Hjálparkokkurinn sem hélt skjánum uppi á meðan ég var að festa skjáinn við VESA dótið á skjáarminum tókst að pota puttum á skjásvæðið.
Eruð þið að blása rykinu af skjánum áður en þið strjúkið yfir hann?
Hlynzi skrifaði:Það þarf nú ekkert spes aðferðir í þetta. Glugga Ajax er í fínu lagi og líka Perfect Glass frá Gtechniq , best að þurrka fyrst yfir með sér tusku og svo strax (helst áður en það þornar) með öðrum micro fiber klúb. Að þrífa hluti með vatni skilur bara eftir sig rendur.
falcon1 skrifaði:Hlynzi skrifaði:Það þarf nú ekkert spes aðferðir í þetta. Glugga Ajax er í fínu lagi og líka Perfect Glass frá Gtechniq , best að þurrka fyrst yfir með sér tusku og svo strax (helst áður en það þornar) með öðrum micro fiber klúb. Að þrífa hluti með vatni skilur bara eftir sig rendur.
Þetta er samt ekki gler?
DJOli skrifaði:Hef í örugglega 15 ár notað hreinsikitt frá Manhattan. Veit ekkert hvað er í hreinsivökvanum, gæti allt eins bara verið vatn og nota meðfylgjandi míkrófíberklút.
Aldrei verið neitt vesen. Var með 2x Philips Blade IPS skjái frá sirka 2010-2018 en byrjaði mikið að nota þetta þá vegna þess að mér finnst maður taka betur eftir óhreinindum með svona skýra skjái.

falcon1 skrifaði:DJOli skrifaði:Hef í örugglega 15 ár notað hreinsikitt frá Manhattan. Veit ekkert hvað er í hreinsivökvanum, gæti allt eins bara verið vatn og nota meðfylgjandi míkrófíberklút.
Aldrei verið neitt vesen. Var með 2x Philips Blade IPS skjái frá sirka 2010-2018 en byrjaði mikið að nota þetta þá vegna þess að mér finnst maður taka betur eftir óhreinindum með svona skýra skjái.
Er það ekkert að skilja eftir sig einhverjar rákir? Klúturinn virkar dáldið "grófur", allavega lítur ekki út eins mjúkur og gleraugnaklútar. Kannski er það bara betra?