Ljósleiðarinn bilerí ?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
cobro
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Fim 05. Ágú 2010 03:15
Reputation: 1
Staðsetning: Hér
Staða: Ótengdur

Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf cobro » Lau 03. Jan 2026 23:09

Eru fleiri að lenda í því sem eru tengdir í gegnum ljósleiðarann að hann sé að missa samband við umheiminn cirka 22:20 er búinn að vera lenda í þessu núna tvö kvöld í röð, þreytt þegar maður er að spila í gegnum netið og er tengdur EU serverum. bara ath hvort einhver annar sé að lenda í þessu eða veit hvort það sé einhver viðgerð í gangi ?

takk fyrir mig og Gleðilegt nýtt ár allir.


If a man does his best, what else is there?

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2070
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf hfwf » Lau 03. Jan 2026 23:24

Sama hér, erlend mjög slæmt, innlent í lagi, er hjá vortex.



Skjámynd

russi
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 208
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf russi » Sun 04. Jan 2026 02:14

Er þetta ekki bara konan með ryksuguna á ferð í tækjasalnum?




Blablis
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Sun 04. Jan 2026 04:27
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf Blablis » Sun 04. Jan 2026 04:30

Sama vandamál fyrir mig, gerist kringum 22:30 upp að 23:50. 02/01 & 03/01 . Var að lenda aftur í þessu kl 04:00 04/01.
Er hjá Hringidan / vortex is. Er að pæla að skipta um netþjónustu út af þessu. :x



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1609
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 267
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf depill » Sun 04. Jan 2026 11:17

Hljómar meira eins og ISP heldur enn Ljósleiðarinn vandamál. Venjulega ef innlenda er betra enn erlenda, þá er þetta netþjónustuaðilinn.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2070
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf hfwf » Sun 04. Jan 2026 11:55

Virðist vera aftur í gangi núna. Mjög skrítið, vortex vanalega verið 100%
Svo hefur tilkynningaskyldan þeirra verið mjög léleg, ekki mjög tech savy þarna :D
Síðast breytt af hfwf á Sun 04. Jan 2026 12:12, breytt samtals 1 sinni.




hannesb
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mán 01. Nóv 2010 15:23
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf hannesb » Sun 04. Jan 2026 12:53

Sama hér og nú allan morguninn og um hádegi sunnudag. Er hjá Hringiðinnu og tel þetta vera vanda hjá þeim. Hefur gerst áður og engar tilkynningar.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2070
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf hfwf » Sun 04. Jan 2026 12:58

Semi virkar hérna sofar, en margt sem v irkar ekki, iptv mér til furðu virkar :), en FB t.d er slow og leiðinlegt, 3dsmark.com kemst ekki á hana, kannski DNS problem.




hannesb
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mán 01. Nóv 2010 15:23
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf hannesb » Sun 04. Jan 2026 13:09

Íslenskst virkar en ekki erlent



Skjámynd

Höfundur
cobro
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Fim 05. Ágú 2010 03:15
Reputation: 1
Staðsetning: Hér
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf cobro » Sun 04. Jan 2026 13:24

já ég er hjá hringiðunni hef verið mjög ánægður með þjónustuna hjá þeim, þetta er frekar leiðinlegt.


If a man does his best, what else is there?

Skjámynd

Höfundur
cobro
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Fim 05. Ágú 2010 03:15
Reputation: 1
Staðsetning: Hér
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf cobro » Sun 04. Jan 2026 13:56

veit ekki hvert maður geti hringt til að fá upplýsingar um hvað þessi viðgerð taki langan tíma,
mér skildist á hringiðunni að þeir eru bara með einn streng sem er tengdur við umheiminn ljósleiðarinn þar að segja, og verið er að reyna bæta úr því en mér gæti skjátlast um það.


If a man does his best, what else is there?

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2184
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 198
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf DJOli » Sun 04. Jan 2026 14:58

cobro skrifaði:veit ekki hvert maður geti hringt til að fá upplýsingar um hvað þessi viðgerð taki langan tíma,
mér skildist á hringiðunni að þeir eru bara með einn streng sem er tengdur við umheiminn ljósleiðarinn þar að segja, og verið er að reyna bæta úr því en mér gæti skjátlast um það.

