Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1606
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 141
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf audiophile » Fös 25. Jan 2013 21:06

Nú hef ég verið með sjónvarp Símans undanfarið og var að skipta í Vodafone þar sem ég er kominn með ljósleiðara frá þeim. Ég var með Airties afruglarann frá Símanum og var mjög sáttur við myndgæðin.

Nú er ég kominn með svarta Amino HD lykilinn hjá Vodafone og finnst myndgæðin verri og þá sérstaklega hvað varðar svarta litinn. Það er eins og vanti contrast í myndina og dökkir hlutir eru gráir í stað þess að vera svartir. Ég er með sömu stillingu á sjónvarpinu og sé ekki neitt stillanlegt í afruglaranum varðandi myndgæðin nema það er stillt á HD í stað SD.

Kannast einhver við þetta?


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf BugsyB » Fös 25. Jan 2013 22:26

ertu örugglega með HDMI snúru í TVið - ég veit að það er munur á scart þar sem þessir amino koma með e-h tilbúnu scarttengi sem passar ekki á neitt nema amino lyklana


Símvirki.

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf tdog » Fös 25. Jan 2013 22:49

Segi það sama, finnst Síminn þjappa myndinni minna.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6374
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 170
Staða: Tengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf AntiTrust » Fös 25. Jan 2013 22:53

Síminn og Voda nota amk ekki sömu þjöppunarstaðla ef ég man rétt.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 176
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf JReykdal » Lau 26. Jan 2013 15:05

AntiTrust skrifaði:Síminn og Voda nota amk ekki sömu þjöppunarstaðla ef ég man rétt.


Nota báðir MPEG2 (SD) og svipað bitrate.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6374
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 170
Staða: Tengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf AntiTrust » Lau 26. Jan 2013 15:11

JReykdal skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Síminn og Voda nota amk ekki sömu þjöppunarstaðla ef ég man rétt.


Nota báðir MPEG2 (SD) og svipað bitrate.


Er það þá e-ð nýlegt? Veit að Voda þurfti að tileinka stærri bandvíddarhluta af tengingunni fyrir IPTV vs Símann fyrir nokkru síðan, þekki það ekki í dag.



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf GrimurD » Lau 26. Jan 2013 15:17

AntiTrust skrifaði:
JReykdal skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Síminn og Voda nota amk ekki sömu þjöppunarstaðla ef ég man rétt.


Nota báðir MPEG2 (SD) og svipað bitrate.


Er það þá e-ð nýlegt? Veit að Voda þurfti að tileinka stærri bandvíddarhluta af tengingunni fyrir IPTV vs Símann fyrir nokkru síðan, þekki það ekki í dag.

Vodafone tekur frá 8mbit af sínum tengingum fyrir IPTV(nota mpeg2) en Síminn er að taka eitthvað minna. Er ekki síminn að nota MPEG4 frekar en MPEG2?


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf Nariur » Lau 26. Jan 2013 16:31

GrimurD skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
JReykdal skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Síminn og Voda nota amk ekki sömu þjöppunarstaðla ef ég man rétt.


Nota báðir MPEG2 (SD) og svipað bitrate.


Er það þá e-ð nýlegt? Veit að Voda þurfti að tileinka stærri bandvíddarhluta af tengingunni fyrir IPTV vs Símann fyrir nokkru síðan, þekki það ekki í dag.

Vodafone tekur frá 8mbit af sínum tengingum fyrir IPTV(nota mpeg2) en Síminn er að taka eitthvað minna. Er ekki síminn að nota MPEG4 frekar en MPEG2?


8mbit? Fyrir SD?!?! Hvaða bilun er það?


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 176
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf JReykdal » Lau 26. Jan 2013 20:03

Báðir nota 8Mbit MPEG-4 fyrir HD og 4(ish)Mb/s MPEG-2 fyrir SD.

Helsti munurinn er að Voda er með 720p í HD á meðan að Síminn er með 1080i.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki

vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


goldwing
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 29. Jan 2013 16:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf goldwing » Þri 29. Jan 2013 16:39

Það er ekki rétt. Ef source er 720p inn þá fer hann sem 720p út. Td. DRHD, DR1HD, NRKHD eru allar 720p hjá Símanum af því að þannig koma þær inn. HD rásir frá 365, RUV og Skjánum eru 1080I. Þeirra val.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5878
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1093
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf appel » Þri 29. Jan 2013 17:20

goldwing skrifaði:Ef source er 720p inn þá fer hann sem 720p út. Td. DRHD, DR1HD, NRKHD eru allar 720p hjá Símanum af því að þannig koma þær inn. HD rásir frá 365, RUV og Skjánum eru 1080I. Þeirra val.


Rétt hjá þér.


*-*


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 176
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf JReykdal » Þri 29. Jan 2013 20:08

En Voda notar bara 720p.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki

vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf gardar » Þri 29. Jan 2013 22:28

JReykdal skrifaði:Báðir nota 8Mbit MPEG-4 fyrir HD og 4(ish)Mb/s MPEG-2 fyrir SD.

