rapport skrifaði:Henjo skrifaði:kimpossible skrifaði:Hér má sjá slys á þessum gatnamótum frá janúar 2015-2024. Grænt eru slys með lítilháttar meiðslum. Gult eru alvarleg slys.
Það er mjög áhugavert að skoða slysakort samgöngustofu í samhengi við ákvarðanir sem eru teknar við að bæta öryggi. Það fer ekki alltaf saman hljóð og mynd.
Nei, enda er ástæða afhverju þessar breytingar áttu sér ekki stað 2015 heldur er verið að gera þær núna. Það eru að bætast við mörg hundruð íbúðir á akkúrat þennan stað. (og þúsundir nýrra íbúða ef farið er aðeins lengra)
Og af hverju ætti einhver að labba eða hjóla þarna?
Íbúar hverfisins taka allir Rofabæinn beint að undirgöngunum yfir í Ártún eða fara undir brúnna hjá ánni.
Krakkarnir taka strætó úr Ártúni upp í Árbæjarskóla.
Hvaða aukna umferð ætti að fara þarna um annað en bílar?
Núna hef ég ekki búið þarna og þekki ekki hegðun bæjarbúana. En ég get ímyndað mér, að nú þegar það er þúsundir manna aukning að sú hegðun geti alveg breyst. Ég gæti t.d. alveg skilið að fólk sem býr hinumegin við götuna vilji komast labbandi í t.d. bónus, ert þú með þá kröfu að þetta fólk eigi að labba auka hálfan kílómeter til að troða sér í undirgöng?
Ég get ekki detailað fyrir þér hvert nákvæmlega allir eru að fara, en fólk er að fara sínar ferðir. Þetta er akkúrat sem gerir ákveðna borgir og bæi óaðgengilega og algjörlega ömurlegar, þegar það myndast stór veggur sem ekki er hægt að fara yfir. Og það er bara sagt við mann "af hverju ætti einhver að labba eða hjóla þarna?" ég veit það ekki, afhverju ætti nokkur maður að labba eða hjóla yfirhöfuð?