Lenti í því fyrir um 3 vikum að bíl sem ég á, en elsta stelpan mín hefur til umráða var stolið og báðar framhurðar og gluggi öðru megin rústað. Hurðarnar eru eiginlega báðar ónýtar og viðgerð talin á um 1.1 milljón af umboði. Bílinn er ónothæfur út af glugganum.
Engar tryggingar eru til umræðu í þessu máli, þær ná ekki yfir þjófnað nema kannski ef í kaskó !
Sá sem stal bílnum var tekin fullur (allavega) og handtekin á staðnum. Málið sk lögreglu taldist upplýst nánast jafn fljótt að það kom á borð, en svo virðist sem að sakborningur sé ennþá að keyra um bæinn (hef ég heyrt) og ekkert hefur gerst í málinu varðandi tjónið allavega (litlar upplýsingar frá lögreglu).
þegar ég spurði síðast fyrir 10 dögum þá sagði lögregla á að komið yrði á sáttameðferð (um tjón á bílnum) sem fyrst! en það var mín hugmynd að reyna það.
Lögregluna sem hefur ítrekað sagt við mig að þetta sé maður sem væri ekki líklegur til svona hluta og þetta kæmi þeim á óvart! (eins og mér eigi að líða betur með það).
* Einhver sem er með einhverja reynslu á svona og gæti leiðbent mér hvað væri best að gera (fyrir utan að ráða lögmann á 30 þús á tímann)?
* Er það virkilega þannig að ef ég væri tekin á 150km/h á 90km/h veg missti ég prófið á staðnum en ekki ef ég væri tekin drukkinn?
* Er einhver lögmaður hér sem tekur svona hluti að sér ef ég þyrfti?
Stolinn bíll og bætur
Stolinn bíll og bætur
TOW : Be quiet! 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B650 Tomahawk Wifi CPU : AMD 7800X3DMem : 32GB 6000Mhz GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 2TB m2 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 MOU : Logitech PRO X Superlight
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8619
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1383
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Stolinn bíll og bætur
Held að sáttameðferðin sé gott fyrsta skref. Ef það virkar ekki þá þarftu lögfræðing. Getur líka tékkað að spurja á Lögfræðinördar á FB
-
worghal
- Kóngur
- Póstar: 6595
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 549
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Stolinn bíll og bætur
er þetta ekki bara hrein og bein kæra fyrir þjófnað og eignarspjöll?
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
Minuz1
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1283
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 147
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Stolinn bíll og bætur
Tryggingar dekka aldrei viljaverk. <-alveg sama þó þú sért með kaskó
Þú þarft lögmann, myndi hafa samband við tryggingarfélagið þitt og fá ráðgjöf hjá þeim með þetta mál.
Þú þarft lögmann, myndi hafa samband við tryggingarfélagið þitt og fá ráðgjöf hjá þeim með þetta mál.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
demaNtur
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1276
- Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
- Reputation: 90
- Staðsetning: 192.168.1.254
- Staða: Ótengdur
Re: Stolinn bíll og bætur
Skaðabótamál á hendur þjófsins er að ég held eina leiðin til að fá þetta 100% bætt.
-
rostungurinn77
- Gúrú
- Póstar: 516
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 165
- Staða: Ótengdur
Re: Stolinn bíll og bætur
Áður en þú leggur í málareksturinn.
Spurningin er alltaf hvort skaðvaldurinn sé borgunarmaður fyrir tjóninu. Því ef hann er það ekki þá siturðu bara uppi með leiðinlegt ferðalag og sambærilegan reikning frá lögfræðingi til að skila þér sömu niðurstöðu og liggur fyrir núna, að skaðvaldurinn eigi að borga, en engar bætur.
Spurningin er alltaf hvort skaðvaldurinn sé borgunarmaður fyrir tjóninu. Því ef hann er það ekki þá siturðu bara uppi með leiðinlegt ferðalag og sambærilegan reikning frá lögfræðingi til að skila þér sömu niðurstöðu og liggur fyrir núna, að skaðvaldurinn eigi að borga, en engar bætur.
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8619
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1383
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Stolinn bíll og bætur
Fyrir mér er bara spurning, má þetta fara í innheimtu strax eða þarf að fara í mál fyrst
Re: Stolinn bíll og bætur
* Tryggingarnar mínar gáfu mér bara fingurinn svona þannig séð. Ég svo sem vissi alveg að ég fengi ekkert frá þeim.
* Miðað við það sem maður heyrir þá er þetta borgunarmaður en ég er bara svo barnalegur að halda að fólk sjái að sér og vilji klára málið, kannski er þetta bara taktík til að þreyta mann til að samþykkja einhverja grín upphæð á endanum, með því að láta tímann líða.
* Tæknilega séð er ég búin að leggja inn kæru í gegnum tölvupóst, sem er það sem lögreglan fór fram á, en hef ekki fengið neitt til baka frá lögreglunni hvað sé að gerast í þessu. Þetta er ríkisstofnum auðvitað svo varla við að búast við hröðum höndum.
* Miðað við það sem maður heyrir þá er þetta borgunarmaður en ég er bara svo barnalegur að halda að fólk sjái að sér og vilji klára málið, kannski er þetta bara taktík til að þreyta mann til að samþykkja einhverja grín upphæð á endanum, með því að láta tímann líða.
