Þrátt fyrir smá rigningu þá ákvað ég að prófa að leika mér smá með ljótan, ónýtan kassa sem ég ætlaði að fara með á haugana í dag. Hann fer reyndar á haugana en ég er nokkuð ánægður með þetta miðað við að þetta var bara fikt og það var smá rigning. Endilega fá ykkar álit.
Hugmyndin á bakvið þemað voru norðurljósin en ég náði kannski ekki alveg að hafa þetta eins og ég ætlaði mér
Og eins og einhverjir sögðu með að ég væri búinn að skemma fallega kassann minn þá fannst mér alveg í lagi að skemma ljóta kassann líka
Já ég veit ég hefði átt að spreyja hann að innan en ég bara nennti ekki að vera að taka hann allann í sundur þar sem hann er hvort eð er á leiðinni í ruslið







Gerði smá breytingar til viðbótar...



, það er ekkert mál að teingja takka og svona aftur, á alveg haug af slátri í það





