Umferðin í Reykjavík

Hér gilda almennar reglur, og virðing er skilyrði. Þræðir birtast ekki í Virkum umræðum.
Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 950
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 352
Staða: Tengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf Henjo » Sun 28. Sep 2025 21:13

rapport skrifaði:
Henjo skrifaði:
kimpossible skrifaði:Hér má sjá slys á þessum gatnamótum frá janúar 2015-2024. Grænt eru slys með lítilháttar meiðslum. Gult eru alvarleg slys.

Það er mjög áhugavert að skoða slysakort samgöngustofu í samhengi við ákvarðanir sem eru teknar við að bæta öryggi. Það fer ekki alltaf saman hljóð og mynd.


Nei, enda er ástæða afhverju þessar breytingar áttu sér ekki stað 2015 heldur er verið að gera þær núna. Það eru að bætast við mörg hundruð íbúðir á akkúrat þennan stað. (og þúsundir nýrra íbúða ef farið er aðeins lengra)


Og af hverju ætti einhver að labba eða hjóla þarna?

Íbúar hverfisins taka allir Rofabæinn beint að undirgöngunum yfir í Ártún eða fara undir brúnna hjá ánni.

Krakkarnir taka strætó úr Ártúni upp í Árbæjarskóla.

Hvaða aukna umferð ætti að fara þarna um annað en bílar?


Núna hef ég ekki búið þarna og þekki ekki hegðun bæjarbúana. En ég get ímyndað mér, að nú þegar það er þúsundir manna aukning að sú hegðun geti alveg breyst. Ég gæti t.d. alveg skilið að fólk sem býr hinumegin við götuna vilji komast labbandi í t.d. bónus, ert þú með þá kröfu að þetta fólk eigi að labba auka hálfan kílómeter til að troða sér í undirgöng?

Ég get ekki detailað fyrir þér hvert nákvæmlega allir eru að fara, en fólk er að fara sínar ferðir. Þetta er akkúrat sem gerir ákveðna borgir og bæi óaðgengilega og algjörlega ömurlegar, þegar það myndast stór veggur sem ekki er hægt að fara yfir. Og það er bara sagt við mann "af hverju ætti einhver að labba eða hjóla þarna?" ég veit það ekki, afhverju ætti nokkur maður að labba eða hjóla yfirhöfuð?



Skjámynd

rostungurinn77
spjallið.is
Póstar: 485
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 28. Sep 2025 21:23

rapport skrifaði:
Og af hverju ætti einhver að labba eða hjóla þarna?

Íbúar hverfisins taka allir Rofabæinn beint að undirgöngunum yfir í Ártún eða fara undir brúnna hjá ánni.

Krakkarnir taka strætó úr Ártúni upp í Árbæjarskóla.

Hvaða aukna umferð ætti að fara þarna um annað en bílar?


Það eru fleiri en þeir sem búa þarna sem nota þessi gatnamót. Ef þú ert á leið yfir á Höfða og kemur úr Breiðholtinu þá ferðu þessa leið*.

*Það kann að vera að tiltekinn aðili sé ekki allsgáður á þessu ferðalagi.
Viðhengi
Screenshot 2025-09-28 at 21.18.32.png
Screenshot 2025-09-28 at 21.18.32.png (1.17 MiB) Skoðað 608 sinnum



Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 950
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 352
Staða: Tengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf Henjo » Sun 28. Sep 2025 21:33

Það er líka það, fólk á ekki að þurfa vera sérfræðingar í gatnakerfinu til að komast á milli staða. Viljum við í alvörunni að búa í borg þar sem allir þurfa að fara á bílnum því það ætlar útí bónus? og það er bara hlegið af þeim sem ætla sér yfir götuna því það eru undirgöng 300 metra í burtu sem þau geta notað?

Basically 99% af öllu samgöngukerfinu okkar snýst í kringum bíla. Sorry bílafólk að við erum að reyna koma því niður í 98%.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5873
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1091
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf appel » Sun 28. Sep 2025 23:04

Henjo skrifaði:Það er líka það, fólk á ekki að þurfa vera sérfræðingar í gatnakerfinu til að komast á milli staða. Viljum við í alvörunni að búa í borg þar sem allir þurfa að fara á bílnum því það ætlar útí bónus? og það er bara hlegið af þeim sem ætla sér yfir götuna því það eru undirgöng 300 metra í burtu sem þau geta notað?

