Innflutningur frá USA

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
sindrimarf
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Fös 28. Okt 2016 12:20
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Innflutningur frá USA

Pósturaf sindrimarf » Mán 12. Júl 2021 21:52

Sæl veriði,

Ég er að hugsa um að flytja inn bíl frá Bandaríkjunum.
Ég var að velta fyrir mér 4. punktum varðandi þetta ferli.

1. Er mikill munur á bílainnflutningi frá Evrópu og Bandaríkjunum?
2. Ég hef einhvers staðar heyrt að það sé vesen að flytja inn glænýjan bíl frá USA, hann þurfi að vera eitthvað notaður/keyrður.. Er það rétt?
3. Hvernig eru skattamálum háttað við innflutning frá USA? Fríverslunarsamningur í gildi?
4. Nú er búið að breyta útblástursgjöldum (CO2) í svokallað "Vegið CO2-gildi (NEDC) og Vegið CO2-gildi (WLTP). Hvað þýðir þetta nákvæmlega?


Allar ábendingar og upplýsingar eru vel þegnar!

Með von um svör,
Sindri
Síðast breytt af sindrimarf á Þri 13. Júl 2021 12:53, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

KaldiBoi
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur frá USA

Pósturaf KaldiBoi » Mán 12. Júl 2021 22:25

Áður enn þeir koma hér í tonnatali með misvísandi svör og ég get ekki lagt nægilega áherslu á þetta:
Talaðu við fagmann ef þú ætlar í alvöru í gegn með þetta.
Trui ekki öðru nema þeir spjalli við þig alveg frítt og geti gefið þér nákvæmari tölu.

Að öðru, utaf forvitni, hvaða bíl ertu svona spenntur fyrir sem fæst ekki í Evrópu?




Höfundur
sindrimarf
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Fös 28. Okt 2016 12:20
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur frá USA

Pósturaf sindrimarf » Þri 13. Júl 2021 08:31

KaldiBoi skrifaði:Áður enn þeir koma hér í tonnatali með misvísandi svör og ég get ekki lagt nægilega áherslu á þetta:
Talaðu við fagmann ef þú ætlar í alvöru í gegn með þetta.
Trui ekki öðru nema þeir spjalli við þig alveg frítt og geti gefið þér nákvæmari tölu.

Að öðru, utaf forvitni, hvaða bíl ertu svona spenntur fyrir sem fæst ekki í Evrópu?


Takk fyrir ábendinguna, ég mun koma til með að ræða við fagmann áður en ég legg af stað í þetta ferli.
Ég er með augun á Toyota Highlander Hybrid. Hann kostar hér í umboðinu frá tæplega 11. milljónum en eitthvað í kringum 7 milljónir kominn heim frá BNA. Hann kostar frá 38,410$ í BNA.. Ótrúlegur verðmunur.




Kull
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 19:03
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur frá USA

Pósturaf Kull » Þri 13. Júl 2021 09:06

Athugaðu líka með ábyrgðarmál. Oft er það að bílar sem eru seldir í Bandaríkjunum eru bara í ábyrgð þar, ekki í Evrópu, og öfugt. Þannig að ef eitthvað bilar getur umboðið neitað að gera við í ábyrgð. Þekki ekki hvernig það er hjá Toyota samt.




Höfundur
sindrimarf
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Fös 28. Okt 2016 12:20
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur frá USA

Pósturaf sindrimarf » Þri 13. Júl 2021 12:51

Kull skrifaði:Athugaðu líka með ábyrgðarmál. Oft er það að bílar sem eru seldir í Bandaríkjunum eru bara í ábyrgð þar, ekki í Evrópu, og öfugt. Þannig að ef eitthvað bilar getur umboðið neitað að gera við í ábyrgð. Þekki ekki hvernig það er hjá Toyota samt.


Hárrétt hjá þér og góður punktur. Ég ræði við Toyota umboðið um þetta!
Takk fyrir :happy



Skjámynd

razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur frá USA

Pósturaf razrosk » Þri 13. Júl 2021 19:39

sindrimarf skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:Áður enn þeir koma hér í tonnatali með misvísandi svör og ég get ekki lagt nægilega áherslu á þetta:
Talaðu við fagmann ef þú ætlar í alvöru í gegn með þetta.
Trui ekki öðru nema þeir spjalli við þig alveg frítt og geti gefið þér nákvæmari tölu.

Að öðru, utaf forvitni, hvaða bíl ertu svona spenntur fyrir sem fæst ekki í Evrópu?


Takk fyrir ábendinguna, ég mun koma til með að ræða við fagmann áður en ég legg af stað í þetta ferli.
Ég er með augun á Toyota Highlander Hybrid. Hann kostar hér í umboðinu frá tæplega 11. milljónum en eitthvað í kringum 7 milljónir kominn heim frá BNA. Hann kostar frá 38,410$ í BNA.. Ótrúlegur verðmunur.


Ef þú sérð um þetta alveg aleinn þá kanski já, uþb. 7-8 mill. Trúi frekar að þú munnt borga frekar nálægt 9-10mill áður en þú færð lyklana ef þú færð aðstoð frá fagmanni sem tekur einhvað fyrir þessa þjónustu. Ódýrara en að kaupa hann frá umboðinu já. Alveg rugl hvað er lagt ofan á þessa bíla sem eru innflutir..


CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+


Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur frá USA

Pósturaf Sinnumtveir » Mið 14. Júl 2021 02:08

Tékkaðu líka á Þýskalandi, þá ertu klárlega að fá bíl sem ekkert vesen verður að fá skráðan hér.

Og vel á minnst, tollurinn, samgöngustofa og/eða umboðið geta væntanlega sagt þér hvort minnsta vesen sé að skrá USA Highlander Hybrid.




Höfundur
sindrimarf
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Fös 28. Okt 2016 12:20
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur frá USA

Pósturaf sindrimarf » Mið 14. Júl 2021 18:32

Sinnumtveir skrifaði:Tékkaðu líka á Þýskalandi, þá ertu klárlega að fá bíl sem ekkert vesen verður að fá skráðan hér.

Og vel á minnst, tollurinn, samgöngustofa og/eða umboðið geta væntanlega sagt þér hvort minnsta vesen sé að skrá USA Highlander Hybrid.


Var búinn að skoða Þýskalandsmarkað. Bíllinn er töluvert dýrari þar og lítill verðmunur á innflutningi þaðan og að kaupa í umboðinu. Rétt, þeir aðilar ættu að geta svarað þeirri spurningu.
Takk!!