Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 14. Maí 2021 22:20

Þar sem það virðist að eldgosið í Fagradalsfjalli mun ekki enda á næstunni og kvikan sem fæðir eldgosið kemur af ennþá meira dýpi en í upphafi eldgossins þann 19. Mars. Þá er hérna þráður um framgang eldgossins frá 14-Maí.

Núna á að gera tilraun til þess að stöðva hraunið með smá varnargörðum sem munu ekki stoppa neitt þegar hraunið fer aftur af stað á þessu svæði þegar flæði frá hraun ánni breytist aftur.

Gröfunar eru þarna í vinstra horninu. Nærri jaðar hraunsins.
2021-05-14 (15).png
2021-05-14 (15).png (1.85 MiB) Skoðað 54209 sinnum
Síðast breytt af appel á Mán 18. Des 2023 23:41, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2018
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 277
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf einarhr » Fös 14. Maí 2021 22:55

jonfr1900 skrifaði:Þar sem það virðist að eldgosið í Fagradalsfjalli mun ekki enda á næstunni og kvikan sem fæðir eldgosið kemur af ennþá meira dýpi en í upphafi eldgossins þann 19. Mars. Þá er hérna þráður um framgang eldgossins frá 14-Maí.

Núna á að gera tilraun til þess að stöðva hraunið með smá varnargörðum sem munu ekki stoppa neitt þegar hraunið fer aftur af stað á þessu svæði þegar flæði frá hraun ánni breytist aftur.

Gröfunar eru þarna í vinstra horninu. Nærri jaðar hraunsins.
2021-05-14 (15).png


Það er erfitt að hemja móðir náttúru en mér finnst það skiljanlegt að það sé reynt að bjarga innviðum eins og td Suðurstrandaveg og ljósleiðara sem myndi líka fara undir hraun, þetta er vonandi allavega einhver seinkun svo það sé hægt að reyna að bjarga einhverju
Síðast breytt af einarhr á Fös 14. Maí 2021 22:56, breytt samtals 1 sinni.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mjolkurdreytill » Lau 15. Maí 2021 00:21

Ég hefði nú bara haldið að það væri gáfulegra að búa til varanlegri björgun fyrir ljósleiðarann þarna. Þetta verða ekki margir dagar líklegast sem þessi aðgerð mun seinka hraunflæðinu.

Þegar hraunið er komið niður í Nátthaga þarf það að ferðast um 1,5 km áður en það kemur að hækkun í landslaginu.Það er miklu betra að nýta þá hækkun til þess að búa til varnargarð. Garðurinn þarf ekki að vera eins langur og getur í staðinn verið hærri. Það myndi seinka flæðinu meira en þessir hjallar.

Hraunbreiðan hegðar sér ekki eins og vatn og það er ekki góð nálgun að ganga út frá því.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mikkimás » Lau 15. Maí 2021 11:48

Ég hef enga þekkingu á flæði hrauns, en mér finnst merkilegt ef þeir geta snúið flæðinu í átt að Merardölum frá þeim stað sem varnargarðurinn rís.

Þetta virðist vera talsverð vegalengd.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf urban » Lau 15. Maí 2021 12:15

Það var fullt af neikvæðum mönnum hérna í eyjum 1973 sem að sögðu að það væri ekki hægt að hemja móðir náttúru.

Það fóru nú samt baráttumenn af stað að reyna það.
Við höfum frábæra höfn í dag, höfn sem að hefði alveg nær örugglega lokast hefði það ekki verið reynt.

Það kostar smápeninga að reyna þetta, en fljótandi hraun er jú bara vökvi, vökvi fer auðveldustu leið, ef að það er komin fyrirstaða þarna, þá fer það aðra leið.
Síðan aftur á móti allt annað hvort að þetta komi til með að duga, sjálfur þekki ég ekki aðstæður þarna og get ekkert sagt til um það.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mjolkurdreytill » Lau 15. Maí 2021 15:00

urban skrifaði:Það kostar smápeninga að reyna þetta, en fljótandi hraun er jú bara vökvi, vökvi fer auðveldustu leið, ef að það er komin fyrirstaða þarna, þá fer það aðra leið.


Þetta er ekki svona einfalt.

Hraunflæðið sem er þarna í gangi er líklegast ennþá að flæða sem helluhraun. Það þýðir að hraunflæðið á sér stað í rásum/pípum inni í hrauninu og hraunflæðið getur flætt upp á við ef efsti punktur pípunnar er ofan við efsta punkt landslagsins.

Hitt er að hraunbreiðan sjálf ryður sér og öllu framan við hana áfram. Ef þú sást botn Geldingadala þá var hraunið þar að ryðja öllum jarðveginum upp hlíðarnar.