Það eru náttúrulega ef ég man rétt, 3 strengir sem notaðir eru fyrir almenning sem liggja frá Íslandi, einn til meginlands Evrópu, einn til Írlands, og einn sem fer til BNA í gegnum Kanada.
Þeir bila lítið.
Það er hinsvegar á ISP-anum (netþjónustufyrirtækinu; Hringdu, Síminn, Vodafone, Hringiðan etc) að versla 'rútur' (routes) sem þjónustur frá þeim punkti sem ljósleiðarinn endar á viðkomustað og leiðir áfram eftir þartilgerðum kerfum.

Þegar kemur að því að redda auka 'rútum' ef einhver leið er að virka illa, finnst mér persónulega Hringdu vera mest líbó, og vandamálin yfirleitt leyst. Mín reynsla er að það er rosalegt happ og glapp hvort sé eitthvað vit í að taka við starfsfólk tæknideilda síma og netþjónustufyrirtækja. Þó myndu skora þar hæst (hjá mér) Hringdu (internetmál yfir kopar og ljósleiðara) og Hringiðan (internetmál yfir 3g/4g/5g).

Ljósleiðarinn og Míla (tvö stærstu fyrirtækin á Íslandi sem veita aðgang að netþjónustu yfir kopar og ljósleiðara), veita ekki netþjónustu eins og síma og netþjónustufyrirtæki eins og Hringdu, Síminn, Vodafone, Hringiðan etc.

Til að einfalda geturðu hugsað um Mílu og Ljósleiðarann eins og bensínstöðvar, en þeir veita þér aðgang að því að fylla á bílinn, en bílinn færðu ekki hjá olíufélögunum, heldur annaðhvort hjá umboði eða annari bílasölu (netþjónustufyrirtækjunum).


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|2tb Samsung 990 Evo Plus nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200


einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 348
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf einarth » Sun 04. Jan 2026 23:05

Kvöldið.

Það er engin bilun í gangi hjá okkur í Ljósleiðaranum - þetta mál liggur hjá Hringiðunni.

Kv, Einar.




Televisionary
FanBoy
Póstar: 788
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf Televisionary » Lau 10. Jan 2026 16:55

Óháð þessari fullyrðingu. Þá er ég að fá timeout í meira en 60 sekúndur á hverjum einasta degi hérna hjá mér. Verið svona síðan um áramótin c.a., engar uppfærslur eða breytingar hérna megin.

Nova -> Ljósleiðarinn.

einarth skrifaði:Kvöldið.

Það er engin bilun í gangi hjá okkur í Ljósleiðaranum - þetta mál liggur hjá Hringiðunni.

Kv, Einar.




Greck
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 27. Jan 2026 22:23
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf Greck » Þri 27. Jan 2026 22:43

https://netvaktin.is/

Ég var að nördast um helgina og gerði hlutlausa monitoring síðu sem tékkar á stöðunni á strengjunum útúr landinu,

Traceroute: Kerfið sendir reglulega pakka til skilgreindra endapunkta í Evrópu.
Hashing: Kerfið býr til einstakt hash af hverri leið. Ef fingrafarið breytist, skráir kerfið nýja leið.
Flokkun: kerfið flokkar leiðirnar sjálfkrafa eftir því hvort þær fara um Bretland (FARICE), Danmörku (DANICE) eða Írland (IRIS).

Mér hefur þótt þetta vanta svona miðlægan hlutlausan stað til að sjá stöðuna á þessum fáu strengjum sem eru frá þessu landi og prufaði því þessa aðferð.

Endilega prufa og koma með feedback, ég væri alveg til í að þróa þetta eitthvað áfram og sjá hvort þetta sé ekki bara sniðugt fyrir okkur tölvunördana og mögulega viðbót í að tékka af samband íslands.



Skjámynd

russi
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 208
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf russi » Þri 27. Jan 2026 23:59

Greck skrifaði:https://netvaktin.is/

Ég var að nördast um helgina og gerði hlutlausa monitoring síðu sem tékkar á stöðunni á strengjunum útúr landinu,

Traceroute: Kerfið sendir reglulega pakka til skilgreindra endapunkta í Evrópu.
Hashing: Kerfið býr til einstakt hash af hverri leið. Ef fingrafarið breytist, skráir kerfið nýja leið.
Flokkun: kerfið flokkar leiðirnar sjálfkrafa eftir því hvort þær fara um Bretland (FARICE), Danmörku (DANICE) eða Írland (IRIS).

