Jón Ragnar skrifaði:tveirmetrar skrifaði:þetta hljómar meira eins og eitthvað apple fanboy rant..
Þetta.
Um daginn var e-ð Android rant.

Ég nota Windows, hef notað Windows frá því á 20. öldinni, og hef ætíð notað android. Þannig að ég nota ekki neitt apple tæki, á ekki neitt apple tæki. Hvernig getur þetta verið "apple fanboy rant" þá?
Hönnunin í kringum hvernig forrit eru uppsett á Windows er meingölluð. Það er ekkert "isolation" á forritunum, skrárnar fara bara um allt! Þetta er virkilega pirrandi ef þú ert að installera grilljón forritum og henda mörgum þeirra út, mörg megabæti verða eftir í einhverju jönki sem er bara þarna af engri ástæðu. Það fara einhverjar dll skrár í systems directoryin í windows, það fara allskyns skrár í roaming eða roaminglocal í app, application skrár í program files, svo safnast allt upp í registryinu.
Svo er Microsoft með mjög slæmt umhald utan um installeruð forrit á Windows, þau virðast fá að ráða sér algjörlega að mestu hvernig lifecycle þeirra er.
Þetta er alveg meiriháttar rant, já, en ég skil ekki hví forrit geta ekki bara verið í "isolation". Ef ég installera forriti þá vil ég að þau sé bara til á þeim stað sem ég installera þeim á, hvergi annarsstaðar. Þannig að ef ég ákveð að uninstalla því þá er nóg að eyða því folderi og öll ummerki um það forrit eru horfin, fyrir utan shortcutta á það.
Windows er að vísu hannað fyrir multi-user og networking, en reyndar eru margir sem eru með windows heima hjá sér og þurfa ekki á slíku að halda, eru bara single user og þurfa ekki flókna "shared" hönnun á stýrikerfinu. Auk þess er minni og diskastærðir orðnar slíkar að það sheira einhverjum 300 kb dll skrám og slíku er algjörlega tilgangslaus hönnun á þessari öld. Og ég meina, come on, þessi roaming hönnun er bara bull, hver notaði roaming windows síðast? Þetta er hannað fyrir einhverjar skólatölvunotkun. En málið er að flestir eru bara með sína eigin einkatölvu.