Gosið í Heimaey myndaði apalhraun. Það er annað afbrigði og hegðar sér ekkk eins og helluhraun.




straumar
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 21:50
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf straumar » Lau 15. Maí 2021 15:05

ég er sjálfur mjög efins um að þetta virki eitthvað svo mikið. Nú þekki ég ekki beint aðstæður ekki enn ekið suðurstrandaveg t.d :) en ef lengdin er ekki þeim mun meiri hefði ég frekar farið í að setja stórar vatnsslöngur frá sjó að hrauni til að kæla það, hraun i eyjum var jú kælt með sjó. Svo hefði verið hægt að reyna líka ef þörf væri á varnargarða. Kannski rugl skoðun en samt mín skoðun :)




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Lau 15. Maí 2021 17:12

Þessa stundina er hraunið ekki mikið að renna í áttina að Nátthagadal að sjá en það getur breytst án fyrirvara. Þegar ég fór þarna þá hafið hraunið rutt upp talsvert af jarðvegi fyrir framan sig. Ég á myndir þar sem þetta sést mjög vel. Það sést einnig aðeins í þetta í myndbandi sem ég tók og hægt er að skoða hérna. Þetta var tekið fyrir viku síðan (8-Maí). Allt þetta svæði er núna komið undir hraun.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3127
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf hagur » Lau 15. Maí 2021 23:14

Eigum við ekki bara að gera ráð fyrir því að þarna sé að verki fólk sem veit eitthvað aðeins hvað það er að gera?




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mjolkurdreytill » Sun 16. Maí 2021 02:07

hagur skrifaði:Eigum við ekki bara að gera ráð fyrir því að þarna sé að verki fólk sem veit eitthvað aðeins hvað það er að gera?


Þetta eru verkfræðingar... :megasmile



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6426
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 477
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf worghal » Sun 16. Maí 2021 10:55

mjolkurdreytill skrifaði:
hagur skrifaði:Eigum við ekki bara að gera ráð fyrir því að þarna sé að verki fólk sem veit eitthvað aðeins hvað það er að gera?


Þetta eru verkfræðingar... :megasmile

íslenskir verkfræðingar... :klessa


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


MrIce
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf MrIce » Sun 16. Maí 2021 19:02

worghal skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:
hagur skrifaði:Eigum við ekki bara að gera ráð fyrir því að þarna sé að verki fólk sem veit eitthvað aðeins hvað það er að gera?


Þetta eru verkfræðingar... :megasmile

íslenskir verkfræðingar... :klessa


Well... we're fucked then :guy \:D/


-Need more computer stuff-


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 18. Maí 2021 19:14

Morgunblaðið tapaði annari vefmyndavél undir hraun í dag.

Hraunið hækkaði og bar vélina loks ofurliði




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 18. Maí 2021 23:40

Þessi frétt kemur um það leiti sem hraunið er að byrja að fara yfir varnargarðinn. Það eru nokkrir klukkutímar í að það gerist þegar þetta er skrifað.

Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum (Vísir.is)




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 19. Maí 2021 23:48

Hraunið virðist vera byrjað að fara yfir varnargarðana sem náðist ekki einu sinni að hækka í 8 metra frá 4 metrum sem þeir eru í dag.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Minuz1 » Fim 20. Maí 2021 18:15

Það má alveg prófa svona dót fyrir 20 milljónir, skiptir u.þ.b engu máli


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7672
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1205
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf rapport » Fös 21. Maí 2021 13:40

MrIce skrifaði:
worghal skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:
hagur skrifaði:Eigum við ekki bara að gera ráð fyrir því að þarna sé að verki fólk sem veit eitthvað aðeins hvað það er að gera?


Þetta eru verkfræðingar... :megasmile

íslenskir verkfræðingar... :klessa


Well... we're fucked then :guy \:D/


Þetta mun pottþétt mygla á næstu þrem árum



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf urban » Lau 22. Maí 2021 12:36

Jæja, ekkert hafði þetta að segja, hraunið farið að renna niður í Nátthaga.
https://www.facebook.com/groups/3023736 ... 383815904/


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf vesley » Lau 22. Maí 2021 12:45

urban skrifaði:Jæja, ekkert hafði þetta að segja, hraunið farið að renna niður í Nátthaga.
https://www.facebook.com/groups/3023736 ... 383815904/


Vísindamenn voru líka margir sammála að það mun hvort eð er ná að veginum hvort sem veggurinn tefji eða ekki.
Þetta var nú engin ósköp þessi kostnaður í stóra samhenginu en þetta jarðvegsrask á svona túristagosi er hinsvegar eitthvað sem ég skil ekki.



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf beggi90 » Lau 22. Maí 2021 12:52

vesley skrifaði:
urban skrifaði:Jæja, ekkert hafði þetta að segja, hraunið farið að renna niður í Nátthaga.
https://www.facebook.com/groups/3023736 ... 383815904/


Vísindamenn voru líka margir sammála að það mun hvort eð er ná að veginum hvort sem veggurinn tefji eða ekki.
Þetta var nú engin ósköp þessi kostnaður í stóra samhenginu en þetta jarðvegsrask á svona túristagosi er hinsvegar eitthvað sem ég skil ekki.


Snýst þetta ekki meira um að hafa test case fyrir framtíðina ef gos ógna byggð?




mikkimás
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mikkimás » Lau 22. Maí 2021 14:10

beggi90 skrifaði:Snýst þetta ekki meira um að hafa test case fyrir framtíðina ef gos ógna byggð?

