svanur08 skrifaði:Myndi aldrei fá mér Philips, hef slæma reynslu af þeim, en það er bara mín skoðun, en þetta 100hz 200hz 400hz er bara sölutrick. þú vilt ekki sjá bíómyndir smooth og slekkur á þessum fítus.
Ég hélt einmitt að það væri betra að hafa hærra Hz. Hélt að þessi "smooth"-leiki í flatskjáum sem maður sér stundum hjá vinum og ættingjum væri vegna þess að það væri með lágt Hz.
appel skrifaði:Auk þess finnst mér þetta "smart tv" vera bara sölutrikk. Ég er með svona smart tv hjá mér og nota það aldrei. Þekki marga með "smart tv" tæki og þeir nota þetta aldrei.
Myndi bara finna gott 40-42" tæki með góð myndgæði og gleyma hinu.
Já, það er svosem ekkert must að hafa SmartTV þegar ég pæli í því. Stefnan var að kaupa með þessu Rasperry Pi sem ég kæmi til með að nota sem Media Center.
En hvaða tegundir eru það sem teljast "bestar" í dag?