hefur einhver RMA minni frá corsair? ráð


Höfundur
nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 103
Staða: Tengdur

hefur einhver RMA minni frá corsair? ráð

Pósturaf nonesenze » Lau 07. Ágú 2021 20:51

sælir ég var búinn að fá blue screen error undan farið og corrupted files og svona og hélt að það væri m.2 sem væri sökudólgurinn, nýlega búinn að uppfæra allt hjá mér nema minnið og nýja móðurborðið er með memtest86 í bios og runnaði það... fékk yfir 1600 error

fór í dag og fékk mér 4x8gb 3600mhz cl18 corsair vengance rgb pro, en langar að vita

hendi ég gamla í ruslið eða get ég RMA það ?

gamla er 2x8gb 3000mhz corsair vengance rgb pro

væri gaman að heyra sögur af svona reynslum, því þetta er í eina skiptið sem ég hef lent í þessu með ram


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 5090 Palit
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: 2x360 custom loop
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32ucdm
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 584
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 181
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: hefur einhver RMA minni frá corsair? ráð

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 08. Ágú 2021 00:42

Keypti einu sinni slatta af ddr3 af Patriot. Vesen & villur. RMA var vandalaust, sent til Hollands. Það sem ég fékk til baka var betra en ekki fullgott. RMA-aði hluta og fékk loks til baka minni sem virkaði vel. Ekkert vesen þó ég hefði áður RMA-að sömu pöntun. Ég var kominn ansi nærri því að segja þetta gott, "aldrei aftur Patriot". Gaf þeim einn séns enn og hef aldrei síðan lent í minnsta veseni með allt minnið sem ég hef keypt af þeim síðan.

Staðreyndin er að sú að maður getur lent í einhverjum jaðardæmum, jafnvel trekk í trekk, án þess að það þýði að framleiðandinn sé ekki að gera sitt besta. Samt er augljóst að ef maður lendur í öðru eins er framleiðandinn ekki að ná að gera eins vel og á hann á að geta gert.

Semsagt, ef minnið bilar, látið endilega reyna á "lifetime" ábyrgðina og gefið framleiðandanum eins miklar upplýsingar og þið getið um vandamálið svo hann geti smátt og smátt bætt sig.

Mesta vesenið var @ tollinum hér. Það þarf pappírspésa til að maður greiði ekki gjöld af hlutunum sem koma til baka. Tekur því varla nema verðið á minni sé í skýjunum þá stundina.



Skjámynd

brain
1+1=10
Póstar: 1136
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: hefur einhver RMA minni frá corsair? ráð

Pósturaf brain » Sun 08. Ágú 2021 11:19

Ég gerði RMA á Corsair minni fyrir um 4 árum, gekk 100 %, tók um 6 vikur eftir að þeir fengu minnið.

Þeir sendu gögn með þannig að ég þurfti ekki að greiða gjöld aftur



Skjámynd

bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: hefur einhver RMA minni frá corsair? ráð

Pósturaf bjornvil » Sun 08. Ágú 2021 21:14

Ég keypti tölvu í Att einhverntíman 2005-2006. Hún var með Corsair kubbum. Einn þeirra fór að láta illa ca 2012 þegar ég notaði tölvuna sem sjónvarpstölvu. Ég fór með kubbinn í Att, með kvittunina sem ég átti ennþá, og fékk nýjan kubb no questions asked :)




Höfundur
nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 103
Staða: Tengdur

Re: hefur einhver RMA minni frá corsair? ráð

Pósturaf nonesenze » Sun 08. Ágú 2021 23:12

þessi fékk ég í afmælis gjöf i kanada, verður erfitt enn ekki ómögulegt að hafa uppá reikning , corsair sagði að normal væri 4-5 dagar en gæti tekið lengri tíma útaf covid auðvitað, bíð eftir svari frá
edit: á morgun
Síðast breytt af nonesenze á Sun 08. Ágú 2021 23:21, breytt samtals 1 sinni.


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 5090 Palit
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: 2x360 custom loop
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32ucdm
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos