Nýtt efnahagshrun hafið

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf GuðjónR » Mán 07. Mar 2022 19:23

Jæja þá virðist nýtt hrun vera hafið hjá okkur.
Krónan er í frjálsu falli, krónan okkar er verðlausari en rússnesk rúbla gagnvart dollar.
Verðbólga ekki hærri síðan eftir bankahrun.
Seðlabankinn selur gjaldeyri sem aldrei fyrr en samt fellur gengið, dollari var í 124 fyrir nokkrum dögum en er 134 í dag.

Bensínverð hækkar daglega eða oftar, líterinn að skríða í 300 kr. og með þessu áframhaldi þá eigum við eftir að sjá hann fara í 400 kr.
Allar tölur kauphöllinni rauðar dag eftir dag.
Húsnæði orðið svo dýrt að engin hefur efni á að kaupa lengur og þeir sem ná því eiga eftir að renna á rassgatið með það.
Verðbólga stefnir í 10% með tilheyrandi vaxtahækkunum.
Og þetta er bara eftir fyrstu 10 daga stríðsins.
Búið ykkur undir algjört hrun.

https://www.visir.is/g/20222231809d/ein ... -kronunnar
Viðhengi
IMG_2884.jpeg
IMG_2884.jpeg (262 KiB) Skoðað 3809 sinnum
Screenshot 2022-03-07 at 19.09.01.png
Screenshot 2022-03-07 at 19.09.01.png (170.45 KiB) Skoðað 3809 sinnum
Screenshot 2022-03-07 at 19.17.48.png
Screenshot 2022-03-07 at 19.17.48.png (110.72 KiB) Skoðað 3809 sinnum



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1817
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Tengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf Nariur » Mán 07. Mar 2022 20:20

Fáðu þér róandi, Guðjón. Það er ekkert efnahagshrun að eiga sér stað. Einangraðir atburðir eru að hafa veruleg áhrif, en efhahagurinn rúllar í dag eins og hann gerði fyrir mánuði.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf GuðjónR » Mán 07. Mar 2022 20:33

Nariur skrifaði:Fáðu þér róandi, Guðjón. Það er ekkert efnahagshrun að eiga sér stað. Einangraðir atburðir eru að hafa veruleg áhrif, en efhahagurinn rúllar í dag eins og hann gerði fyrir mánuði.

Vonandi hefurðu rétt fyrir þér.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf appel » Mán 07. Mar 2022 20:41

Keypti mér 10kg hrísgrjónapoka í Bónus, ég lifi af út árið.


*-*

Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 915
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 66
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf peturthorra » Mán 07. Mar 2022 20:56

Guðjón og Appel, úff

Þið eruð svo rosalega bjartsýnir gæjar :megasmile


Asus G14 - 2021 | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf appel » Mán 07. Mar 2022 21:01

peturthorra skrifaði:Guðjón og Appel, úff

Þið eruð svo rosalega bjartsýnir gæjar :megasmile

2kg pokarnir uppseldir.

Hefði meiri áhyggjur af skorti á djúpum kjöllurum hér á landi ef það verður kjarnorkustríð. Öll önnur lönd heimsins hafa gert ráð fyrir slíku, en íslendingar auðvitað ekki.


*-*

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf GuðjónR » Mán 07. Mar 2022 21:07

appel skrifaði:
peturthorra skrifaði:Guðjón og Appel, úff

Þið eruð svo rosalega bjartsýnir gæjar :megasmile

2kg pokarnir uppseldir.

Hefði meiri áhyggjur af skorti á djúpum kjöllurum hér á landi ef það verður kjarnorkustríð. Öll önnur lönd heimsins hafa gert ráð fyrir slíku, en íslendingar auðvitað ekki.


Það eru ekki allir sammála því :megasmile
https://www.visir.is/g/20222231835d/-me ... rkubyrgin-



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf appel » Mán 07. Mar 2022 21:16

GuðjónR skrifaði:
appel skrifaði:
peturthorra skrifaði:Guðjón og Appel, úff

Þið eruð svo rosalega bjartsýnir gæjar :megasmile

2kg pokarnir uppseldir.

Hefði meiri áhyggjur af skorti á djúpum kjöllurum hér á landi ef það verður kjarnorkustríð. Öll önnur lönd heimsins hafa gert ráð fyrir slíku, en íslendingar auðvitað ekki.


