beatmaster skrifaði:corflame skrifaði:Það skiptir litlu hvað tölvuhlutur hefur verið notaður lengi, eftir 1-3 mánuði er 20% afföll af gangverði ekkert óalgengt, 35% (jafnvel meira) eftir árið...
Allt spurning um framboð og eftirspurn, þú ert kanski til í að benda á alla þræðina þar sem verið er að selja notuð 5850 til að sýna mér hvað þessi kort eru að seljast á notuð.
Þumalputtareglan var alltaf 30-35% afföll nánast við það að ganga úr búðinni með vöruna, en hefur væntanlega eitthvað minnkað "í kreppunni", því endurtek ég, 20% - 35% afföll innan árs.
Eina ástæðan fyrir því að ég var að tjá mig um þetta var sú hvernig auglýsingin hljóðaði og mér fannst það heldur hátt verðlagt. (Minni á, "Varúð, verðlöggur")
En ætla ekkert að tjá mig um þetta frekar. Ég hef mínar skoðanir á þessu, þú hefur þínar og þar við situr.