Sælir Vaktarar
Hef ekki verið virkur lengi en kominn aftur þar sem ég er í hugleiðingum að setja saman tölvu og hvaðan ég kaupi tölvuíhlutina.
Held ég muni kaupa marga ef ekki flesta hluti að utan og flytja inn.
Ég er enn að íhuga og skoða en get listað það sem ég er að spá og þið megið endilega koma með athugasemdir um eitthvað sem væri betra.
Kassi: Einhver af ICue mid turnum frá Corsair, Spurning með þennan.
https://www.corsair.com/ww/en/p/pc-cases/cc-9011257-ww/6500x-mid-tower-dual-chamber-pc-case-black-cc-9011257-ww
Móðurborð: Ekki búinn að skoða enn, spurning með ASUS Repbublic of Gaming, þarf ekki að vera það besta en spurning um fídusa.
CPU: AMD Ryzen for sure, ekki þann besta en samt einhvern góðan með hugsun um framtíðamöguleika.
GPU: Mikið að spá hvort það verði AMD eða Nvidia. Hef hingað til bara verið með Nvidia kort, Spá í ASUS ROG Strix GeForce RTX 5070 Ti OC Edition 16GB. Finnst RTX 5080 aðeins of dýrt.
Ef ég skipti yfir í AMD, spurning hvort það yrði AMD Radeon RX 7900 XTX.
RAM: Langar að fá mér RGB RAM, spurning að taka 32GB frá Corsair.
CPU cooler: Spá í Corsair iCUE LINK TITAN 360 RX LCD Liquid CPU Cooler
Viftur: Corsair iCUE LINK QX120 RGB Black Fan, myndi fylla kassann með þessum.
PSU: Eitthvað sem dugar, en ekki það ódýrasta. Spurning hvort maður kaupi líka frá Corasair eða ASUS ROG.
SSD: 1 stk 1TB venjulegt SSD drif fyrir stýrikerfi og forrit, Corsair eru góðir hér en svo eru margir aðrir það líka sem kosta kannski minna.
1 stk 2 eða 4TB NVMI SSD frá aftur Corsair en hef ekki ákveðið samt.
Þá ætti allt það helsta að vera komið.
Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst og hvort það væri betra að breyta einhverju.
Smíða tölvu
Re: Smíða tölvu
Ég skal skilja eftir mína punkta : )
Ef þú ætlar að fá þér AMD CPU ættiru að skella þér á AM5 móðurborð. Ættir að fá þér annaðhvort Toppinn af Ryzen 5 eða einhvern Ryzen 7. Ég persónulega elska ASUS ROG seríurnar, skelltu þér á það!
Sem AMD gaur finnst mér að þú ættir að fá þér RTX 5070 kortið, fínn díll og minna vesen með drivers. Eins mikið og ég elska RX seríuna getur eitthvað lélegt komið upp hvenær sem er. Haltu þér grænum og sælum
Ættir helst að taka 850W Corsair PSU, held að það væri sniðugast.
Annars ertu með þetta frekar mikið á hreinu, væri flott að sjá hvað aðrir hafa segja um þetta.
Ef þú ætlar að fá þér AMD CPU ættiru að skella þér á AM5 móðurborð. Ættir að fá þér annaðhvort Toppinn af Ryzen 5 eða einhvern Ryzen 7. Ég persónulega elska ASUS ROG seríurnar, skelltu þér á það!
Sem AMD gaur finnst mér að þú ættir að fá þér RTX 5070 kortið, fínn díll og minna vesen með drivers. Eins mikið og ég elska RX seríuna getur eitthvað lélegt komið upp hvenær sem er. Haltu þér grænum og sælum
Ættir helst að taka 850W Corsair PSU, held að það væri sniðugast.
Annars ertu með þetta frekar mikið á hreinu, væri flott að sjá hvað aðrir hafa segja um þetta.
-
- has spoken...
- Póstar: 184
- Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
- Reputation: 40
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Smíða tölvu
Sem addon fyrir message fyrir ofan mig. Farðu í 1000W PSU og taktu 64GB 6000 minnis kit. Þú villt ekki uppfæra þig seinna með öðru kitti. Þá ertu orðinn vel future proof.
Corsair 1000W er nokkuð gott. https://tl.is/corsair-rm1000x-modular-a ... byrgd.html
Corsair 1000W er nokkuð gott. https://tl.is/corsair-rm1000x-modular-a ... byrgd.html
Leikjavél: AsRock X870E Nova | 9800X3D | 64GB 6000Mhz CL28 | D15 G2 LBC | Nvidia 4080 | 5TB NVME Geymsla | Corsair RM1000x | Fractal Design Pop Air
Plex/Server: i7 12700K | 128GB DDR4 | 46TB Geymsla
Plex/Server: i7 12700K | 128GB DDR4 | 46TB Geymsla