Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Mán 24. Nóv 2025 21:43

Sælir

Er með smá þraut handa ykkur sem eruð eitthvað að nördast í bílaviðgerðum. Þannig er mál með vexti að ég á bíl sem er árg. 2016 og innan við 100k í keyrslu. Vel með farinn og hefur virkað vel.. hingað til.

Þetta er dísel bíll með om651 vélinni og einni túrbínu (136hp) sem sagt, 200 týpan. Hann tók upp á því fyrir nokkru að drekka kælivatnið og spýja út hvítum reyk. Aha hugsa einhverjir og byrja að hamra á lyklaborðið, "þetta er head-pakkning" En, ég er ekki svo viss..
Ég keypti mér svona einfalt "head pakkningar" test kit og smellti á forðabúrið en.. í stað þess að tækið færi að blása upp í testglasið (gerjunarglas) eins og gerist þegar head-pakkning fer, þá komu loftbólurnar utan frá og inn í búrið, þ.e. vélinn var að drekka vatnið sem þýðir þá væntanlega að þetta er ekki head-pakkning (þrýstingurinn í brenslu-rýminu er sirka 20 faldur loftþrýstingur).

Mín ályktun er að þetta tengist eitthvað loft-tæmi (vaccum), því þetta viðrist gerast þegar lokið er ekki á forðabúrinu og vélin ekki orðin heit að ráði. Þ.e. að þrýstingurinn þangað sem lekur, virðist vera lægri en þrýstingurinn á vatninu. Búinn að tengja fram hjá EGR-kælinum, breytti engu, sé að vatnsrör liggur inn í EGR ventilinn en hrís smá hugur við að rífa það drasl af, upp á von og óvon.

Veit að túrbínan er vatnskæld en hefði haldið að hún mundi byggja upp meiri loftþrýsting og blása lofti inn í vatns-kerfið sem mundi þá þýða sama og þegar head-pakkning fer, loft kemur úr forðabúrinu, en ekki inn í það. Á eftir að skoða betur myndir af túrbínunni og heyra hvort þær séu að leka vatni, annaðhvort inn í pústið og eða inn í inntakið.

Er búinn að prófa að pósta á nokkur spjallsvæði þarna úti og enginn kannast við eitt né neitt, sama á við Ræsi - þjónustuborðið sem og Höldur hér á Akureyri sem og einhverjir verkstæðis kallar sem eiga að vita þetta, almennt fátt um svör. Á pantaðan tíma hjá Höldur í desember (já það eru víða biðlistar) en langar að leysa þetta sjálfur, allavega vita hvar þetta er líklegast.

kv. Garrinn..



Skjámynd

brain
1+1=10
Póstar: 1138
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf brain » Mán 24. Nóv 2025 22:06

Talaðu við Guðjón hjá D&C ehf. bifreiðaverkstæði, Funahöfða 17,

Hann veit allt um Benz.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Mán 24. Nóv 2025 22:16

brain skrifaði:Talaðu við Guðjón hjá D&C ehf. bifreiðaverkstæði, Funahöfða 17,

Hann veit allt um Benz.

Búinn að tala við hann. Honum fannst líklegast að blokkin væri sprungin sem mér finnst ekki alveg ganga upp. Jú, þar sem stimpillinn er með yfirþrýsting á leiðinni niður eftir loga sem og á leiðinni upp í þjöppun sem og á leiðinni í útblástur, aðeins undirþrýstingur á leiðinni niður við innsog. Þannig ætti vélin að blása inn í kælinguna í 3 af 4 skiptum og koma fram sem loftbólur út úr safnbúrið.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8601
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1378
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf rapport » Mán 24. Nóv 2025 22:25

Út með glóðakertin og tékka brunahólfin með scope, ætti ekki að vera dýrt.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Mán 24. Nóv 2025 22:28

Viðbót: Talaði við hann í síðustu viku, mundi núna að mér fannst einnig að ég ætti að sjást ummerki eftir kælivatn í olíunni sem finnst ekki vottur af, hvorki beint eða óbeint á olíu-áfyllingar-tappa.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Mán 24. Nóv 2025 22:31

rapport skrifaði:Út með glóðakertin og tékka brunahólfin með scope, ætti ekki að vera dýrt.

Kostar lítið og spurning að skoða það, þarf að finna annað af tveimur scope-um sem ég á einhverstaðar.
En er mjög efins um að það sé sprunga í blokk eða head-pakkning, því vélin er að drekka kælivatnið í hæga-gangi rétt volg og ekki til bóla sem kemur upp úr forðabúrinu.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1274
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 88
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf demaNtur » Þri 25. Nóv 2025 02:46

Gæti verið að tapa kælivökva inn í EGR og þaðan út í púst. Spurning hvort það séu ummerki eftir túrbínu.
Þekki þessar vélar ekki og get því ekki giskað með nokkru móti.

