Ég er með (gamlan) skjásviss sem er bara með PS/2 tengjum fyrir lyklaborð og mús. Tengistykki í hina áttina fást allsstaðar en ég finn hvergi USB F -> PS2 M breytistykki. Þetta var til í öllum tölvubúðum fyrir 1000 árum en virðist afar erfitt að finna þetta í dag. Ég er búinn að fara í computer.is og leita á heilstu netverslunum. Ég er líka búinn að hringja í Íhluti.
Takk fyrir. Mig vantar bara eitt fyrir mús og annað fyrir lyklaborð. Ég á reyndar lyklaborð frá forsögulegum tímum en myndi helst vilja sleppa við að nota það.
Miðbæjarradio ...er búinn að hringju út nokkrum sinnum hjá þeim.... ekkert á heimasíðu Örtækni.