Mar 2021 10:33, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf jonsig » Sun 06. Jún 2021 18:59

Allavegana sé ég ekki eftir að hafa lært að gera þetta sjálfur, hinsvegar ætla ég er endurvinna þráðinn aðeins með að spyrja hvernig er best að snúa sér í keðju útskiptiverkfærum? Fór í örninn og ofc ekki til. Konan fékk lánað hjólið mitt og braut afturskiptirinn, og ég skipti um hann sem var auðvelt, hinsvegar 2 vikum seinna fer svo keðjan. ehh.

Hjóla alla virka daga ársins í vinnunna :) Svo keðjan er komin á 3500km síðan síðasta sumar.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf mjolkurdreytill » Sun 06. Jún 2021 20:07

Varstu að leita að þessu

https://orninn.is/product/kedjuthvinga-6-10g/

eða þessu?

https://orninn.is/product/unior-kedjutong/

Ef töngin er uppseld í Erninum er hún örugglega til annarsstaðar.Virkar líka að nota skóreim ef þú þarft að losa keðjulás.

Keðjuþvingan er ekki uppseld á landinu, ef þú áttir við hana.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf jonsig » Sun 06. Jún 2021 20:11

Cul, hún er greinilega restocked



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6419
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 280
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf gnarr » Mán 07. Jún 2021 12:28

jonsig skrifaði:Að skipta um kasettu er frekar stupid líka, ég hef bara gert það til að hreinsa hana almennilega.


Algjörlega ekki. Ef keðjan er orðin of löng þá er hún búin að skemma kasettinua þína og hún mun aldrei vera áreiðanlega í skiptingum. Ef fólk mælir ekki keðjuna reglulega og passar að skipta henni út um leið og hún er komin í 0.5% (>=11 gíra) til 0.75% (<10 gíra), þá getur verið nauðsinlegt að skipta um kasettu.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf GuðjónR » Mán 07. Jún 2021 14:44

gnarr skrifaði: Ef keðjan er orðin of löng….

Nú spyr ég eins og fávís kona, lengjast keðjur?



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 973
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 07. Jún 2021 15:35

GuðjónR skrifaði:
gnarr skrifaði: Ef keðjan er orðin of löng….

Nú spyr ég eins og fávís kona, lengjast keðjur?



Tognar á henni já með notkun



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6419
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 280
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf gnarr » Mán 07. Jún 2021 16:08

Og svo gengur þetta reyndar líka í hina áttina. Ef þú ert búinn að vera að nota handónýta keðju þannig að kasettan er orðin ónýt og þú skiptir um keðju og nótar gömlu kasettuna, þá skemmist keðjan margfalt hraðar.

Það getur hreinlega borgað sig að skipta um keðjuhring, kasettu og keðju allt á sama tíma ef þetta er búið að eyðast mikið.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf jonsig » Mán 07. Jún 2021 19:26

gnarr skrifaði:
jonsig skrifaði:Að skipta um kasettu er frekar stupid líka, ég hef bara gert það til að hreinsa hana almennilega.


Algjörlega ekki. Ef keðjan er orðin of löng þá er hún búin að skemma kasettinua þína og hún mun aldrei vera áreiðanlega í skiptingum. Ef fólk mælir ekki keðjuna reglulega og passar að skipta henni út um leið og hún er komin í 0.5% (>=11 gíra) til 0.75% (<10 gíra), þá getur verið nauðsinlegt að skipta um kasettu.


Já, sry . Meinti að það væri frekar auðvelt að skipta um kasettuna :sleezyjoe

PS, ef konan mín hefur verið á hjólinu, þá er búið að strekkjast á stellinu líka og felgurnar orðnar epsiloid

Mynd
Síðast breytt af jonsig á Mán 07. Jún 2021 19:30, breytt samtals 1 sinni.




machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að láta gera upp reiðhjól

Pósturaf machinefart » Mán 07. Jún 2021 22:29

Jón Ragnar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
gnarr skrifaði: Ef keðjan er orðin of löng….

Nú spyr ég eins og fávís kona, lengjast keðjur?



Tognar á henni já með notkun


https://www.technicallytom.com/cycling- ... 20replaced.

Tæknilega séð ekki beint :D

En já slitin keðja getur svo eytt tannhjólunum hraðar (stækkar götin) sem svo slítur næstu keðju hraðar ef maður skiptir um keðju.