Keypti Win8 á 4.975kr núna fyrir ~1 mánuði beint af Microsoft. Verð að segja að það hafi verið mjög sársaukalaust. Fyrir utan að vera með kolólöglega útgáfu af Win7 Ultimate á undan að sækja þetta forrit og gera upgrade gekk allt smooth, ekki spurður útí gömlu útgáfuna af Win7, né öllu crack / activation ruslinu sem ég er búinn að hlaða utaná þetta install. Fékk tölvupóst með kvittun og cd-key fyrir Win8 Pro.
þegar ég var búinn að sækja Windows 8 installerinn, ~3,73gb, bauð hann að gera update, skrifa geisladisk, búa til ISO mynd eða gera bootable drif. Notaði bara bootable drif og piece of cake, fresh install með format og öllu, alveg nákvemælega sama ferlið og með Win7, útlit og alles.
Í endann er ég ánægður að hafa loksins fjárfest í Windows stýrikerfi, tók smá tíma að gerast, en það hafðist

13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini