intenz skrifaði:Sallarólegur skrifaði:intenz skrifaði:Til hvers helduru að þú sért að skrifa ritgerð í ensku? Til að sýna fram á kunnáttu þína. Með þessu ertu bara að svindla. 

 
Eða að nýta sér tækni sem er til staðar, og verður til staðar í framtíðinni. Svipað og að segja að maður eigi ekki að nota reiknivél í stærðfræði, því það er svindl.
 
Af hverju ekki bara að hætta í skóla? Til hvers að læra ensku? Alltaf til tól sem hjálpa manni með allt. Ertu að lesa vitleysuna sem kemur út úr þér?
 
Því má snúa til baka á þig: Til hvers að skrifa íslensku ef að þú ætlar aldrei að láta fara yfir hana og athuga hvar villur leynast?
Það eru engin betri námstól en þau sem að benda þér á villu þíns vegar. 
Til hvers var ég að læra ensku ef að ég ætlaði að hafa kveikt á Dictionary í Mozilla og Chrome? Það er líklega ekkert sem að hefur hjálpað mér
meira í því að ná góðum tökum á stafsetningu flókinna enskra orða en það að leyfa vöfrunum að fara yfir textann minn og minna mig á það þegar að ég skrifa þau vitlaust.  