Ég myndi segja það.

Það er ekki á hverju ári sem gos á Íslandi ógna byggð eða innviðum, þ.a. ef við grípum ekki tækifærið núna, þá verðum mögulega alveg clueless í framtíðinni þegar meira verður undir.




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 314
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf B0b4F3tt » Lau 22. Maí 2021 18:04

urban skrifaði:Jæja, ekkert hafði þetta að segja, hraunið farið að renna niður í Nátthaga.
https://www.facebook.com/groups/3023736 ... 383815904/

Njótið bara þessa vidjós. Ég tók þetta video í dag og hitinn og upplifunin var geðveik :megasmile




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 647
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 72
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf falcon1 » Lau 22. Maí 2021 18:09

Það var algjörlega vitað mál að þessi tilraun myndi ekki hafa nein áhrif nema að skemma umhverfið við þetta túristagos. Einhver moldarhaugur er ekki að fara að stöðva eða hindra kviku/hraunflæði að neinu marki, þetta gæti allt eins allt rofnað í sundur og búið til kvikuflóð sem væri í raun hættulegra en þetta rennsli sem hefur verið hingað til á kvikunni/hrauninu.

Eina áhugaverða tilraunin er lagning tilraunaljósleiðara til að sjá hver áhrif á ljósleiðara eru þegar hraun fer yfir hann en það var hægt að gera án þessara landspjalla.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mjolkurdreytill » Lau 22. Maí 2021 18:13

Áður en menn missa sig í vísindalegu mikilvægi þessara gagnslausu varnargarða þá er kannski rétt að halda því til haga að Ísland er ekki eina eldfjallaeyjan í heiminum. Ísland er ekki einu sinni eina eldfjallaeyjan í heiminum þar sem hraun hefur ógnað byggð.

Þessi aðgerð var lítið annað en mistök hvatvísra stjórnvalda og eftiráskýringarnar um einhverja meinta þekkingu halda ekki vatni (hrauni :ninjasmiley ).



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf urban » Lau 22. Maí 2021 19:57

falcon1 skrifaði:Það var algjörlega vitað mál að þessi tilraun myndi ekki hafa nein áhrif nema að skemma umhverfið við þetta túristagos. Einhver moldarhaugur er ekki að fara að stöðva eða hindra kviku/hraunflæði að neinu marki, þetta gæti allt eins allt rofnað í sundur og búið til kvikuflóð sem væri í raun hættulegra en þetta rennsli sem hefur verið hingað til á kvikunni/hrauninu.

Eina áhugaverða tilraunin er lagning tilraunaljósleiðara til að sjá hver áhrif á ljósleiðara eru þegar hraun fer yfir hann en það var hægt að gera án þessara landspjalla.


Afhverju eru menn að hafa áhyggjur af umhverfinu þarna ?
Þetta hefði þá bara farið hvort sem er undir hraun
Það er ekki einsog fólk sé að fara þangað uppeftir til þess að skoða eitthvað annað en gosið, þetta er ekki túristasvæði nema bara útaf gosinu.

**Edit
Síðan ekki gleyma því að garðurinn hélt þessu, hann rofnaði ekki, þessi "einhverji moldarhaugur" stöðvaði semsagt alveg hraunrenslið eins lengi og hægt var, hann var bara ekki nógu hár, það fór að renna yfir hann en ekki í gegnum hann.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... argardinn/

mjolkurdreytill skrifaði:Áður en menn missa sig í vísindalegu mikilvægi þessara gagnslausu varnargarða þá er kannski rétt að halda því til haga að Ísland er ekki eina eldfjallaeyjan í heiminum. Ísland er ekki einu sinni eina eldfjallaeyjan í heiminum þar sem hraun hefur ógnað byggð.

Þessi aðgerð var lítið annað en mistök hvatvísra stjórnvalda og eftiráskýringarnar um einhverja meinta þekkingu halda ekki vatni (hrauni :ninjasmiley ).


Hefur álíka verið reynt annar staðar ?
Nú veit ég t.d. að við eyjamenn vorum ekki fyrstir að reyna hraunkælingu, það var búið að prófa hana einhver staðar annar staðar (man bara ekki hvar það var)
Þýddi það að úr því að það var búið að prófa það annar staðar að það mátti ekki reyna hana hérna ?

Það vill bara þannig til að öll reynsla er til góða og sérstaklega þegar að tilraunir misheppnast, þá er nefnilega hægt að betrum bæta þetta.

Þetta var ekki að eyðileggja neitt og þetta kostaði smápeninga, afhverju er fólk svona á móti þessu.

Gæti hugsanlega skilið það að fólk sé á móti peningunum, en það voru bara smáaurar sem að fóru í þetta, búið að ákveða að eyða mun mikið stærri upphæðum í göngustíga og annað þarna í kring.

EF þetta hefði aftur á móti getað virkað, þá hefði þetta getað sparað óhemju fé.
Það var svo sem alveg vitað að þetta gat ekki virkað til lengdar, en ég bara skil ekki að vera svona mikið á móti þessu.
Síðast breytt af urban á Lau 22. Maí 2021 20:09, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !