Er með gamalt forrit sem er upprunalega skrifað fyrir Windows 3.1x
](./images/smilies/eusa_wall.gif) 
 Þetta forrit er upprunalega skrifað fyrir 16-bita kerfi (eins og windows 3.1x) en var svo uppfært fyrir win95 (32-bita kerfi) og er ekki til 64-bita útgáfa af þessu forriti. Það keyrir ekki á 64-bita stýrikerfi (og keyrir ekki einu sinni install og gefur bara upp error um að það sé fyrir 32-bita kerfi).
Núna er ég meiri linux maður þannig ég spyr hér windows mennina, er til einhver skel (eða einhver leið) til að keyra þetta forna-forrit á 64-bita windows 7 ? Það virkar ekki að keyra það í compatibility mode (XP-mode eða eitthvað slíkt).
Þetta forrit er skaffað af kennara í skólanum mínum og hans lausn var basically að setja bara upp 32-bita windows til að keyra þetta, en það er ekki í boði.
Ég vill helst losna við að setja þetta upp á virtual-vél.
E.S. Það er ekki til nýrri útgáfa af þessu forriti.
EDIT:
E.E.S. Win7 64-bita getur ekki keyrt 16-bita forrit, sem þetta forrit byggir á og þess vegna er þetta vesen. Fékk þetta til að keyra undir linux þannig það dugar.











