Pósturaf stebbi23 » Fim 16. Feb 2012 15:44
Ástæðan er örugglega sú að skrárnar eru kóðaðar svo þú getir bara spilað þær í nákvæmlega sama tæki og þær voru teknar upp í og engu öðru.
Veit að það er þannig hjá Samsung. Þegar þú tengir harðan disk við Samsung tæki með upptöku þá breytir það "File System" á disknum í XFS og efnið spilast bara í nákvæmlega því tæki sem tekið var upp á, ef t.d. skipt er um móðurborð er efnið ónýtanlegt. Síðast þegar ég gáði, þá voru menn út í heimi ekki búnir að ná að opna kóðann.
Þetta er gert út af höfundarrétti og kæmi mér ekki á óvart ef þetta væri eitthvað mjög svipað hjá Sharp. Stóru framleiðendurnir fylgja yfirleitt svona höfundarréttar dóti mjög mikið, þess vegna er yfirleitt auðveldara að region opna ódýran DVD spilara úr Bónus heldur en alvöru spilara frá alvöru framleiðanda.