Mér hefur þótt þetta vanta svona miðlægan hlutlausan stað til að sjá stöðuna á þessum fáu strengjum sem eru frá þessu landi og prufaði því þessa aðferð.

Endilega prufa og koma með feedback, ég væri alveg til í að þróa þetta eitthvað áfram og sjá hvort þetta sé ekki bara sniðugt fyrir okkur tölvunördana og mögulega viðbót í að tékka af samband íslands.


Þetta er geggjað framtak, takk



Skjámynd

olihar
/dev/null
Póstar: 1475
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 335
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf olihar » Mið 28. Jan 2026 09:05

Greck skrifaði:https://netvaktin.is/

Ég var að nördast um helgina og gerði hlutlausa monitoring síðu sem tékkar á stöðunni á strengjunum útúr landinu,

Traceroute: Kerfið sendir reglulega pakka til skilgreindra endapunkta í Evrópu.
Hashing: Kerfið býr til einstakt hash af hverri leið. Ef fingrafarið breytist, skráir kerfið nýja leið.
Flokkun: kerfið flokkar leiðirnar sjálfkrafa eftir því hvort þær fara um Bretland (FARICE), Danmörku (DANICE) eða Írland (IRIS).

Mér hefur þótt þetta vanta svona miðlægan hlutlausan stað til að sjá stöðuna á þessum fáu strengjum sem eru frá þessu landi og prufaði því þessa aðferð.

Endilega prufa og koma með feedback, ég væri alveg til í að þróa þetta eitthvað áfram og sjá hvort þetta sé ekki bara sniðugt fyrir okkur tölvunördana og mögulega viðbót í að tékka af samband íslands.


Top stöff…



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4358
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 409
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf chaplin » Mið 28. Jan 2026 11:19

Greck skrifaði:...


Póstar: 1 - What a legend.




marels
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Sun 24. Júl 2022 20:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf marels » Mið 28. Jan 2026 19:55

Greck skrifaði:https://netvaktin.is/

Flott framtak!
Frá hvaða fjarskiptafélagi á Íslandi eru mælingarnar gerðar? Nú eru ISParnir ekki allir að nýta sama virka búnað (routera o.þ.h) á útlandasamböndunum, þannig þessar upplýsingar sýna mögulega ekki rétta stöðu fyrir hin félögin.




Greck
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 27. Jan 2026 22:23
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf Greck » Mið 28. Jan 2026 21:35

Gaman að heyra að fólk hafi gagn (og gaman) af þessu.

Mælingarnar eru keyrðar frá endapunkti sem liggur á grunnneti Mílu (AS6677). Það gefur sýn á það flutningslag sem stór hluti umferðarinnar notar. Samanburður á traceroutes frá ólíkum ISPum sýnir nefnilega að þótt heimtaugin sé ólík, þá sameinast umferðin oftast í sömu gáttum erlendis (t.d. INEX í Dublin eða LINX í London) áður en hún fer út á stóru internet hraðbrautirnar.

Markmiðið er því að vakta sjálfa sæstrengina og heildsölulagið. Ef strengurinn rofnar, þá finna það allir

En það stendur til að bæta við fleiri mælipunktum (probes) í framtíðinni. Það væri mjög spennandi að geta sett upp proxy hjá fleiri ISP-um, keyra samskonar mælingar þaðan og sameina það allt í eitt heildstætt overlay.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2184
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 198
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf DJOli » Fim 29. Jan 2026 04:31

Nú bíð ég bara eftir að ríkið fari að telja síðuna þína nauðsynlega og dragi hana inn í skyldurekstur og fari að borga þér fyrir að halda henni uppi.

Sorrímemmig, en það væri eitthvað svo týpískt.