Helsti munurinn er að Voda er með 720p í HD á meðan að Síminn er með 1080i.


h264?

og afhverju ekki mpeg4 fyrir sd?




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf einarth » Þri 29. Jan 2013 22:41

JReykdal skrifaði:En Voda notar bara 720p.


Ég er reyndar nokkuð viss um að Vodafone HD straumarnir eru 1080i, allavegana eitthvað af þeim ..var að skoða þá í analyzer um daginn..

Kv, Einar.




Televisionary
FanBoy
Póstar: 772
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf Televisionary » Þri 29. Jan 2013 22:42

Meirihlutinn af erlendum stöðvum sem eru í dreifingu á SD koma á MPEG-2. Það er kostnaðarsamt að ætla sér að transkóða þessar stöðvar yfir í MPEG-4 í rauntíma og það er lítið sem fæst með því. Ég hef verið að gera prófanir á þessu og við notum þetta eingöngu sem síðasta úrræði við að dreifa myndefni þar sem ég starfa því þetta kemur alltaf niður á myndgæðum að lokum.

gardar skrifaði:
JReykdal skrifaði:Báðir nota 8Mbit MPEG-4 fyrir HD og 4(ish)Mb/s MPEG-2 fyrir SD.

Helsti munurinn er að Voda er með 720p í HD á meðan að Síminn er með 1080i.


h264?

og afhverju ekki mpeg4 fyrir sd?



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf gardar » Þri 29. Jan 2013 22:46

Televisionary skrifaði:Meirihlutinn af erlendum stöðvum sem eru í dreifingu á SD koma á MPEG-2. Það er kostnaðarsamt að ætla sér að transkóða þessar stöðvar yfir í MPEG-4 í rauntíma og það er lítið sem fæst með því. Ég hef verið að gera prófanir á þessu og við notum þetta eingöngu sem síðasta úrræði við að dreifa myndefni þar sem ég starfa því þetta kemur alltaf niður á myndgæðum að lokum.



Aah, meikar sense, auðvitað tilgangslaust að transkóða... Stóð einhvernveginn í þeirri trú að þetta kæmi á hráu formi til landsins.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf Gúrú » Þri 29. Jan 2013 22:51

Af forvitni: Hver væri, mjög gróflega reiknaður, kostnaðurinn við það?


Modus ponens


Televisionary
FanBoy
Póstar: 772
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf Televisionary » Þri 29. Jan 2013 23:00

Ég hef nú ekki tölurnar á hreinu fyrir þetta en þessi búnaður er ekki ódýr það er klárt mál.

Þetta eru meðal annars aðilar sem framleiða búnað í þetta:
http://www.appeartv.com/products/encoding_transcoding
http://harmonicinc.com/product/encoding ... m-9100-ace


Gúrú skrifaði:Af forvitni: Hver væri, mjög gróflega reiknaður, kostnaðurinn við það?




stefan251
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Þri 04. Ágú 2009 13:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf stefan251 » Þri 29. Jan 2013 23:53

símin notar 4mb og 8 mb fyrir hd



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf GrimurD » Mið 30. Jan 2013 15:18

einarth skrifaði:
JReykdal skrifaði:En Voda notar bara 720p.


Ég er reyndar nokkuð viss um að Vodafone HD straumarnir eru 1080i, allavegana eitthvað af þeim ..var að skoða þá í analyzer um daginn..

Kv, Einar.

Digital lyklar yfir örbylgju eru 720p/1080i en Amino 140 er bara 720p.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1606
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 141
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf audiophile » Mið 30. Jan 2013 19:57

Góð umræða og gaman að vita meira um þetta.

Aðal málið virðist samt vera að ég þarf að nota allt aðrar stillingar á sjónvarpinu fyrir myndlykilinn frá Vodafone en Símanum. Litirnir eru flatari hjá Vodafone og myndin mun flatari og grárri en Símanum. Er ekkert hægt að stilla HDMI black level í amino 140? Þurfti að breyta öllum contrast og gamma stillingum til að dekkja myndina á Amino.

Notaði sömu HDMI snúru og sama HDMI inntengi á sjónvarpinu til að bera saman.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5878
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1093
Staða: Ótengdur

Re: Myndgæði hjá Vodafone vs. Síminn.

Pósturaf appel » Mið 30. Jan 2013 20:32

Sko, ég hef séð jafn misjafna mynd og ég hef séð sjónvörp.

Þetta er held ég mestmegnis spurning um sjónvarpið. Á túbutækjunum gömlu er myndin fullkomin. Á gömlum flatskjám sjást mpeg artifactar. Á nýjustu sjónvarpstækjunum eru komnir geysilega góðir filterar og algorithmar og enhancarar sem gera myndina mun betri, bæði lagfæra hnökra og liti.
Svo er það jú stillingin á sjálfu sjónvarpinu sem skiptir líka máli.

En ég myndi segja, 10% af myndgæðunum stjórnast af dreifikerfinu, 90% af því hvernig sjónvarpsstraumur kemur inn á dreifikerfið. Garbage in, garbage out.


*-*