Það eru ekki allir sammála því :megasmile
https://www.visir.is/g/20222231835d/-me ... rkubyrgin-

Veit ekki hvað þetta tengist hrísgrjónakaupum mínum, en ég þurfti að kaupa hrísgrjón og þetta var það eina sem var í boði. Kostaði bara 2000 kr. Afhverju er verið að brennimerkja mig sem einhvern "prepper"? :megasmile :megasmile :fly :no


*-*


Viggi
FanBoy
Póstar: 731
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 108
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf Viggi » Mán 07. Mar 2022 21:21

Eruð þið ekki örugglega í þessari grúbbu? :D


https://www.facebook.com/groups/1463573 ... ?ref=share


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1817
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Tengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf Nariur » Mán 07. Mar 2022 21:43

Eins og heimurinn er í dag er nú alveg hægt að gera heimskulegri hluti en að eiga smá mat.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf Tbot » Mán 07. Mar 2022 21:44

Verð er ekki bara hér á uppleið, bensín er komið í yfir 300 kr í Danmörku.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf jonsig » Mán 07. Mar 2022 22:15

Vonandi minnkar traffíkin þá um svona 70%



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 810
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 126
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf Hrotti » Mán 07. Mar 2022 22:18

Ég held að það sé nú ekkert hrun í aðsigi en djöfull er ég svekktur yfir að hafa ekki borgað bílinn sem ég er að fá, í síðustu viku. uppgjörið er í evrum og hann er búinn að hækka um fleiri hundruð þúsund.
](*,)


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

AndriíklAndri
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Mán 13. Maí 2019 13:22
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf AndriíklAndri » Mán 07. Mar 2022 22:40

appel skrifaði:
peturthorra skrifaði:Guðjón og Appel, úff

Þið eruð svo rosalega bjartsýnir gæjar :megasmile

2kg pokarnir uppseldir.

Hefði meiri áhyggjur af skorti á djúpum kjöllurum hér á landi ef það verður kjarnorkustríð. Öll önnur lönd heimsins hafa gert ráð fyrir slíku, en íslendingar auðvitað ekki.


er að pæla að splæsa bara í einn tveggja dyra ísskáp :hjarta :fly




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf jonfr1900 » Mán 07. Mar 2022 22:45

Ísland er rosalega illa statt varðandi að eiga við atburði eins og innrás Rússlands í Úkraínu þegar það kemur að efnahagslegum atriðum. Efnahagslega þá er mjög djúp efnahagskreppa að skella á Íslandi. Þetta er ekkert efnahagshrun sem er annað fyrirbæri en þetta verður erfið efnahagskreppa núna og miklu verri en covid efnahagskreppan.




Mossi__
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 292
Staða: Tengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf Mossi__ » Þri 08. Mar 2022 00:13

Eru ekki allir byrjaðir að safna flöskutöppum?

Eg vildi koma mér í smá fílgúdd svo ég horfði á Threads í kvöld.



Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf GullMoli » Þri 08. Mar 2022 09:11

Þið og þessar staðhæfingar ykkar eru rosalegar og gera engum hérna greiða. Allt í lagi að ræða málin en að fullyrða eitthvað svonalagað finnst mér of mikið af hinu góða.

Raforkuverð hjá okkur er allavega í þokkalega góðu lagi samanborið við flest öll evrópuríki :)


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf GuðjónR » Þri 08. Mar 2022 09:42

GullMoli skrifaði:Þið og þessar staðhæfingar ykkar eru rosalegar og gera engum hérna greiða. Allt í lagi að ræða málin en að fullyrða eitthvað svonalagað finnst mér of mikið af hinu góða.

Raforkuverð hjá okkur er allavega í þokkalega góðu lagi samanborið við flest öll evrópuríki :)

Ætli raforkuverð sé ekki svipað hér og annars staðar í evrópu, sumstaðar er það ódýrara og annars staðar er það dýrara, fer eftir því hvort þú horfir á verðið beint eða miðar verðið við kaupmátt og almenn verðlag viðkomandi lands.
Við erum heppin að það sé ekki búið að einkavæða raforkukerfið okkar og setja sæstreng úr landi.