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|2tb Samsung 990 Evo Plus nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200

Skjámynd

Mazi!
+EH l33T M@$TEr
Póstar: 1337
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 4
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf Mazi! » Fim 29. Jan 2026 12:55

Greck skrifaði:https://netvaktin.is/

Ég var að nördast um helgina og gerði hlutlausa monitoring síðu sem tékkar á stöðunni á strengjunum útúr landinu,

Traceroute: Kerfið sendir reglulega pakka til skilgreindra endapunkta í Evrópu.
Hashing: Kerfið býr til einstakt hash af hverri leið. Ef fingrafarið breytist, skráir kerfið nýja leið.
Flokkun: kerfið flokkar leiðirnar sjálfkrafa eftir því hvort þær fara um Bretland (FARICE), Danmörku (DANICE) eða Írland (IRIS).

Mér hefur þótt þetta vanta svona miðlægan hlutlausan stað til að sjá stöðuna á þessum fáu strengjum sem eru frá þessu landi og prufaði því þessa aðferð.

Endilega prufa og koma með feedback, ég væri alveg til í að þróa þetta eitthvað áfram og sjá hvort þetta sé ekki bara sniðugt fyrir okkur tölvunördana og mögulega viðbót í að tékka af samband íslands.


Þetta er ekkert smá flott hjá þér! :happy


| ASRock B850M-X WiFi R2.0 | Ryzen 5 8400F | G.Skill Ripjaws 2x16GB 6000Mhz | 9060XT 8GB OC | 1TB WD Black M.2 NVMe SSD | Gamemax GM-700 - 700W | Sharkoon VK3 Black |

Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Reputation: 52
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf mort » Fös 30. Jan 2026 10:05

Bara smá athugasemd við þetta test sem lookar mjög vel.

en...

ég gef mér að Míla AS6677 ver tengingarnar sínar t.d. í Írlandi í gegnum London og öfugt.
þannig getur IRIS eða Farice verið down án þess að það sjáist á myndinni.

REK-LDN yfir Farice og REK-DUB-LDN er nær á pari í RTT - ef ég man rétt þá er um 2ms styttra að fara í gegnum IRIS til LDN.

og btw .. eins og kemur fram þá ertu að prófa netkerfi Mílu - allavega NOVA/Ljósleiðarinn reka svo sín eigin internet platform með öllu tilheyrandi.
Síðast breytt af mort á Fös 30. Jan 2026 10:19, breytt samtals 1 sinni.


---


Greck
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 27. Jan 2026 22:23
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf Greck » Fös 30. Jan 2026 11:39

Góðir punktar.
RTT vs. Routing alveg rétt munurinn á RTT milli leiða getur verið hverfandi. Þess vegna settii ég Route Hashing. Geri "fingerprint" af öllum routerum á leiðinni. Þetta segir ekki af hverju umferðin færðist (hvort það sé slit eða bara optimization), en það segir okkur að hún færðist. Við erum semsagt að mæla stöðugleika leiðarinnar (path stability).
Triangulation (Samanburðurinn): Ef mælingin breytist bara hjá einum ispa, þá er það líklega routing ákvörðun. En ef allir (Nova, Ljósið, Siminn) sýna breytingu á sama sekúndubroti... þá erum við líklega að horfa á sæstrengsbilun.

Þess vegna væri gaman að bæta við probum. Gámurinn er tilbúinn (Dockerized). Ef einhver á gagnaveitu er til í að keyra þetta í bakgrunni hjá sér til að fá samanburðinn, endilega heyrið í mér.



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1271
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðarinn bilerí ?

Pósturaf ponzer » Fös 30. Jan 2026 12:05

Einn punktur í þessa prófanir hjá þér, ég geri ráð fyrir því að þú sért aðeins að skoða trace frá þér(frá AS6677) á móti þessum endapunktum erlendis? Þú verður að athuga og gera ráð fyrir því að svarpakkinn fari ekki endilega sömu leið til baka til þín. Hann gæti alveg eins farið út í gegnum Farice og komið til baka yfir IRIS, allt eftir því hvernig AS númerið á endapunktinum sér AS path fyrir 6677. Til þess að fá heilsteypta mynd á hvernig umferðin kemur til baka á þarftu að fá trace frá hinum endanum líka. Þú gætir skoðað RIPE Atlas projectið eða bgp.he.net(sem notar sennilega Ripe atlas) til þess að gera trace frá probes utan Íslands.
Síðast breytt af ponzer á Fös 30. Jan 2026 12:06, breytt samtals 1 sinni.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.