Basically 99% af öllu samgöngukerfinu okkar snýst í kringum bíla. Sorry bílafólk að við erum að reyna koma því niður í 98%.


Ég held að bölvun höfuðborgarsvæðisins liggi í þjóðvegakerfinu innan höfuðborgarsvæðisins.

Þú ert með ríkið í gegnum Vegagerðina sem sér um þessa þjóðvegi innan borgarsvæðisins, þar er hugsað um þessa vegi einsog hverja aðra úti á landsbyggðinni, þ.e. ekkert hugsað um hjóla og göngustíga né samtengingar milli hverfa sem þjóðvegur klýfur.
En versta er auðvitað að sveitafélögin vilja ekki samtengjast öðruvísi en í gegnum þessa þjóðvegi, ekki er hægt að komast úr Kópavogi til Reykjavíkur nema fara niður á þjóðveg, sama gildir um öll önnur sveitafélg höfuðborgarsvæðisins. Fossvogsbrú er eina framkvæmdin þar sem sveitafélög tengjast beint, og það er risa framkvæmd sem er búin að vera áratugi í fæðingu.

Það þarf að gera of miklar breytingar svo almenningssamgöngur gangi upp hér, leiðakerfin hafa verið eins í 20 ár og miðað við borgarlínu þá breytast þær leiðir lítið, bara búið að feitletra leiðirnar meira á korti, skiptir ekki neinu máli.


*-*

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8536
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1370
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf rapport » Mán 29. Sep 2025 11:22

Ég hefði haldið að mín útfærsla væri win/win fyrir alla, aukið öryggi m.v. núverandi aðstæður án þess að tefja og teppa bílaumferð óþarflega mikið.

En hvar á þetta nýja þúsundmanna hverfi að koma sem þarf að komast þarna yfir?



Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 950
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 352
Staða: Tengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf Henjo » Mán 29. Sep 2025 12:28

rapport skrifaði:Ég hefði haldið að mín útfærsla væri win/win fyrir alla, aukið öryggi m.v. núverandi aðstæður án þess að tefja og teppa bílaumferð óþarflega mikið.

En hvar á þetta nýja þúsundmanna hverfi að koma sem þarf að komast þarna yfir?


https://reykjavik.is/husnaedi/uppbygging?verkefni=161



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 866
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 163
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf jericho » Mán 29. Sep 2025 16:19

Sé einmitt að skv. hjólreiðaáætlun Reykjavíkur á að koma hjólastígur meðfram Höfðabakka að austanverðu og hann þverar einmitt Bæjarhálsinn.



Ryzen 7 7800X3D | DH-15 | Radeon RX 9700 XT | MSI MAG B650 Tomahawk | Samsung Evo 990 2TB | G.Skill Ripjaws S5 2x16GB | Corsair RM850x | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8536
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1370
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf rapport » Mið 01. Okt 2025 09:07

Í niðurstöðum greiningarinnar má sjá að borginni var ljóst að það að fjarlægja beygjuvasana myndi leiða til umferðartafa. Biðtími fyrir þá sem nýttu beygjuvasann frá Bæjarhálsi yfir á Höfðabakka færi úr níu sekúndum í 92 sekúndur á háannatíma. Hins vegar var ekki reiknað með því að sett yrði upp stakt hægribeygjuljós, líkt og var sett upp í framkvæmdunum. Biðtíminn ætti því að vera eitthvað styttri en 92 sekúndur í raun.


Á annatíma fer meðalbiðtími á þessari sérstöku akrein, fyrir þá sem vilja beygja til hægri úr Árbæ og inn að Höfðabakkabrú úr 9 sek í 92 sek (áætlað).

En það versta er að þetta margfaldar einnig biðtímann þegar það er ekkert álag og það er það sem fólk er mest pirrað á.



Finnst borgin vera með allt niðrum sig í þessu máli.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8536
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1370
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf rapport » Fös 10. Okt 2025 16:25

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025 ... _banaslys/

Þetta er svolítið klikkað þykir mér, skil ekki hugsunina, hvaða á þetta að laga?

