marijuana skrifaði:Hvað er öruggara við auðkennisappið en skilríki á SIM korti ?
Innskráning með kennitölu krefst þess að þú veljir réttan kóða úr þremur valkostum til staðfestingar (kóði sýndur á innskráningunni í þjónustuna).
Innskráning með QR kóða (sem breytist á nokkra sekunda fresti) staðfestir að appið skannar kóðann í rauntímann.
Bæði stöðva phising þar sem vonast er til að amma samþykki bara auðkenningarbeiðni blint á símanum.
Svo hef ég aldrei fengið auðkenningarbeiðni fyrir mistök eða eftir enumeration á appið en fæ ennþá á SIM kortið, fólk er ólíklegra til að slá inn kennitölu þar sem einn rangur tölustafur skilar öðrum einstakling og svo er mikið auðveldara fyrir einhverja skíthæla frá útlöndum að keyra í gegnum runur af símanúmerum en kennitölum.