Efnahagskreppa hefði kannski verið heppilegra orð, erum ekki alveg komin í hrunið ennþá en útlitið er ekkert sérstaklega gott ef þetta stríð dregst á langinn. Ef Evrópa sker alveg á olíu og gas frá Rússlandi þá má búast við að tunnan af olíu fari strax yfir $300. Svo er Úkraína stórtækt land í ræktun á korni og allskonar hrávöru, framundan er tímí sáningar fyrir uppskeru næsta hausts og ef það bregst vegna stríðsins þá verður engin uppskera.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf appel » Þri 08. Mar 2022 11:56

Við skulum bíða og sjá, Sádi Arabar, Venezúela, og jafnvel BNA geta auðveldlega bætt upp það sem vantar á olíumarkaði. Það er auðvitað hvati til að framleiða meira af olíu þegar verðið er svona hátt, allir vilja græða.

Þetta á eftir að ná jafnvægi.

Hitt er svo með gas innflutning til Evrópu frá Rússlandi, það er erfiðara að eiga við það því erfitt er að flytja gas öðruvísi en með pípum.

Í raun hefur Evrópa komið sér í þennan augljósa vanda. Í langan tíma hafa bandaríkin varað Evrópu, og sérstaklega Þýskaland, við þessari strategísku áhættu að kaupa svona mikið gas af rússum, að vera háður þeim svona mikið um orku. Það hefur farið inn um eitt eyra og út um hitt.

Donald Trump talaði oft um þetta, en það hlustaði enginn á það auðvitað því hann var rangur maður með réttan boðskap.


*-*


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf vesley » Þri 08. Mar 2022 12:12

appel skrifaði:Við skulum bíða og sjá, Sádi Arabar, Venezúela, og jafnvel BNA geta auðveldlega bætt upp það sem vantar á olíumarkaði. Það er auðvitað hvati til að framleiða meira af olíu þegar verðið er svona hátt, allir vilja græða.

Þetta á eftir að ná jafnvægi.

Hitt er svo með gas innflutning til Evrópu frá Rússlandi, það er erfiðara að eiga við það því erfitt er að flytja gas öðruvísi en með pípum.

Í raun hefur Evrópa komið sér í þennan augljósa vanda. Í langan tíma hafa bandaríkin varað Evrópu, og sérstaklega Þýskaland, við þessari strategísku áhættu að kaupa svona mikið gas af rússum, að vera háður þeim svona mikið um orku. Það hefur farið inn um eitt eyra og út um hitt.

Donald Trump talaði oft um þetta, en það hlustaði enginn á það auðvitað því hann var rangur maður með réttan boðskap.


Rangur maður með réttan boðskap á réttum tíma.

Þarna munum við sjá langtíma högg fyrir Rússa þar sem ég giska að það fari strax í framkvæmd að koma af stað dreifikerfi fyrir gasið frá öðrum aðilum. Auðvitað gerist það ekki á einum degi en þó mun þetta hafa gríðarleg áhrif.

Ég hef litlar áhyggjur af þessum sveiflum, Íslensku bankarnir standa sterkum fótum miðað við fyrri hrun og ríkissjóður oft verið verra staddur. Spurning hvað stríðið varir lengi í Úkraínu og hvernig túrismin mun taka við sér hérna í sumar þar sem Covid líður undir lok.
Rauðar tölur á mörgum bréfum gæti skoppað ansi fljótt upp aftur, snögg áhrif vegna takmarkana og heims áhrifa.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf appel » Þri 08. Mar 2022 12:22

vesley skrifaði:
appel skrifaði:Við skulum bíða og sjá, Sádi Arabar, Venezúela, og jafnvel BNA geta auðveldlega bætt upp það sem vantar á olíumarkaði. Það er auðvitað hvati til að framleiða meira af olíu þegar verðið er svona hátt, allir vilja græða.

Þetta á eftir að ná jafnvægi.

Hitt er svo með gas innflutning til Evrópu frá Rússlandi, það er erfiðara að eiga við það því erfitt er að flytja gas öðruvísi en með pípum.

Í raun hefur Evrópa komið sér í þennan augljósa vanda. Í langan tíma hafa bandaríkin varað Evrópu, og sérstaklega Þýskaland, við þessari strategísku áhættu að kaupa svona mikið gas af rússum, að vera háður þeim svona mikið um orku. Það hefur farið inn um eitt eyra og út um hitt.