Hvað næst, Lækjargata orðin að göngugötu?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5873
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1091
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf appel » Fös 10. Okt 2025 23:24

rapport skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/10/10/gatan_threngd_eftir_banaslys/

Þetta er svolítið klikkað þykir mér, skil ekki hugsunina, hvaða á þetta að laga?

Hvað næst, Lækjargata orðin að göngugötu?


Þetta í raun bara eykur hættuna, fólk er að keyra þarna og alltíeinu er það að keyra á einhverri akrein sem má ekki keyra á og þá kannski stoppar það bílinn skyndilega, gerir eitthvað óvænt, beygir skyndilega, etc, og það veldur slysum.
Hvernig virkar þetta svo þegar vetrar-slabbið liggur yfir þessu og þessar línur sjást ekki? Finnst þetta bara enn eitt dæmi um forheimskuna í umferðarmálum borgarinnar.
Síðast breytt af appel á Fös 10. Okt 2025 23:24, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5873
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1091
Staða: Ótengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf appel » Lau 11. Okt 2025 00:43

Svo er það þetta, að láta þessa "beygju-vasa" einsog þeir kalla það hverfa.

Beygju­vasarnir stór­hættu­legir
https://www.visir.is/g/20252787552d/bey ... ettu-legir

Ég er bara ekkert sammála því að þetta sé "stórhættulegt". Reyndar tel ég þessa breytingu verða enn hættulegri, því fólk er svo vant beygjuvösum á Íslandi að það telur að hægri beygja sé í lagi þó það sé rautt ljós.
Hví segi ég þetta? Jú, ég hef akkúrat keyrt þarna eftir breytinguna, þar sem áður var beygjuvasi sem ég var vanur, en svo var ég að beygja þarna og fór yfir á rauðu ljósi, ég pældi ekki í umferðarljósunum því ég var svo vanur beygju-vösunum sem voru þarna.
Og ég hef einnig séð aðra bíla beygja til hægri á rauðu ljósi.

Ekkert pælt í því hvað fólk er vant, bara farið í breytingar sem líta vel út á pappír.

Gæti vel verið að þetta gæti aukið hættuna fyrir hjólreiðafólk þar sem fólk beygir þá til hægri þrátt fyrir að það sé rautt ljós, og þá grænt ljós fyrir hjólandi og gangandi.


*-*

Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 950
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 352
Staða: Tengdur

Re: Umferðin í Reykjavík

Pósturaf Henjo » Sun 12. Okt 2025 00:03

appel skrifaði:Svo er það þetta, að láta þessa "beygju-vasa" einsog þeir kalla það hverfa.

Beygju­vasarnir stór­hættu­legir
https://www.visir.is/g/20252787552d/bey ... ettu-legir

Ég er bara ekkert sammála því að þetta sé "stórhættulegt". Reyndar tel ég þessa breytingu verða enn hættulegri, því fólk er svo vant beygjuvösum á Íslandi að það telur að hægri beygja sé í lagi þó það sé rautt ljós.
Hví segi ég þetta? Jú, ég hef akkúrat keyrt þarna eftir breytinguna, þar sem áður var beygjuvasi sem ég var vanur, en svo var ég að beygja þarna og fór yfir á rauðu ljósi, ég pældi ekki í umferðarljósunum því ég var svo vanur beygju-vösunum sem voru þarna.
Og ég hef einnig séð aðra bíla beygja til hægri á rauðu ljósi.

Ekkert pælt í því hvað fólk er vant, bara farið í breytingar sem líta vel út á pappír.

Gæti vel verið að þetta gæti aukið hættuna fyrir hjólreiðafólk þar sem fólk beygir þá til hægri þrátt fyrir að það sé rautt ljós, og þá grænt ljós fyrir hjólandi og gangandi.


Það að fólk beygir til hægri á íslandi er vandamál hvort sem það hefur verið beygjuvasi þarna eða ekki. Og þá eru það oft t.d. útlendingar sem eru vanir því að erlendis er þetta oft leyft, en það er auðvitað stórhættulegt og hafa rannsóknir sýnt það.

Eigum við í alvörunni að gefa eftir því ákveðnir bílstjórar eiga erfitt með að fara eftir umferðareglum? erum við þá ekki að díla við einkenni en ekki vandamálið? sem í þessu tilfelli eru þessir ákveðnu ökumenn?