Hjálp við skólatölvu kaup


Höfundur
soleysif00
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 07. Júl 2022 16:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp við skólatölvu kaup

Pósturaf soleysif00 » Fim 07. Júl 2022 17:04

Hæhæ,

Ég er að byrja í Tölvutækni námi og lágmarkskröfur fyrir skóla fartölvu eru:
- Intel i5-11300H 4.5GHz Turbo 4-Kjarna eða sambærilegt
- 16GB DDR4 2933MHz vinnsluminni
- 512GB SSD hraðvirkur diskur
- GTX 1650 6GB GDDR6 leikjaskjákort

Ég hef fundið þessa https://www.computer.is/is/product/fartolva-lenovo-16-idp5-5600h-16gb-512gb-rtx3050 sem virðist vera með allar kröfur, en finnst hún svolítið dýr.
Ég er ekki góð í að sjá þegar íhlutirnir heita ekki það sama hvort það sé nógu gott, getur einhver hjálpað mér að finna einhverja ódýrari og staðfesta að þessi sé nógu góð? :)

kv
Sóley




TheAdder
vélbúnaðarpervert
Póstar: 927
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 250
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við skólatölvu kaup

Pósturaf TheAdder » Fim 07. Júl 2022 17:52

Hvað með þessa samsetningu?
https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Fa ... 489.action
https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ih ... 921.action

Annars er þessi síða nokkuð sniðug varðandi fartölvur. (Er búinn að setja inn filter sem ég held að henti þér).
https://laptop.is/5C3F4
Síðast breytt af TheAdder á Fim 07. Júl 2022 17:54, breytt samtals 1 sinni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 321
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 60
Staða: Tengdur

Re: Hjálp við skólatölvu kaup

Pósturaf Trihard » Fim 07. Júl 2022 18:06

Það er góð ástæða til að halda sig við Ryzen örgjörva og sérstaklega í fartölvum því þeir eru afkastameiri en Intel örgjörvar við sömu aflnotkun og þessi Lenovo tölva ætti að vera nóg fyrir tölvutækni nám.
Persónulega myndi ég safna mér fyrir góðri samsettri borðtölvu, aðallega út af betri kælingu og afkastameiri vinnslu.
Heyri oft frá fólki að það er komið með nóg af fartölvunni og vilji kaupa sér nýja, ef þú ert með borðtölvu þá hefurðu möguleika á að uppfæra bæði vinnsluminnið og geymsluna, en flestar fartölvur á þessu verði eru með lóðuðu vinnsluminni sem er ekki hægt að stækka og það sama á við um SSD minnið.

Nota þessa síðu til að bera saman CPU og GPU:
https://cpu.userbenchmark.com/Compare/A ... 2632vs4084

Sýnir muninn á fartölvu örranum 5600H og borðtölvu örranum 5600X

Svo er hægt að sjá verð á íhlutum hér:
vaktin.is

Stundum er ódýrara að kaupa þetta frá amazon.de t.d.

Almennt séð eru skjákort aflfrek og þú mátt búast við háværum viftum í þunnum og léttum fartölvum með skjákorti, því þyngri sem hún er því lágværari verður hún er almenna reglan.
Síðast breytt af Trihard á Fim 07. Júl 2022 18:26, breytt samtals 5 sinnum.