Donald Trump talaði oft um þetta, en það hlustaði enginn á það auðvitað því hann var rangur maður með réttan boðskap.


Rangur maður með réttan boðskap á réttum tíma.

Þarna munum við sjá langtíma högg fyrir Rússa þar sem ég giska að það fari strax í framkvæmd að koma af stað dreifikerfi fyrir gasið frá öðrum aðilum. Auðvitað gerist það ekki á einum degi en þó mun þetta hafa gríðarleg áhrif.

Ég hef litlar áhyggjur af þessum sveiflum, Íslensku bankarnir standa sterkum fótum miðað við fyrri hrun og ríkissjóður oft verið verra staddur. Spurning hvað stríðið varir lengi í Úkraínu og hvernig túrismin mun taka við sér hérna í sumar þar sem Covid líður undir lok.
Rauðar tölur á mörgum bréfum gæti skoppað ansi fljótt upp aftur, snögg áhrif vegna takmarkana og heims áhrifa.


Það tekur svona 10 ár að byggja upp gasleiðslu til Kína eða Indlands. Það kostar mikið. Eiginlega allar leiðslur liggja til Evrópu í dag, bara lítið brot liggur annað.

Mynd

Rússar hafa í raun engan annan markað fyrir gas sitt en til Evrópu, allavega ekki í 10 ár a.m.k.
Þannig að rússar hafa ekki efni á öðru en að selja Evrópu gasið sitt, ef þeir hætta því þá jú verður mikill orkuskortur í Evrópu, en rússar fá engan pening.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf appel » Þri 08. Mar 2022 12:29

Mynd

Mynd

Meira en 2/3 hluti olíunnar fer til landa sem hafa nú þegar lagt efnahagsþvinganir á Rússland
https://nextbigfuture.s3.amazonaws.com/ ... ensate.png
Síðast breytt af appel á Þri 08. Mar 2022 12:30, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Quemar
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 13:29
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf Quemar » Þri 08. Mar 2022 20:21

Gas er líka hægt að flytja með risa tankskipum, þarf ekki allar þessar leiðslur.
Það er verra með neongasið sem kemur að mestu frá Úkraínu og hinu landinu. Það er nauðsynlegt í hátækni raftækja framleiðslu. Og nokkrir fágætir málmar koma líka þaðan.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf appel » Þri 08. Mar 2022 20:33

Quemar skrifaði:Gas er líka hægt að flytja með risa tankskipum, þarf ekki allar þessar leiðslur.
Það er verra með neongasið sem kemur að mestu frá Úkraínu og hinu landinu. Það er nauðsynlegt í hátækni raftækja framleiðslu. Og nokkrir fágætir málmar koma líka þaðan.


Það var víst eitthvað fjallað um þetta, þ.e. liquid natural gas, það er dýrara og óumhverfisvænara.

Það er mjög erfitt að byrja alltí einu að flytja allt sem LNG. Basically það sem bíður rússa er að fjárfesta í algjörlega nýju dreifikerfi fyrir olíu og gas, slíkt getur tekið áratugi og kostað alveg vangefnar upphæðir.

https://www.statista.com/statistics/126 ... y-country/

Þessi hraða útskipting á gasi frá Rússland hjá Evrópu þýðir einfaldlega að Evrópa mun fá mikið af LNG frá BNA, og kínverjar verða settir aftar í forgangsröðunina (en þeir kaupa LNG frá BNA). Þetta er eitthvað sem var búið að bjá Þýskalandi og Evrópu fyrir einhverjum árum, en núna virðist það verða raunin.
Síðast breytt af appel á Þri 08. Mar 2022 20:35, breytt samtals 3 sinnum.


*-*

Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Reputation: 52
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt efnahagshrun hafið

Pósturaf mort » Þri 08. Mar 2022 22:11

Komandi beint ofan í Covid dæmið, Rússland/Úkraína eru mjög stór hrávöruframleiðsluríki - þannig eru alskonar keðjuverkanir að fara í gang. Bændur þurfa áburð, með gasskort/orkuskort/hærra verði hækkar áburður etc.. Og þetta eru svo stórar og langar keðjur sem stoppa og tekur svaka tíma að koma þessu í gang aftur.


---