Pósturaf frr » Fös 15. Nóv 2013 18:07
Í stuttu máli, þá com fyrst Qsound sem var fyrst notað í tölvuleik árði 1991 á nokkrum hljómplötum á níunda áratugnum.
Það var frekar lélegt, en er margbúið að breyta og þróa, en mér hefur aldrei fundist það virka vel.
Síðan Focal Point (t.d. með Gravis Ultrasound). Focal Point gat processað hljóðstaðsetningu á rauntíma. Mun betra en Qsound.
Síðan kom mýgrútur af 3d dóti t.d það sem kom neð SB Live og Audigy (EAX), en raunar ekkert af því betra en Pocal Point sem kom 1992 eða 1993.
Mest allt frekar léleg gimmick gert með delay, echo og þvílíku.
Undantekningin var Aureal 3D sem Creative eignaðist en drap svo að mestu.
Margt besta er það sem er tekið upp í kringum gínu með hljóðnemum, því að heilinn vinnur með hvernig hljóðið varpast á höfuð og eyru til að grein hvort það komi að aftan eða framan, uppi eða niðri.
Nýrri tækni reynir að líkja eftir því. Eittvað af því sem er til í dag er ætlað að gera það, en útkoman er ekki sannfærandi.
Þessi tækni núna, er langtum betra en það sem maður hefur heyrt hingað í leikjum með headphones, samt hef ég verið að spila með 8 hátalara Sourround Sound headphones.
En maður furðar sig á því að það sé loks að gerast eitthvað núna.
Það eru mörg ár síðan sem maður hlustaði á Barber Shop videoið.