* Tæknilega séð er ég búin að leggja inn kæru í gegnum tölvupóst, sem er það sem lögreglan fór fram á, en hef ekki fengið neitt til baka frá lögreglunni hvað sé að gerast í þessu. Þetta er ríkisstofnum auðvitað svo varla við að búast við hröðum höndum.
Síðast breytt af Alfa á Lau 06. Des 2025 14:43, breytt samtals 1 sinni.
TOW : Be quiet! 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B650 Tomahawk Wifi CPU : AMD 7800X3DMem : 32GB 6000Mhz GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 2TB m2 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 MOU : Logitech PRO X Superlight
Re: Stolinn bíll og bætur
rapport skrifaði:Fyrir mér er bara spurning, má þetta fara í innheimtu strax eða þarf að fara í mál fyrst
Ég nefnilega veit ekki hvort ég þurfi að bíða eftir dóminum út af akstri undir áhrifum, allavega hef ég það á tilfinningunni.
En það er ábyggilega hægt að hafa sáttarfund hvenær sem er varðandi bætur á bílnum. Málið er bara að það er gert með lögreglu eða manni frá sýslumanni og því ekki í mínum höndum.
TOW : Be quiet! 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B650 Tomahawk Wifi CPU : AMD 7800X3DMem : 32GB 6000Mhz GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 2TB m2 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 MOU : Logitech PRO X Superlight
-
Hrotti
- Geek
- Póstar: 878
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 162
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Tengdur
Re: Stolinn bíll og bætur
Minuz1 skrifaði:Tryggingar dekka aldrei viljaverk. <-alveg sama þó þú sért með kaskó
Þú þarft lögmann, myndi hafa samband við tryggingarfélagið þitt og fá ráðgjöf hjá þeim með þetta mál.
Hvaðan hefuruðu það?
Ég hef bæði lent í því að bílnum mínum var stolið og rústað (orðið langt síðan samt) og nýlega að glænýr bíll hafa verið lyklaður og þurft sprautun og í bæði skiptin borguðu tryggingarnar útaf kaskó.
Sá sem stal bílnum þurfti samt að borga tryggingunum til baka en ég fékk allt strax -sjálfábyrgð.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Re: Stolinn bíll og bætur
Hrotti skrifaði:Minuz1 skrifaði:Tryggingar dekka aldrei viljaverk. <-alveg sama þó þú sért með kaskó
Þú þarft lögmann, myndi hafa samband við tryggingarfélagið þitt og fá ráðgjöf hjá þeim með þetta mál.
Hvaðan hefuruðu það?
Ég hef bæði lent í því að bílnum mínum var stolið og rústað (orðið langt síðan samt) og nýlega að glænýr bíll hafa verið lyklaður og þurft sprautun og í bæði skiptin borguðu tryggingarnar útaf kaskó.
Sá sem stal bílnum þurfti samt að borga tryggingunum til baka en ég fékk allt strax -sjálfábyrgð.
Ég vænti þess að sá sem stal honum hafi ekki verið undir áhrifum ?
Einnig hef ég heyrt af því að þú náir ekki út kaskó á þjófnaði á bílnum ef lyklarnir eru í honum. Meira segja heyrt einn þurfa fara í mál við tryggingar af því þær neituðu að borga af því lyklar voru á "glámbekk" inn í húsi þar sem partý var.
Síðast breytt af Alfa á Lau 06. Des 2025 16:36, breytt samtals 2 sinnum.
TOW : Be quiet! 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B650 Tomahawk Wifi CPU : AMD 7800X3DMem : 32GB 6000Mhz GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 2TB m2 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 MOU : Logitech PRO X Superlight
-
Hrotti
- Geek
- Póstar: 878
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 162
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Tengdur
Re: Stolinn bíll og bætur
Alfa skrifaði:Hrotti skrifaði:Minuz1 skrifaði:Tryggingar dekka aldrei viljaverk. <-alveg sama þó þú sért með kaskó
Þú þarft lögmann, myndi hafa samband við tryggingarfélagið þitt og fá ráðgjöf hjá þeim með þetta mál.
Hvaðan hefuruðu það?
Ég hef bæði lent í því að bílnum mínum var stolið og rústað (orðið langt síðan samt) og nýlega að glænýr bíll hafa verið lyklaður og þurft sprautun og í bæði skiptin borguðu tryggingarnar útaf kaskó.
Sá sem stal bílnum þurfti samt að borga tryggingunum til baka en ég fékk allt strax -sjálfábyrgð.
Ég vænti þess að sá sem stal honum hafi ekki verið undir áhrifum ?
Einnig hef ég heyrt af því að þú náir ekki út kaskó á þjófnaði á bílnum ef lyklarnir eru í honum. Meira segja heyrt einn þurfa fara í mál við tryggingar af því þær neituðu að borga af því lyklar voru á "glámbekk" inn í húsi þar sem partý var.
Hann var ofurölvi, stal lyklunum af borði á skemmtistað úti á landi og keyrði inni í garð og á hús. Ég veit að ég hefði ekki fengið neitt ef lyklarnir hefðu verið í bílnum.
Verðlöggur alltaf velkomnar.