Oft hafa menn rétt fyrir sér sem hafa mikla reynslu af þessum bílum, mæli með að fara með bílinn til mann með rétta kunnáttu :happy

Jafnvel að fá little jake til að skoða hann :D




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2447
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 162
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf littli-Jake » Þri 25. Nóv 2025 08:15

Af því að þú átt svona góð verkfæri væri ekki sniðugt að taka glóðakertin úr, setja scope ofaní og setja þrýsting á kerfið.
Síðast breytt af littli-Jake á Þri 25. Nóv 2025 08:18, breytt samtals 1 sinni.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Þri 25. Nóv 2025 08:28

demaNtur skrifaði:Gæti verið að tapa kælivökva inn í EGR og þaðan út í púst. Spurning hvort það séu ummerki eftir túrbínu.
Þekki þessar vélar ekki og get því ekki giskað með nokkru móti.

Oft hafa menn rétt fyrir sér sem hafa mikla reynslu af þessum bílum, mæli með að fara með bílinn til mann með rétta kunnáttu :happy

Jafnvel að fá little jake til að skoða hann :D

Svörin sem ég hef fengið er að leki inn í vél sé ekki algengt, þjónustufulltrúinn hjá Ræsi sem og hjá Höldur segja þetta ekki hafa komið upp í þessum bílum.. sem var reyndar ekki spurningin þar sem þessar vélar eru notaðar í fleiri týpum.

Mun skoða ofan í brennslurýmið. Glóðarkertin eru reyndar ekki sver, spurning hvort þurfi að taka spíssa út. Fyrsti grunur minn var einmitt EGR. Og ég er ekki alveg búinn að útiloka það ennþá. Fyrsta sem ég gerði var tengja framhjá EGR - kælinum sem er þekkt vandamál en á eftir að skoða EGR ventilinn sjálfa (húsið), erfitt aðgengi að neðan.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Þri 25. Nóv 2025 08:30

littli-Jake skrifaði:Af því að þú átt svona góð verkfæri væri ekki sniðugt að taka glóðakertin úr, setja scope ofaní og setja þrýsting á kerfið.

Mun prófa að kíkja inn í brennslurýmið.




T-bone
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf T-bone » Þri 25. Nóv 2025 08:42

Mitt gisk miðað við þessar lýsingar er EGR kælirinn


Mynd


slapi
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 72
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf slapi » Þri 25. Nóv 2025 08:47

Garri skrifaði:
demaNtur skrifaði:Gæti verið að tapa kælivökva inn í EGR og þaðan út í púst. Spurning hvort það séu ummerki eftir túrbínu.
Þekki þessar vélar ekki og get því ekki giskað með nokkru móti.

Oft hafa menn rétt fyrir sér sem hafa mikla reynslu af þessum bílum, mæli með að fara með bílinn til mann með rétta kunnáttu :happy

Jafnvel að fá little jake til að skoða hann :D

Svörin sem ég hef fengið er að leki inn í vél sé ekki algengt, þjónustufulltrúinn hjá Ræsi sem og hjá Höldur segja þetta ekki hafa komið upp í þessum bílum.. sem var reyndar ekki spurningin þar sem þessar vélar eru notaðar í fleiri týpum.

Mun skoða ofan í brennslurýmið. Glóðarkertin eru reyndar ekki sver, spurning hvort þurfi að taka spíssa út. Fyrsti grunur minn var einmitt EGR. Og ég er ekki alveg búinn að útiloka það ennþá. Fyrsta sem ég gerði var tengja framhjá EGR - kælinum sem er þekkt vandamál en á eftir að skoða EGR ventilinn sjálfa (húsið), erfitt aðgengi að neðan.


Veit ekki hvernig þú náðir á einhvern hjá Ræsir




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Þri 25. Nóv 2025 09:25

slapi skrifaði:Veit ekki hvernig þú náðir á einhvern hjá Ræsir

Hef reyndar náð í þennan mann áður, eldri maður nokkuð öruggur með sig og almennilegur. Svaraði í byrjun með að hann væri í þjónustu- borð/deild eða álíka.




slapi
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 72
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf slapi » Þri 25. Nóv 2025 09:29

Var aðallega bara að pæla því Ræsir fór á hausinn 2008




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Þri 25. Nóv 2025 09:32

T-bone skrifaði:Mitt gisk miðað við þessar lýsingar er EGR kælirinn

Hann er framhjá tengdur eins og er. Eftir stendur EGR ventillinn.
Viðhengi
EGR_FRAMHJA_TENGDUR.jpg
EGR_FRAMHJA_TENGDUR.jpg (560.29 KiB) Skoðað 139 sinnum




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Þri 25. Nóv 2025 09:34

slapi skrifaði:Var aðallega bara að pæla því Ræsir fór á hausinn 2008

Ok.. rétt, Askja var það.. en sem gamall Benz eigandi, þá er þetta alltaf Ræsir með Stebba í Lúdó.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8601
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1378
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf rapport » Þri 25. Nóv 2025 12:35

Ég man eftir að hafa séð video þar sem túrbína var að skapa einhverkosnar vacum sem sogaði olíu út af vélinni, dældi henni svo inn í loftið sem fór inn á vélina og vélin var dæmd ónýt þar til gaurinn sem bilanagreindi skipti um filter á loftinntakinu.

Gæti verið að loftfilterinn sé stíflaður og túrbínan sé að soga vatn úr blokkinni sem fer svo með oftinu inn í brunann?

p.s. ég er viðskiptafræðingur og hef ekki alltaf náðað púsla bílum saman eftir að hafa fiktað í þeim...