Jæja er búinn að vera vakandi í nótt að vesenast með vélina mína hún var alltaf að slökkva á sér, 2 ára gömul vél. Kom alltaf CPU overheating og hún slökkti á sér. Prufaði að skipta um kælikrem allavega tvisvar, þreif allt og gerði allt fínt og ennþá slekkur hún á sér. Fann svo áðan þegar ég opnaði hana að heatsinkið var það heitt að það actually brenndi mig og vélin var að fara upp í 90° í coretemp.... ég tók heatsinkið úr sambandi og plöggaði því annarsstaðar á mobo og prufaði að setja vélina í gang aftur og nú gengur hún og ekkert er að ofhitna ......
Langaði bara að spyrja þá kláru sem eru hér (er ekki sá gáfaðasti þegar kemur að hardware kann bara basics). Getur virkilega verið að það hafi skipt máli hvar ég plöggaði? Er með aðra viftu tengda í plöggið sem heatsinkið var fyrst í og hún gengur líka ágætlega. Ég er bara ekki að ná þessu ... ef einhver gæti frætt mig væri það snilld því þetta overheat rugl er að gera mig crazy

Takk